Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 59
Fjölmidlarnir og „almenningur Ójöfn skipting auðs Habermas heldur áfram og segir að þessi „almenningur“, sértækur vettvang- ur röklegra og almennra stjórnmála utan við bæði hagkerfið og ríkið, hafi lotið í lægra haldi fyrir þeim öflum sem skópu hann til að byrja með. Þróun kapítalisma í átt til einokunar leiddi til ójafnrar auðsskiptingar, aukins inngöngukostnaðar í „almenninginn“, og því ójafns aðgangs og valdamis- mununar innan hans. Aukin áhersla á auglýsingar og almannatengsl eru dæmi um þessa tilhneigingu þar sem þau sýna bein áhrif ríkis eða einka- hagsmuna á upplýsingastreymi, ekki í rökræðuskyni, heldur til stýringar. Þessi þróun í hagkerfinu leiddi líka til breytinga á hlutverki ríkisins sem gerðist beinn og mikilvirkur þátttakandi í því, með hlutdeild í þeim hagsmunum sem þar voru á ferð. Jafnframt var ríkið kallað til af stéttaöflum sem vildu verja „almenninginn“ gegn ásælni einkafjármagns eða stækka hann til að styðja almennt menntakerfi, almenn bókasöfn, almennar menn- ingarstofnanir. Þessu til viðbótar varð það hlutverk ríkisins að stilla saman krafta einokunarkapítalisma, og leggja til samfélagslega innviði, sem leiddi til gífurlegrar útþenslu stjórnkerfis og skrifræðis, sem var ólíkt röklegum aðferðum til að ákvarða félagsleg markmið, og leiðum til að ná þeim. Þess vegna lokaðist aftur bilið sem skapast hafði milli ríkis og þegnsamfélags með sköpun „almennings“, hann kramdist á milli í samstarfi þessara ofvöxnu skrímsla: ríkis og einokunarkapítalisma. Eins og Habermas segir: „markaðshyggjuforsendurnar fyrir „almenningi" gilda ekki í iðnvæddu fjöldalýðræðisþjóðfélagi og velferðarríki. Að hluta hefur markaðshyggjan alltaf haft að geyma hugmyndafræðilega þætti, en ljóst er jafnframt að þær þjóðfélagslegu forsendur sem voru tengdar þessum hugmyndafræðilegu þáttum hafa breyst í grundvallaratriðum."4 Samt sem áður vill Habermas draga mörk á milli, annars vegar, þeirra grundvallarhugmynda sem vettvangur borgaranna var byggður á, í baráttu þeirra við aðalinn, og hins vegar þeirra stofnana sem urðu til við sérstakar sögulegar kringumstæður og mótuðu þennan vettvang. I huga Habermas kunna þessar stofnanir — sem sýna frumatriði „almennings“ — að vera breytilegar eftir aðstæðum, en frumatriðin sjálf alltaf þau sömu. Þessi eru frumatriði fyrir frjálsu samfélagi: almennur aðgangur, sérstaklega að upp- lýsingum, afnám forréttinda og krufning viðtekinna viðhorfa og röksemda fyrir þeim. Stofnanir sem móta almenningsálit, svo sem fjölmiðlar, kosning- ar, opnir réttarsalir, o. s. frv. er hægt að greina frá ríkinu, þó svo að réttlæting fyrir lýðræðisríkinu felist í því að tryggja með lagasetningu opinberan vettvang stofnananna. Almenningsálit er ólíkt persónulegu áliti, það byggir á almennum umræðum og gerir ráð fyrir rökrétt hugsandi fjölda. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.