Tímarit Máls og menningar - 01.06.1987, Blaðsíða 14
Tímarit Máls og menningar
Utan við þá voldugu bókmenntahreyfingu, sem hafin er, getur ekkert
skáld staðið sem ætlar sér nokkra framtíð. . . í sögu bókmenntanna hafa
farið fram hlutverkaskipti. Skáld verkalýðshreyfingarinnar hafa tekið þar
við forustunni og þau eiga framtíðina. . . Máttugra og glæsilegra tímabil
en nokkru sinni hefur áður þekkst er að rísa í bókmenntum heimsins.
(KEA, Ný bókmenntastefna, 1935)
Borgarastéttin hefur misst allt sögulegt frumkvæði og er alls staðar
fjötur á söguþróuninni. Hún er stödd á grafarbakkanum og einasta
skylda „rithöfundarins í dag“ að afhjúpa hana og hjálpa til við að stjaka
henni alveg ofan í.
En þess í stað var það borgarastéttin sem skellti heiminum ofan í gröf-
ina: valdataka nasista í Þýskalandi 1933, innlimun Austurríkis 1934,
innrás Mussolinis í Abessiníu 1935, samtök afturhaldsins um að kæfa
lýðræðið á Spáni 1936, árás Japana á Kína 1937, innrás nasista í Tékkós-
lóvakíu 1938 og Heimsstyrjöldin. . .
III
Sá heimur sem kemur út úr Heimsstyrjöldinni síðari er gjörbreyttur:
Bandaríkin standa yfir höfuðsvörðum afgangsins af veröldinni (þau
misstu sex óbreytta borgara í öllu stríðinu), gömlu auðvaldsríkin orðin
að dvergum og átakspunkturinn á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
sem þó voru rjúkandi rúst að loknu stríði. Uppskipti hnattarins í valda-
svæði og Kaldastríðið miða að því að negla niður „ríkjandi ástand" í eitt
skipti fyrir öll. Hér heima var ekki fyrr búið að stofna sjálfstætt íslenskt
lýðveldi en Bandaríkin stungu því í rassvasann dyggilega studdir af inn-
lendum valdamönnum sem þurftu að tryggja sig fyrir alþýðuvöldum og
opna matarholur fyrir sjálfa sig.
„í dag erum vér alt fremur en sjálfstætt íslenskt lýðveldi. Vér erum
umfram alt hluti afathafnasvæði erlends hers, ófullvalda ríki, hertekið af
ríkisher úr framandi heimsálfu," segir Halldór Laxness í ræðu haldinni á
Þingvöllum árið 1952.
1956 er komið að afhjúpun Stalíns og „atburðunum í Ungverjalandi":
„Við sem fyrir mannsaldri síðan eygðum dögun nýs lífs og nýrrar verald-
ar í rauðum bjarma hinnar rússnesku verkalýðsbyltingar, sitjum aftur í
myrkrinu, myrkri svika og lyga, morðs og blekkingar," skrifaði Steinn
Steinarr.
12