Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1987, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1987, Blaðsíða 5
Jakob Benediktsson Fyrir fjörutíu árum Ritstjóri Tímaritsins hefur mælst til þess að ég rifjaði upp einhver minn- ingaslitur frá þeim árum þegar ég átti að heita framkvæmdastjóri Máls og menningar. Síðan eru nú liðnir fjórir áratugir og margt sem þá gerðist er mér úr minni liðið. Eitt er þó víst, að þetta starf, sem aldrei átti að vera til annars en bráðabirgða, varð áhrifadrýgra fyrir starfsferil sjálfs mín en fyrir Mál og menningu. Það er nefnilega öldungis óvíst að ég hefði snúið heim frá Kaupmannahöfn nema vegna þess að eftir því var leitað að ég tæki að mér þetta starf hjá félaginu. Vitaskuld var það Kristinn E. Andrésson sem spandi mig heim, hann var nú einusinni sá sem mestu réð um hag félagsins bæði þá og síðar. Hann þurfti á manni að halda til að hlaupa í skarðið fyrir sig um sinn árið 1946. Á hann höfðu hlaðist pólitísk störf, fyrst þingmennska 1942-Á6, síðan ritstjórn Þjóðviljans frá því snemma árs 1946, auk starfa hans fyrir Mál og menningu. En þar að auki var honum í mun að ljúka bók sinni um íslenskar nútímabókmenntir og þurfti því að losna undan amstrinu á vegum félagsins, að minnsta kosti í bili. Ekki veit ég hvers vegna Kristinn sótti svo fast að fá mig í þetta starf. Við höfðum að vísu kynnst lítillega sumarið 1939 og þó frekar á útmán- uðum 1940, þegar Kristinn var í Kaupmannahöfn um tveggja mánaða skeið, en þaðan var hann nýfarinn til Svíþjóðar þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku og komst síðan heim eftir miklum krókaleiðum. Sumarið 1939 kom reyndar fyrir spaugilegt atvik sem tengdi mig með sérstæðum hætti við Mál og menningu. Við hjónin vorum þá í sumar- leyfi á íslandi, lengst af norður í Skagafirði. Gamall kunningi minn og vinur Jónasar frá Hriflu bar mér þau boð frá Jónasi að ég skyldi hitta hann áður en ég færi úr landi. Mér kom þetta á óvart, því að þau ein höfðu áður orðið samskipti okkar að Jónas hafði á ráðherraárum sínum sagt við mig að hann teldi mér helst hæfa að verða fríkirkjuprestur á Eskifirði. En nú var annað uppi á teningnum. Erindi hans var að bjóða 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.