Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 56
Nicholas Garnham
Fjölmiðlarnir og ,,almenningur“'
Það er algeng staðhæfing að kjarni lýðræðis felist í opinberri umræðu: eigi
almennur kosningaréttur að hafa einhverja merkingu verði borgararnir að
hafa jafnan aðgang að upplýsingalindum og jafnan þátttökurétt í umræðu
sem er grundvöllur pólitískra ákvarðana. Því tel ég að breytingar í fjölmiðla-
heiminum, hvort heldur sem þær eru af efnahagslegum eða stjórnmálalegum
toga, hafi fyrst og fremst pólitískt mikilvægi, rétt eins og þegar menn ræða
kosningafyrirkomulag, samskipti ríkis og bæja, eða fjárstuðning við stjórn-
málaflokka.
Stefna Evrópuríkja í sambandi við þráðsjónvarp eða gervihnattasendingar
er jafn mikilvæg og umræðan um sameinaða Evrópu. Stefna bandaríska
fjölmiðlaráðsins, FCC, í málefnum útvarps og sjónvarps er jafn mikilvæg og
stefnan í málum sem varða sjálfstæði ríkjanna. Stjórnmálamenn, stjórnvís-
indamenn og borgarar sem bera hag lýðræðis fyrir brjósti vanrækja þessi
mál á eigin kostnað.
Samt sem áður hafa stjórnmálafræðingar látið sig þessi mál litlu skipta.
Sérstaklega hafa þeir afrækt umfjöllun um hvernig stofnunum og brautum
almennrar umræðu er viðhaldið. Þeir hafa látið sig litlu varða pólitískar
afleiðingar þess hvernig þjóðfélagsskipan ákvarðar vettvang opinberrar
umræðu.
Ég hef áður rætt, í ítarlegra máli en hér er fært, að þær boðskiptastofnanir
sem við fengum í arf — en innan þeirra setjum við saman, miðlum og notum
táknsett boð — séu nú að taka gagngerum breytingum.2 Það sem einkennir
þessar breytingar er ítrekaður stuðningur við markaðslögmálin og niðurrif
opinberrar þjónustu í menningarmálum, hún er ekki lengur talin æskilegasta
formið. Þetta gerist með því að sjónvarpstækið verður miðstöð einkaneyslu
á heimilinu; með því að til verða tveir pólar á markaðnum, póll „upplýsinga-
auðugra“ og „upplýsingasnauðra", þar sem hinir fyrrnefndu fá dýra, sér-
hæfða upplýsinga- og menningarþjónustu, en hinir síðarnefndu stöðugt ein-
hæfara múgmenningarefni; með því að þungamiðjan hættir að vera innan
þjóðríkisheildarinnar og upplýsinga- og menningarefni verður að alþjóð-
legum markaðsvarningi.
44