Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 133

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 133
inn frægur og fékk orðu fyrir góða frammistöðu. Froskmaðurinn veltir því oft fyrir sér hver hafmeyjan sé í raun og veru og spyr hana stundum að því. Hann fær t. d. þetta svar: „Eg er sú óuppfyllta ósk sem hægt er að lifa í sátt við eins og hún hefði ræst“ (67). Hann spyr hvar hún haldi til á daginn þegar hún er ekki á sundi í hafinu. „I þér“, svarar hún, „þú ert eina athvarf mitt“ (76). Froskmaðurinn ályktar með sjálfum sér að hún sé hugar- burður. En hvað er það þá sem haf- meyjan býður honum? Hún segist „ekki ætla að sýna honum kóralhallir, neðan- sjávargarða, gimsteina og dýrar perlur í skeljum heldur strjúka burt deyfðina sem var farin að setjast í kringum augun á honum vegna hins fábrotna jarðlífs". Þau eiga að rækta eyju sem þau flytja úr hugarheimi sínum í framandi jörð. „Og meðan við gróðursetjum hana verður okkur ljóst að eyjan er við sjálf. Komdu.“ (48) Hún er hliðstæða skáld- skaparins, hugsjónarinnar og draumsins. Hún er andstæða alls þess sem er jarð- neskt og forgengilegt, hún er hin and- legu verðmæti. Og froskmaðurinn er — sem froskmaður — ekki ómerkilegri en svo að það varðar heill þjóðarinnar hvort hann hlýðir kalli hafmeyjarinnar eða ekki. Meðan skrúfumálið er í al- gleymingi í sögunni teflir höfundur fram fulltrúum hinna ýmsu stjórnmálahreyf- inga sem kunna óðar hver sína skýringu á málinu. Allir eiga það sameiginlegt að hafa ekki hugmynd um hvað raunveru- lega er að og komast aldrei að kjarna málsins. Pólitískar skýringar samtímans verða marklaust blaður. Ástin og daudinn Astin kemur við sögu. Hafmeyjan leitar Umsagnir um bxkur stöðugt á huga froskmannsins. Hann er sannfærður um að hún sé frávita af ást til hans og er alls ekki ósnortinn af því. Stundum keppir hún við eiginkonuna um athygi hans og er „ber þar sem síst skyldi“. Þegar líða tekur á söguna kem- ur dularfull persóna fram á sjónarsviðið. Það er ungi maðurinn sem aldrei er nefndur annað. I sögunni er reyndar annar ungur maður, lærlingur frosk- mannsins á verkstæðinu. Persónurnar í sögunni hafa ekki nöfn, en eru bara kallaðar froskmaðurinn, hafmeyjan, eiginkonan o. s. frv. (Froskmaðurinn finnur það að vísu á sér að hafmeyjan muni heita Theolinda). Þess vegna er dálítið undarlegt að lærlingurinn skuli einu sinni vera nefndur ungi maðurinn (bls. 29) fyrst að persóna sem alltaf er kölluð ungi maðurinn kemur síðar til sögunnar. Þeir tveir virðast ekki eiga neitt sameiginlegt. Lærlingurinn er rót- tækur vinstri maður og ryður út úr sér ýmsum frösum í samræmi við það. Hann vekur ótta og vanmáttarkennd froskmannsins eins og reyndar flestar aðrar persónur sögunnar. Ungi mað- urinn er miklu geðþekkari og milli hans og froskmannsins myndast einhvers konar trúnaður og vinátta. Ungi mað- urinn rær einn á báti og tengist þannig hafinu, því sviði sögunnar sem heillar og ógnar með sínum dýrlega ilmi. Einu sinni rennur hann saman við haf- meyjuna í huga froskmannsins (en þar á hafmeyjan líka heima). Hann dreymir að hafmeyjan nálgast hann og ætlar að snerta hann. Loðin hönd dregur hann í sjóinn. Þá klofnar hafmeyjan í tvo parta og annar hlutinn er ungi maðurinn. Það vekur auk þess grunsemdir um tengsl unga mannsins við hafmeyjuna að bátur- inn hans var „sá eini sem hafði aldrei fengið í skrúfuna" (104). 121
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.