Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 129
settan loftsteinum. Og þeir eru hið
grýtta vatn sem líkist hugsun manns.
(65)
„Hún er haf sem gufar upp“. Pessu
hafi er lýst á skáldegan hátt annars stað-
ar í Bókinni og er sú lýsing undanfari
fyrstu ummyndunar sögunnar, úr bíl-
skúrshangsi í bátsferð, þetta er hugarsýn
Hugborgar, innblásin af áfengisþambi á
eiginlegu sviði sögunnar, þótt hún haldi
því sjálf fram að innblásturinn sé til
kominn af þeirri „visku sem hengdur
maður fær við að hanga með fætur frá
jörð, í lausu lofti, lyftast frá henni, til
þess að lífið fái örlitla yfirsýn og innsýn
í annan heim“ (38), og er hér vísað til
Óðins hangandi á vindgameiði, hann
hékk í níu nætur, hún hefur þegar hér er
komið sögu hangið í níu klukkutíma.
Hún hefur hangið yfir engu en hangir
nú yfir öllu. Lýsingin á hafi skáldskapar-
ins segir margt um samspil skáldskapar
og veruleika í þessari sögu — og raunar
öllum þeim sagnabálki sem Guðbergur
hefur verið að skrifa síðan hann flutti sig
frá Tanganum til höfuðborgarinnar með
nýtt fólk í hugarborginni — um leið og
stíllinn er hverfull, upphafinn og háðs-
legur í senn, bendir á sig og segir: ég er
bókmenntalegur, ég er umbúðir hvers-
dagslegrar hugsunar, effektar — en þó
ekki:
Þrjár kvakandi álftir flugu yfir
Reykjavík og stráðu með vængjun-
um og söng sínum haustblæ á götur
og torg. Þær teygðu fram hálsinn
líkar laki sem blaktir á hvítri og
sverri rá. Tunglið kom upp með
snjóföl á jörðu, til að leggja áherslu á
fegurðina og auðga hana í kvöld-
blænum. Olíuborið hafið jós und-
irdjúpunum úr sméri á yfirborðið.
Leyndin lá í augum uppi. Með sjúk-
legum hætti sóttist sjórinn eftir að
Umsagnir um bœkur
verða áþekkur gljáfægðum ógagnsæj-
um spegli, sem birtir í sér og felur í
senn mynd þess sem horfir í glerið.
Ó, hann felur djúp sín en breiðir þau
út handan við bakið, svo sá sem lítur
sér aðeins flökt, í sömu svifum og
hann flýgur í furðuheima. Andlitið
verður hugsi andspænis speglinum
og reynir að laga mynd sína með ein-
hverjum hætti áður en hann gengur á
fund annarra augna, annarrar sjón-
ar. (38)
Alftirnar mæta í því skyni einu að
skapa haustblæ. Tunglið kemur upp til
að leggja áherslu á fegurðina og tekur að
strá snjóföl á jörðina og er afskaplega
mikið í vinnunni. Og næsta setning er
fagurlega stuðluð og sýnir það sem und-
ir allri fegurðinni býr: smjör.
En af þessu jukki rís hins vegar mynd-
líking fyrir alla bókina, sama líkingin og
gaf heiti bókinni Hjartað býr enn í belli
sínum og sótt er til Platons þar sem hann
líkir jarðvist okkar við það að sitja
hlekkjaðir í helli með bakið í hellisopið
og horfa á flökt skugga eiginlegra hluta í
bjarmanum af eldinum. Hér erum við
látin horfa í spegil og það erum við sem
erum í þeim spegli og um leið annað
fólk. Og þetta fólk er alltaf að breytast,
myndin í speglinum er aldrei eins, en
alltaf við. Og meðan við sitjum og gón-
um á þennan hafspegil er sjórinn fyrir
aftan okkur að breiða út djúp sín sem
við sjáum kannski flöktið af. Kannski
skiptir það engu máli — kannski er þetta
bara smjörhaf. En þessi mynd ögrar.
Kemur okkur úr jafnvægi — andlitið
verður hugsi. Við öðlumst nýja sýn. En
við vitum ekki hver hún var.
Þetta er ástarsaga. Þetta er líka félags-
leg saga þar sem skopast er að útópísk-
um bókmenntum og sögu vinstri hreyf-
ingarinnar á íslandi er safnað saman í
117