Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 49
Stefán Jón Hafstein
Kreppa í ríkisfjölmiðlun
Opinber fjölmiðlun er í kreppu á íslandi. Það er hún einnig í öðrum
vestrænum löndum: kreppa velferðarríkjanna kreppir að opinberri þjónustu
af hvers kyns tagi, líka þeirri sem snýr að kjarna lýðræðis.
Með opinberri fjölmiðlun er ekki einungis átt við þá stofnun sem
Ríkisútvarpið er. Raunar er stofnuninni sjálfri alls ekki hætt — hlutverk
hennar er nú endurskilgreint, og í því felst hættan. Opinber fjölmiðlun, í
víðtækum skilningi, er hvers kyns opinber stuðningur við samsetningu og
miðlun boða til almennings. I þessum skilningi er það sem Þjóðleikhúsið,
Sinfónían og Ríkisútvarpið eiga sameiginlegt miklu mikilvægara en sú
tæknilega skilgreining sem aðgreinir þessar stofnanir. Þess vegna eiga
ríkisstudd dagblöð heima með þeim í flokkun yfir opinbera fjölmiðlun, þótt
vald ríkisins yfir þeim sé takmarkað og tekjur þeirra frá fleiri aðiljum
komnar en því, rétt eins og á við um Ríkisútvarpið.
Nú u. þ. b. ári eftir að einokun Ríkisútvarpsins var hnekkt í lögum, ber
að varast að láta einkastöðvar sem starfa á viðskiptaforsendum, Bylgjuna og
Stöð 2, byrgja sýn til miklu víðtækari tilfærslu fjölmiðlunar í landinu frá
opinberum miðlum til einkamiðla á markaðnum. Hljómtækjavæðing heim-
ilanna hafði löngu fyrir daga Bylgjunnar tekið tónlistarflutning til lands-
manna úr höndum embættismanna RUV og fært að peningakassa hljóm-
plötuverslana. Myndbandavæðingin gerði slíkt hið sama gagnvart sjónvarp-
inu. Einokun RUV var löngu aflétt áður en lögin kváðu svo á um. Svipuð
þróun átti sér stað í prentmiðlun með kanínufjölgun sérrita af ýmsu tagi;
dagblöðin eru ekki lengur eini vettvangur menningar- og stjórnmálaum-
ræðu eins og segja má að þau hafi verið. Eg leyfi mér að fullyrða að tilkoma
nýju stöðvanna, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, marki alls engin tímamót í menn-
ingarsögu landsins; þær eru aðeins breytt tæknileg útfærsla á dreifingu
menningarefnis sem þegar var fyrir í ríkum mæli meðal landsmanna. Fáir
munu halda fram að straumhvörf hafi orðið í framboði á menningarefni
með Bylgjunni og Stöð 2.
Hvað var það þá sem gerðist? I fyrsta lagi verður að hafa hugfast að nýju
einkastöðvarnar koma til í samhengi við miklu víðtækari yfirfærslu fjölmiðl-
37