Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 107
Listin ad Ijúka sögu sögunni, og því hefur verið lýst af djúpu innsæi og átakanlegri nærgætni. Nú, við endurfundinn eftir mörg ár, eru kraftar stúlkunnar á þrotum. Hún hóstar upp blóði; einsog segir í vísu um Gunnvöru: rennur blóð eftir slóð og dilla ég þér jóð. Bera gamla lýtur niður að Astu Sóllilju og virðir hana fyrir sér: „Já, tuldraði hún, ekki spyr ég að því. Okysst á ég liðinn ennþá.“ Bjartur býr um börnin og gömlu konuna í hripunum á ný og lyftir þeim til klakks: Síðan tók hann Ástu Sóllilju í fang sér og sagði henni að halda vel um hálsinn á sér, teymdi af stað. Þegar þau voru komin hátt upp í brekkurnar, hvíslaði hún: - Nú er ég aftur hjá þér. Og hann svaraði: - Haltu þér fast um hálsinn á mér, blómið mitt. - Já, hvíslaði hún. Alltaf - meðan ég lifi. Eina blómið þitt. Lífsblómið þitt. Og ég skal ekki deyja nærri nærri strax. Síðan héldu þau áfram. (347) í þessum stuttu orðaskiptum endurómar harmleikur mannlegra örlaga og tilfinninga. Bjartur, í miskunnarlausri lífsbaráttu hans, og hin viðkvæma dreymna stúlka eru einsog andstæð skaut. A einum stað segir: „Já það var víst alveg áreiðanlega óbrúandi haf á milli þeirra, hans líf var of dýrt kveðið til að ríma við hennar ókveðna fáorða líf, þrek hans við hennar viðkvæmni" (II, 68). Og þó eru þau hvort öðru háð. Hinn sjálfstæði maður á viðkvæman blett, þrátt fyrir hörku sína; Asta Sóllilja hins vegar dáist að þrótti hans og þráir öryggið hjá honum. Hann hefur einu sinni rekið hana hrottalega frá sér, í reiði og sárum vonbrigðum. Viðskilnaður þeirra var orðinn langur og að því er virtist endanlegur. En undir niðri hafa þau alltaf skilið hvort annað og hugsað til endurfundar, þó að stolt þeirra beggja hafi bannað þeim að láta slíkt í ljós. Nú undir lokin, á tíma ósigursins og í skugga dauðans, lifa þau aftur órjúfanlegt samband sín á milli. Ef til vill á ekki, þegar allt kemur til alls, að líta á þetta sem harmsögu, heldur sem eina af þeim hamingjustund- um þegar lífið virðist fullkomið? Þannig endar sagan af hinum sjálfstæða manni á mjög persónulegan og um leið „existensíalískan“ hátt. Það er athyglisvert að athygli beinist að lokum átakanlega að örlögum einstaklingsins alveg einsog í Sölku Völku. Þó má ekki gleyma því að myndin af þeim Bjarti og Astu Sóllilju verður enn átakanlegri af því að hana ber við þjóðfélagslegt baksvið lífssögu þeirra. Reyndar er þar ekki aðeins um baksvið að ræða. Örlög einstaklingsins eru samtvinnuð þúsund ára sögu landsins, óhugsanleg án hennar. 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.