Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2015, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 30.04.2015, Qupperneq 4
30. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 VÍSINDI „Það kemur þarna í ljós að vísindastarf í landinu er veru- lega fjárvana,“ segir Magnús Karl Magnússon, forseti læknadeildar Háskóla Íslands. „Vísindasamfélaginu hefur fund- ist að þessi grein hafi verið fjár- svelt þrátt fyrir að opinberar tölur um framlög til vísinda og rannsókna hafi þótt sæmilegar frá árinu 2000, um 2,5 prósent til þrjú prósent af vergri landsframleiðslu.“ Magnús segir að eftir að Hag- stofan hafi tekið við útreikningum á fjárframlögum til vísinda hafi nýlegir útreikningar sýnt fram á að greinin er verulega fjársvelt og fyrri útreikningar verið skakkir. „Það kemur þarna í ljós að um þriðjungur fjármagnsins hefur ekki verið til staðar. Þetta þýðir að um rúmlega 100 milljarða króna skekkju er að ræða yfir síðastliðinn áratug,“ sagði hann. Viðmið margra þjóða er að fjár- framlög til vísinda og rannsókna nemi minnst þremur prósentum af vergri landsframleiðslu og það er það markmið sem Vísinda- og tækniráð hefur sett sér fyrir árið 2016. Magnús segir að til þess að ná þessum markmiðum þurfi einfald- lega meira fjármagn og meiri fjár- festingu auk þess sem endurskoða þurfi alla umgjörð fjármögnunar. Hann bendir á að háskólar og rann- sóknarsjóðir á Íslandi séu verulega fjársveltir í samanburði við önnur samanburðarríki. Unnur Brá Konráðsdóttir, for- maður allsherjar- og menntamála- nefndar, segir að það þurfi að kanna málið betur og að þau muni hlusta eftir ráðleggingum Vísinda- og tækniráðs í þeim efnum. - srs ...vísinda- starf í landinu er verulega fjárvana... Magnús Karl Magnússon, forseti læknadeildar Háskóla Íslands. VIÐSKIPTI Hluthafar í Borgun fengu greiddar 800 milljónir króna í arð vegna síðasta rekstr- arárs. Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, segir arðgreiðsluna nema rétt rúmlega 50 prósentum af hagnaði félagsins á síðasta ári. „Það tekur hluthafana í Eignar- haldsfélaginu Borgun ellefu ár að fá kaupverðið til baka miðað við þessa arðgreiðslu,“ segir Haukur í samtali við Fréttablaðið. Fréttir af arð- greiðslunum vekja athygli vegna þess að á síðasta ári seldi Lands- bankinn 31,2 prósenta hlut í Borgun. Borg- un var ekki aug- lýst til sölu og kaupandinn var Eignarhaldsfélagið Borgun. Það félag er meðal annars í eigu Stál- skipa ehf., Péturs Stefánssonar ehf., og P 126 ehf. Það hefur líka vakið athygli að Einar Sveinsson, föður bróðir Bjarna Benedikts- sonar fjármálaráðherra, er eig- andi síðastnefnda félagsins. Eign- arhaldsfélagið Borgun greiddi 2,2 milljarða króna fyrir hlutinn í Borgun, en á þessari stundu ligg- ur ekki nákvæmlega fyrir hvern- ig kaupverðið var fjármagnað. Hins vegar liggur fyrir að hlut- ur Eignarhaldsfélagsins í arðin- um nemur 250 milljónum króna. Að frádregnum fjármagnstekju- skatti munu þeir svo fá 200 millj- ónir í sinn hlut. Sigríður Mogensen hagfræð- ingur segir það vera lykilatriði að fá upp á borð hvernig staðið var að fjármögnun. „Lykilatriði til að átta sig á því hvort þessi arð- greiðsla sé eðlileg er að fá upp á borð hvernig kaupin áttu sér stað, hvernig þau voru fjármögnuð, hvert eiginfjárframlagið var af hálfu eigenda eignarhaldsfélags- ins,“ segir Sigríður í samtali við Fréttablaðið. Hún bendir á að þar sem um er að ræða eignarhalds- félag með takmarkaða ábyrgð þá taki menn ekki mikla áhættu ef hlutirnir fara ekki vel en hagnast mjög mikið með arðgreiðslum og hækkun á virði hlutarins. „Til þess að geta metið hvort þessi arðgreiðsla er eðlileg og í takti við eðlilega arðsemi af eigin fé þá þarf að koma upp á yfirborðið hvert eiginfjárfram- lag kaupendanna var og hvern- ig hluturinn var fjármagnaður,“ segir Sigríður. Það þurfi að upp- lýsa hvort Landsbankinn veitti seljendalán, hvort aðrir íslensk- ir bankar hafi fjármagnað eign- arhaldsfélagið eða hvort kaupin hafi verið greidd að fullu með eigin fé. „Öllum þessum spurningum er ósvarað. Ástæðan fyrir því að fólk á rétt á að fá þessar upplýs- ingar er að þetta er banki í eigu þjóðarinnar. Mjög mikil verð- mæti skiptu um hendur fyrir nokkrum mánuðum og það virð- ist vera góð arðsemi í félaginu sjálfu. Nú er verið að greiða þessa stóru arðgreiðslu sem er í stóru hlutfalli við eigið fé Borgunar þá finnst mér ekki neitt annað koma til greina en að það verði