Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 45
Útvarp allra landsmanna hendur einkaaðilum. Hvað átti að selja? Einsog Kolbrún Halldórsdóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 2, hefur bent réttilega á, þá er hún ekki til sölu, hún er ekki eign Rásar 2. Rás 2 er til húsa í nýju ríkisútvarpshúsi. Ekki er það til sölu. Kannski vill formaður útvarpsráðs selja nafnið? Ekki myndi ég gefa túskilding fyrir það nafn. Það er ekki hægt að finna neitt pent nafn yfir aðgerðir og viðbrögð ríkisfjölmiðlanna, Utvarpsráðs. Það besta er ringulreið. Síðustu tímar hafa sýnt að hið pólitíska tangarhald sem haft er á ríkisfjölmiðlunum gengur ekki upp. Eina sem pólitískir ráðamenn ríkisfjölmiðlanna hafa gert er að hörfa á flótta og leyfa nýju stöðvunum að njóta góðs af. Slagorð ríkisfjölmiðlanna heldur áfram að vera „Útvarp allra landsmanna", en innan skamms gæti einhver nýr miðill gert réttmætt tilkall til þess. „Einsog ég spáði um í upphafi," svaraði einn af deildarstjórum ríkisútvarpsins þegar hann var spurður um framtíð útvarps á Islandi, „þá mun tíminn leiða þetta allt í ljós.“ Mikið djöfulli er þetta rétt hjá honum. Og hvað annað getur tíminn leitt í ljós? Að aðgerðar- og stefnuleysi ráðenda ríkisfjölmiðlanna varð þess valdandi að þeir voru hreinlega lagðir niður? Það væri svo sem alltílagi ef ekki væri örlítið meira í húfi en hausar ráðenda. íslenskt sjálfstæði og menning. Framtídin Það er ekkert rangt við það að leyfa rekstur einkastöðva. En það er vel þess virði að spyrja hvort það hafi verið gáfulegt af yfirvöldum að afnema einokun ríkisins á útvarpsrekstri svona einn tveir og þrír, allt frjálst. Hefði ekki verið skynsamlegra að athuga hvernig og hvaða form af frjálsari útvarps- rekstri hentaði íslenskum aðstæðum. Við erum smá þjóð og með fjármagn í samræmi við það. Það þarf ekki Nostradamus til að sjá hver verður ríkjandi stefna í útvarps- menningu framvegis. Nú þegar sést á dagskrá fyrstu einkasjónvarp- stöðvarinnar að engilsaxneskt efni er nær allsráðandi. A þeim bæ er lofað íslensku efni til að varðveita íslenska menningu. Mikið er gott að hafa loforð um íslenska spurningaþætti uppá vasann, svona rétt til að viðhalda og bæta við íslenska arfleifð. Hjá fyrstu einkahljóðvarpstöðinni er tónlist notuð sem uppistaðan í dagskrá. Varla þarf að bæta við að það er erlend tónlist sem ræður þar ríkjum. Vegna skorts á raunverulegu fjármagni hafa fyrstu einkastöðvarnar þurft að leita útfyrir landsteinana til að finna ódýrt dag- skrárefni og/eða nýta sér ódýrasta útvarpsefnið sem völ er á, símaþátttöku hlustenda. Náttúrlega heyrast raddir sem bera því við að þetta sé bara það sem fólkið TMM III 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.