Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 76
Tímarit Máls og menningar líklegt, að brauðbitarnir væru ókeypis, eins konar aukageta með rándýru gininu. Það væri skaði að leifa þeim ef þeir kostuðu ekki neitt. En ef þeir væru nú ekki ókeypis og hún æti þá alla og stikaði síðan að lyftunni og hótelherberginu án þess að gera sig líklega til að borga, hvað þá? Myndi barþjónninn með aulalegu húfuna með skúfinn smeygja sér fimlega fram fyrir barborðið og veita honum eftirför? Eða yrði upphæðinni laumað með háttvísi inn á milli smámunanna á svimandi háum hótelreikningnum? Reynsluleysi hans kom honum í sjálfheldu milli tvenns konar smásálarskapar: honum var meinilla við að skilja brauðbitana eftir ef þeir væru ókeypis og honum var ekki síður illa við að borða þá ef þeir væru á uppskrúfuðu verði. Og auk þess var hann sárgramur henni fyrir þetta munaðar- fulla og tilefnislausa hik: hafði hann ekki einmitt gifst henni til þess að hún gæti tekið ákvarðanir af þessu tagi? Hann teygði út handlegginn og tók einn bitann, ýtti síðan litla fatinu yfir til hennar. Honum til gremju tók hún einn, hiklaust, næstum viðutan og sýndist hreint ekkert þakklát honum fyrir að hafa tekið ákvörðun; andlit hennar var sviplaust líkt og þetta veigalitla vandamál væri horfið úr huga hennar. Og þegar hún tók til máls varð honum ljóst að sú var einmitt raunin. „Eg vildi óska,“ sagði hún með rólega ómstríðri rödd sinni og ofuráherslum eins og henni var tamt, „að þú yrðir ekki svona skelkaður þegar einhver reynir að selja þér eitthvað. Eins og til dæmis maðurinn á markaðinum í dag. Var ekki hreinasti óþarfi að komast í svona mikið uppnám?“ „Uppnám, hvað áttu við?“ „Nú, var ekki ástæðulaust að <epa á hann?“ „Eg æpti ekkert á hann,“ sagði hann. „Eg brýndi varla raustina. Enda halda þeir áfram að angra mann nema maður æpi á þá.“ „Þú ættir að hunsa þá,“ sagði hún. „Hvernig get ég hunsað þá þegar þeir hanga í frakkaerminni minni?“ „Jæja þá,“ sagði hún og breytti um aðferð. „Af hverju hlærðu ekki bara? Það gera allir aðrir. Þeir hlæja bara.“ „Hvernig veistu það?“ „Eg hef séð það sjálf. Frönsku hjónin sem við sáum í Marrakesh með allan krakkaskarann utan í sér, þau hlógu bara.“ 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.