Tímarit Máls og menningar - 01.06.1987, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar
arvélinni. Upp reis Frankenstein, útnefndi kommisarakapitalismann
„sósíalisma í einu landi" og hófst handa við að ryðja úr vegi kommúnist-
um hvar sem hann fann þá í „hreinsunum miklu“.
Með sefjuninni um „sósíalisma í einu landi“ er marxismanum kúplað
frá söguframvindunni og í stað þess að sundurgreina og útskýra og þróa
áfram, þá eru endalok auðvaldsskipulagsins tengd algerlega utanaðkom-
andi áhrifum: yfirburðabúskap Sovétríkjanna. Félagar! Með einu saman
lýsandi fordæmi sínu munu Sovétríkin slá vopnin úr höndum and-
stæðinganna og leggja ykkur í hendur áróðursvopnin.
í stað fræðikenningar: áróður!
Marxisminn hefur aldrei fengið aftur það jarðsamband sem hann hafði
fyrir fyrra stríð. Marx og Engill vöktu yfir hverju tannhjóli í samfélags-
gangverkinu og minnsta rykkorn varð þeim umhugsunarefni. Nú geta
aftur á móti skepnur á borð við atómsprengju og tölvur skotið upp koll-
inuin án þess að koma fram á mælum fræðikenningarinnar. Frá og með
Stalín lýtur sósíalismi ekki lögmálum heldur tilskipunum og þar af leið-
andi engum hlutlægum skilyrðum. Og áhrifa stalinismans gætir enn í
dag að því leyti sem sósíalismi virðist vera algerlega huglægt fyrirbæri
og jafn vel Eþíópía getur kallað sig sósíalíska og Mengistu hungurstjóri
titlað sig marxista!
V
Ef til er regla í mannlífsverkinu, þáerþað áreiðanlega viðsnúningurinn.
í eina tíð áttu vinstrimenn sterkar fyrirmyndir, flennivísa sem bentu
inn í Framtíðina: Sovétríkin, Kína. . . Nú er Ijóst að vísað var í botn-
langa og vinstrimenn standa uppi fyrirmyndarlausir. Aftur á móti hafa
hægrimenn eignast sín fyrirmyndarríki: Fiong-Kong, Suður-Kóreu, Ta-
iwan, jafnvel Chile.
í þessum ríkjum ku hver fjármagnseining skila mestum arði og það
dugir til að nýfrjálshyggjumenn geri þau að aðdráttarafli fyrir kenningar
sínar, jafnvel þótt þjóðir sem þessi lönd byggja búi við stjórnarfar sem er
skefjalítið í ágengni við þegna sína og fótumtraðki þær skorður sem sam-
tök verkalýðs reyna að reisa við óheftum framgangi auðvaldsaflanna.
Nú þegar sér í botn á auðlindum jarðar og hið áhyggjulausa bruðl
heyrir fortíðinni til, ráðast hægrimenn gegn félagslegri þjónustu:
menntabáknið burt, sjúkrasamlagið á sölulista. . . en vandinn er bara að
þar sem þessari félagslegu þjónustu er til að dreifa er hætt við að af afnám
16