Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 49
Stefán Jón Hafstein Kreppa í ríkisfjölmiðlun Opinber fjölmiðlun er í kreppu á íslandi. Það er hún einnig í öðrum vestrænum löndum: kreppa velferðarríkjanna kreppir að opinberri þjónustu af hvers kyns tagi, líka þeirri sem snýr að kjarna lýðræðis. Með opinberri fjölmiðlun er ekki einungis átt við þá stofnun sem Ríkisútvarpið er. Raunar er stofnuninni sjálfri alls ekki hætt — hlutverk hennar er nú endurskilgreint, og í því felst hættan. Opinber fjölmiðlun, í víðtækum skilningi, er hvers kyns opinber stuðningur við samsetningu og miðlun boða til almennings. I þessum skilningi er það sem Þjóðleikhúsið, Sinfónían og Ríkisútvarpið eiga sameiginlegt miklu mikilvægara en sú tæknilega skilgreining sem aðgreinir þessar stofnanir. Þess vegna eiga ríkisstudd dagblöð heima með þeim í flokkun yfir opinbera fjölmiðlun, þótt vald ríkisins yfir þeim sé takmarkað og tekjur þeirra frá fleiri aðiljum komnar en því, rétt eins og á við um Ríkisútvarpið. Nú u. þ. b. ári eftir að einokun Ríkisútvarpsins var hnekkt í lögum, ber að varast að láta einkastöðvar sem starfa á viðskiptaforsendum, Bylgjuna og Stöð 2, byrgja sýn til miklu víðtækari tilfærslu fjölmiðlunar í landinu frá opinberum miðlum til einkamiðla á markaðnum. Hljómtækjavæðing heim- ilanna hafði löngu fyrir daga Bylgjunnar tekið tónlistarflutning til lands- manna úr höndum embættismanna RUV og fært að peningakassa hljóm- plötuverslana. Myndbandavæðingin gerði slíkt hið sama gagnvart sjónvarp- inu. Einokun RUV var löngu aflétt áður en lögin kváðu svo á um. Svipuð þróun átti sér stað í prentmiðlun með kanínufjölgun sérrita af ýmsu tagi; dagblöðin eru ekki lengur eini vettvangur menningar- og stjórnmálaum- ræðu eins og segja má að þau hafi verið. Eg leyfi mér að fullyrða að tilkoma nýju stöðvanna, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, marki alls engin tímamót í menn- ingarsögu landsins; þær eru aðeins breytt tæknileg útfærsla á dreifingu menningarefnis sem þegar var fyrir í ríkum mæli meðal landsmanna. Fáir munu halda fram að straumhvörf hafi orðið í framboði á menningarefni með Bylgjunni og Stöð 2. Hvað var það þá sem gerðist? I fyrsta lagi verður að hafa hugfast að nýju einkastöðvarnar koma til í samhengi við miklu víðtækari yfirfærslu fjölmiðl- 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.