Tímarit Máls og menningar - 01.06.1987, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar
boðskap yfir endilangt lífssviðið. Enda er kjarnorkuógnin eina „hugsjón-
in“ sem virkjað hefur mannfjölda á undanförnum árum.
Vandamálið hefur dregið að sér alla hugsanlega næringu og blasir nú
við eins og ofvaxin gorkúla.
Keyrslan veldur æ gengdarlausari sóun, gengur æ nær náttúruum-
hverfinu og leysir úr læðingi tortímingaröfl sem taka til alls sem lífsanda
dregur í sólkerfmu. Á meðan vindur fram hinum hversdaglega harmleik
meirihluta mannkyns í hungri, fáfræði og pestum — mitt í vítis-
vélabruðli, afþreyingarfári og kefjandi allsnægtum minnihlutans.
Sá sem nú í aldarlok hæfi upp bjartsýnisrollu áþekka þeirri sem Fjöln-
ismenn romsuðu upp úr sér hér að framan, væri ölvaður af einhverju öðru
en hugjónaanda. Og samt hafa undur tækninnar aldrei verið stórbrotnari
og fyrir löngu komin fram úr villtustu hugarórum. Og aldrei hefur
tæknin vegið jafn eindregið að rótum þeirrar efnahagsskipanar sem
kennd er við auðvald. Eða hvað verður um launavinnu og auðmagn þegar
sjálfvirknin býður upp á framleiðslu fyrir tilstilli eintómra véla?
„Þrælarnir öðlast ekki frelsi fyrr en vefstólarnir ganga af sjálfsdáðum",
sagði Aristóteles og meinti aldrei. Nú er þetta „aldrei" löngu komið á
dagskrá og manninum stendur til boða að varpa af sér reiðingnum og
beina sjónum í djúp og himna tilverunnar — þótt voldugir hagsmunir
reyni að slá á frest eða trufla sjálfa útsendinguna.
VI
Hvað er það sem gerir að verkum að færðin á vegum tímans er svo mis-
jöfn? Eitt sinn er ferðinni heitið um sumarlönd og sólar, allt ilmar og
grær og fyrirheitið í áfangastað. í næstu andrá spólar allt fast og ferða-
langarnir tínast út á helgrindahjarnið þar sem þeir ýmist verða úti eða
koma kalnir á líkama bæði og sál til byggða.
Að ævilokum leitar Kristinn athvarfs í túninu heima, vonsvikinn og
bitur:
í túninu heima á Eskifirði þar sem ég ólst upp, var smárabreiða, fögur
og ógleymanleg. Mér var sagt að það væri gæfumerki að finna fjögurra
blaða smára, og ég leitaði og leitaði, en fann aldrei neina. Það var ekki fyrr
en síðar á ævinni sem mér auðnaðist það og þá í annarri þjóðlegri merk-
ingu. Þar á ég við Fjölnismenn. Þeir eru fjögurra blaða smárinn, gæfu-
merki íslands. (Ný augu, bls. 378)
18