Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1987, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1987, Page 20
Tímarit Máls og menningar boðskap yfir endilangt lífssviðið. Enda er kjarnorkuógnin eina „hugsjón- in“ sem virkjað hefur mannfjölda á undanförnum árum. Vandamálið hefur dregið að sér alla hugsanlega næringu og blasir nú við eins og ofvaxin gorkúla. Keyrslan veldur æ gengdarlausari sóun, gengur æ nær náttúruum- hverfinu og leysir úr læðingi tortímingaröfl sem taka til alls sem lífsanda dregur í sólkerfmu. Á meðan vindur fram hinum hversdaglega harmleik meirihluta mannkyns í hungri, fáfræði og pestum — mitt í vítis- vélabruðli, afþreyingarfári og kefjandi allsnægtum minnihlutans. Sá sem nú í aldarlok hæfi upp bjartsýnisrollu áþekka þeirri sem Fjöln- ismenn romsuðu upp úr sér hér að framan, væri ölvaður af einhverju öðru en hugjónaanda. Og samt hafa undur tækninnar aldrei verið stórbrotnari og fyrir löngu komin fram úr villtustu hugarórum. Og aldrei hefur tæknin vegið jafn eindregið að rótum þeirrar efnahagsskipanar sem kennd er við auðvald. Eða hvað verður um launavinnu og auðmagn þegar sjálfvirknin býður upp á framleiðslu fyrir tilstilli eintómra véla? „Þrælarnir öðlast ekki frelsi fyrr en vefstólarnir ganga af sjálfsdáðum", sagði Aristóteles og meinti aldrei. Nú er þetta „aldrei" löngu komið á dagskrá og manninum stendur til boða að varpa af sér reiðingnum og beina sjónum í djúp og himna tilverunnar — þótt voldugir hagsmunir reyni að slá á frest eða trufla sjálfa útsendinguna. VI Hvað er það sem gerir að verkum að færðin á vegum tímans er svo mis- jöfn? Eitt sinn er ferðinni heitið um sumarlönd og sólar, allt ilmar og grær og fyrirheitið í áfangastað. í næstu andrá spólar allt fast og ferða- langarnir tínast út á helgrindahjarnið þar sem þeir ýmist verða úti eða koma kalnir á líkama bæði og sál til byggða. Að ævilokum leitar Kristinn athvarfs í túninu heima, vonsvikinn og bitur: í túninu heima á Eskifirði þar sem ég ólst upp, var smárabreiða, fögur og ógleymanleg. Mér var sagt að það væri gæfumerki að finna fjögurra blaða smára, og ég leitaði og leitaði, en fann aldrei neina. Það var ekki fyrr en síðar á ævinni sem mér auðnaðist það og þá í annarri þjóðlegri merk- ingu. Þar á ég við Fjölnismenn. Þeir eru fjögurra blaða smárinn, gæfu- merki íslands. (Ný augu, bls. 378) 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.