upplýst hvernig þessi kaup áttu sér stað,“ segir Sigríður, en eigið fé Borg- unar nam í árslok rúmum fjórum milljörðum króna. Þá segir Sigríður að þessi arð- greiðsla og hagnaður félagsins sýni að Landsbankinn hafi selt fyrirtækið á of lágu verði. jonhakon@frettabladid.is Lykil- atriði til að átta sig á því hvort þessi arðgreiðsla sé eðlileg er að fá upp á borð hvernig kaupin áttu sér stað… Sigríður Mogensen, hagfræðingur. Fá 250 milljónir í sinn hlut Átta hundruð milljóna króna arðgreiðsla Borgunar nemur 50 prósentum af hagnaði síðasta árs. Nýir hluthafar fá 250 milljónir. Hagfræðingur segir að upplýsa þurfi hvernig staðið var að kaupum nýju hluthafanna. HAUKUR ODDSSON forstjóri Borgunar BORGUN Hagfræðingur segir að fyrirtækið hafi verið selt of lágu verði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Prófessor við Háskóla Íslands segir að útreikningar vegna framlaga til vísinda hafi verið skakkir: Skekkja í framlögum upp á 100 milljarða ORKUMÁL Landsnet og verktakafyrirtækið Ístak undirrituðu í gær samning um lagningu jarðstrengs milli Fitja og Helguvíkur. Miðað er við að framkvæmdum verði að fullu lokið í haust. Samningurinn hljóðar upp á tæplega 228 milljónir króna. Strax verður hafist handa við undirbúning og slóðagerð í Helguvík og standa vonir til að hægt verði að byrja að grafa fyrir jarðstrengnum í næstu viku, segir í tilkynn- ingu frá Landsneti. Undirbúningur verkefnisins hófst síðastliðið haust í framhaldi af samningi um flutning raf- orku til kísilvers United Silicon sem kveður á um að tengingin verði tilbúin 1. febrúar 2016. Strengurinn mun tengja saman Stakk, nýtt tengivirki Landsnets í Helguvík sem nú er í byggingu, og tengivirki félagsins á Fitjum. Hann er gerður fyrir 132 kílóvolta (kV) spennu og verður 8,5 km langur. Samið var við þýska fyrirtækið Nexans um framleiðslu strengsins og mun það jafnframt sjá um allar tengingar. - shá Landsnet og Ístak semja um lagningu strengs milli Fitja og Helguvíkur: Jarðstrengur tilbúinn í haust SAMIÐ Guðmundur Ingi Ásmundson, forstjóri Landsnets, og Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Ístaks, handsala samning. MYND/LANDSNET LEIÐRÉTTING Í gær var birt frétt um rannsóknir sem kynntar verða á afmælisfundi Heila- heilla á laugardaginn og greint frá því að heilablóðföllum hafi fækkað um helming. Elías Ólafsson vill koma því á framfæri að ekki hafi verið gerðar nægilega nákvæmar rannsóknir á tíðni heilablóðfalla áður, til þess að hægt sé að halda þessu fram. Rannsókn á tíðni slags á Íslandi birtist í tímaritinu Stroke árið 2013. Rannsóknin var gerð af Ágústi Hilmarssyni, Elíasi Ólafssyni og Ólafi Kjartanssyni og sýnir að fjöldi Íslendinga sem fær slag á hverju ári er svipaður og í rannsóknum frá Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum. Tíðni slags, á öllu landinu, hefur ekki verið metin áður og því er ekki hægt að fullyrða að tíðni slags á Íslandi hafi minnkað. SAMKEPPNISMÁL Kærunefnd útboðsmála hefur lagt fyrir fjár- málaráðuneytið að bjóða út inn- kaup á flugfarmiðum til og frá Íslandi. Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu, í kjölfar kæru WOW air, að ráðuneytið hafi ekki keypt flug- farmiða í samræmi við innkaupa- ferli sem eru tilgreind í lögum um opinber innkaup. Skúli Mogen- sen, forstjóri WOW air, fagnar úrskurðinum. „Félagið mun nú vonandi fá tækifæri til að bjóða í innkaup ríkisins. Afleiðing þess mun án efa verða mikill fjárhags- legur ábati fyrir ríkissjóð og þar með fyrir okkur öll.“ - srs Úrskurður kærunefndar: Gert að bjóða út innkaup FAGNAR Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, er ánægður með úrskurðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS Uniq 4202 Glæsilega hannaður og vandaður sturtuklefi. Auðveldur í uppsettningu FRÁBÆR GÆÐI / GOTT VERÐ „Verður fólk á Akureyri alveg úti að aka í sumar?“ „Nei, við verðum bara sólarmegin í lífinu.“ Matthías Rögnvaldsson er forseti bæjar- stjórnar Akureyrar, en svo gæti farið að strætisvagnar á Akureyri leggi niður störf í einn mánuð í sumar vegna manneklu. Ekki hefur tekist að ráða vagnstjóra í afleysingar í sumar. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 8 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 D -1 3 C C 1 6 3 D -1 2 9 0 1 6 3 D -1 1 5 4 1 6 3 D -1 0 1 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 8 0 s _ 2 9 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.