Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 139
Höfundar efnis í þessu hefti
Agúst Sverrisson, f. 1962. Nemi í bókmenntafræði.
Agústa Snxland, f. 1915. Auglýsingateiknari og húsmóðir í Reykjavík. Teiknaði t. d.
merki Landsvirkjunar og Listahátíðar. Hún hefur ekki birt skáldskap á prenti
fyrr.
Álfheiður Kjartansdóttir, f. 1925. Málfræðingur og þýðandi.
Jorge Luis Borges, 1899-1986. Argentínskt ljóðskáld, að mati margra eitt mesta skáld
á spænsku eftir Cervantes. Hann lagði stund á forn-germanskar bókmenntir í
Sviss og heillaðist í framhaldi af því af Snorra Sturlusyni og íslenskum fornbók-
menntum. Hann gerði meira en nokkur annar til að kynna þær í spænskumæl-
andi löndum og kom hingað til lands þrisvar sinnum. Sjá viðtal við Borges í
TMM 3 1976.
Breyten Breytenbach, sjá kynningu í heftinu, bls. 83.
Dagný Kristjánsdóttir, f. 1949. Lektor í Osló.
Margaret Drabble, f. 1939. Breskur rithöfundur og bókmenntafræðingur. Hún er
einkum þekkt fyrir skáldsögur sínar en hún ritstýrir líka The Oxford Compani-
on to English Literature sem hefur orðið vinsælt uppsláttarrit, einnig hér á landi.
Hún kom til Islands í mars 1986.
Einar Örn Benediktsson, f. 1962. Fjölmiðlafræðingur og tón-listarmaður.
Einar Már Guðmundsson, f. 1954. Rithöfundur.
Einar Kárason, f. 1955. Rithöfundur.
Nicholas Garnham. Prófessor við fjölmiðlaskólann Polytechnic of Central London.
Guðmundur Andri Thorsson, f. 1957. Gagnrýnandi.
Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, f. 1960. Blaðamaður.
Gyrðir Elíasson, f. 1961. Skáld.
Peter Hallberg. Sænskur bókmenntafræðingur.
Kristján Jóh. Jónsson, f. 1949. Rithöfundur.
Margrét Eggertsdóttir, f. 1960. Nemi í íslenskum bókmenntum.
Nína Björk Ámadóttir, f. 1941. Skáld.
Páll Valsson, f. 1960. Gagnrýnandi.
Jacques Prévert, 1900-1977. Franskt ljóðskáld. I haust er væntanleg ljóðabók eftir
hann á íslensku í þýðingu Sigurðar Pálssonar.
Sigurður A. Magnússon, f. 1928. Rithöfundur.
Sigurður Pálsson, f. 1948. Skáld. Formaður Rithöfundasambands íslands.
Sjón, f. 1962. Skáld.
Stefán Jón Hafstein, f. 1955. Fjölmiðlafræðingur og fréttamaður ríkisútvarpsins í
Bandaríkjunum.
Þorbjöm Broddason, f. 1943. Dósent í félagsfræði við HI.
Þorleifur Hauksson, f. 1941. Lektor við háskólann í Uppsölum.
127