Tímarit Máls og menningar - 01.06.1987, Blaðsíða 11
Pétur Gunnarsson
Fjögrablaðasmárinn og
eitursveppurinn
i
„Megi andi Fjölnismanna svífa yfir vötnum íslands og Ijós þeirra lýsa inn
í framtíðina. . .“ þannig hljóða lokaorð í Nýjum augum, bókinni sem
Kristinn E. Andrésson vann að á banabeði.
I æviverki Kristins er Jónas Hallgrímsson uppsprettulindin — eða
öllu heldur Fjölnismenn — sú hreyfing sem Jónas Hallgrímsson var lífið
og sálin í.
Það sem gerir Fjölnismenn svo ómótstæðilega er hin glaðbeitta fram-
faratrú þeirra. Þeir eru eins og ölvaðir sáðmenn sem ausa af óþrjótandi
allsnægtum og skeyta engu hvort útsæðið lendir í gróðurmold eða
grýttri jörð. Þeir eru bjartsýni og framfaratrú nítjándu aldar lifandi
komnar:
Ekkert lýsir betur mannlegri hátign, en hvernig allir hlutir, dauðir og
lifandi, eru komnir í mannsins þjónustu. Hann temur jafnvel yfirgang og
ofurefli höfuðskepnanna og leiðir þær til að fremja sinn vilja og flýta sín-
um fyrirtækjum. Hann sækir ekki að eins, eins og í fornöld, gullið í
fylgsni jarðar og lætur hennar yfirborð bera sér fegurstu og fágætustu urt-
ir til yndis og hagsmuna og temur villudýrin, eða tekur fuglana í loftinu
og dregur að sér fiskinn úr sjónum; heldur lætur hann vind, eld og vatn
taka við úr því og vinna að því sem náttúran veitir og áður þurfti manna
hendur til. Verksmiðja sem dálítill lækur, vindblær eða hitagufa kemur í
hreyfingu, afkastar nú því sem þúsund hendur megnuðu ekki áður. Meira
að segja maðurinn veitir einni höfuðskepnu sigur yfir annarri og lætur
eina stemma stigu fyrir hinnar yfirgangi. Jörðina lætur hann varna sjón-
um að vaða upp á landið og fljótunum að streyma út úr farvegi sínum. . .
Eldinn, höfuðfjanda vatnsins, láta þeir reka skipin móti stormi og
straumi, milli boða og skerja, og hver veit hvað þess muni langt að bíða,
9