Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 53
Kreppa í ríkisfjölmiðlun
í öðru lagi verður að vara við því pólitíska samsæri sem magnast hefur
upp gegn RUV eftir að hlustun á það fór að dala. Einstaklingar gera kröfur
til þess sem neytendur að þeir þurfi ekki að borga fyrir vöru (RUV) sem
þeir vilja ekki. Þetta samsæri verður ekki fyrirbyggt nema RUV geri ljóst
með stefnu sinni að stofnunin er ekki til fyrir einstaka neytendur, heldur
alla borgara þessa lands, jafnt. Þar á er grundvallarmunur. RUV er ekki
aðeins til svo að fólk hafi eitthvað þægilegt í eyrunum meðan það burstar
tennurnar, heldur er það ein meginmáttarstoð borgaralegs lýðræðis í
landinu, eini opni vettvangurinn þar sem öllum stefnum og straumum í
stjórnmálum og menningu á að vera gert jafnhátt undir höfði. Afnotagjöld
eru ekki vörugjald, heldur lýbrœbisskattur, og hann agnarsmár, krónur 17 á
dag mestan hluta þess herrans árs 1986! Rökin gegn afnotagjöldum á þeim
forsendum að einstaklingur hlusti ekki eru falsrök, gjöldin eru lögð á svo
allir geti tekið til máls!!! Sé misbrestur á framkvæmdinni ber að laga það, en
ekki slátra grundvallarhugmyndinni.
I þriðja lagi verður að nást víðtæk samstaða um að tryggja fjárhag
stofnunarinnar. Þetta er hluti af því að sporna við samsærinu gegn RUV.
Með því að svelta stofnunina er henni þröngvað í æ ríkari mæli út í sam-
keppni við viðskiptamiðlana á þeirra forsendum. A sama tíma krefjast sömu
menn og að þessu standa að RUV keppi ekki við „einkaframtakið" !!! (Hug-
myndin virðist að rýja stofnunina tekjum og láta hana snúa sér að „skólaút-
varpi“ sem er vinsæl klisja léttvigtarstjórnmálamanna sem hafa hvorki vit á
skóla né útvarpi og enn minna vit á því sem út kemur þegar þessu tvennu er
steypt saman.)
Varnaðarorðin til unnenda Ríkisútvarpsins eru nú þegar komin á síður
Alþingistíðinda: seljum Rás 2. Sem er í raun ekki óeðlileg krafa miðað við
þá stefnu sem tekin var og hér hefur verið kölluð að stela glæpnum af
viðskiptamiðlunum. Utvarpsstjóri hefur af skörungsskap tilkynnt að þessi
vitlausa hugmynd sé fyrir neðan hans virðingu og er það vel. Hans býður
hins vegar að réttlæta tilveru Rásar 2 með breyttri dagskrárstefnu sem er
samboðin opinberum miðli. Það er vissulega margt til í því hjá Hrafni
Gunnlaugssyni að ríkið eigi ekki að gefa út Tígulgosann, hvorki í útvarps-
formi né því sem sjoppurnar bjóða. Ef hann á hins vegar við að RUV eigi að
vera eins konar kompa inn af Þjóðskjalasafninu er hann sjálfur á rangri hillu.
Opinber stefna í fjölmiðlun hefur ekki verið mótuð, og er í kreppu eftir
mistökin með Rás 2, samkeppnishernað auglýsingastöðvanna og óvild
ríkisvaldsins. I annan stað er reynt að þröngva stofnuninni út í jaðar
menningar- og stjórnmálaumræðu, í hinn stað reynt að etja henni út í
samkeppni á forsendum auglýsingamarkaðarins, sem er jafn fáránlegt. Hafi
41