Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2015, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 30.04.2015, Qupperneq 32
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir TIBRA.IS Bergrós mun kynna flíkur sínar í hannyrðaversl- uninni Rokku í Fjarðar kaupum um miðjan maí. Nán- ari upplýsingar um það koma síðar á www.tibra.is Þegar ég var barn bjó ég á Ísafirði í gömlu reisulegu húsi við Hafnar-stræti sem var alltaf kallað græna húsið. Á sama tíma bjó Vilborg Halldórs- dóttir þar og samdi ljóðið „Mér finnst rigningin góð“ sem síðar var gert ódauð- legt af hljómsveitinni Síðan skein sól. Þetta fannst mér alltaf afar merkilegt og hef sagt þessa sögu oft í gegnum tíðina,“ segir Bergrós sem ákvað einn daginn að yrkja sitt eigið ljóð um rigninguna en þó ekki með pennann að vopni heldur prjón- ana. Úr varð peysan Rigning. Bergrós er afkastamikill prjónahönn- uður og vann um tíma sem aðalhönnuður hjá ÍSTEX við blaðið LOPA. Í dag starfar hún sjálfstætt og rekur vefverslunina Tíbrá þar sem hún selur uppskriftir sínar. „Langflest sem ég bý til hefur með einhverjar sögur að gera,“ segir Bergrós sem nýtir ljóð, frásagnir, tilfinningar sem hún hefur upplifað og minningar úr æsku í verk sín. „Ég hugsa peysurnar mínar oft sem ljóð eða sögur og yrki þær beint í lopann. Líkt og með ljóðin er maður að færa hugmynd úr höfðinu niður í annað efni sem næsti maður skilur,“ segir Berg- rós sem kemur úr ljóðelskri ætt. Þegar Bergrós sest niður og prjónar hugmyndir sínar í lopann þarf hún sjaldan að gera margar tilraunir. „Hugmyndir mínar eru tilbúnar í höfðinu á mér áður en þær fara í gegnum hendurnar og prjón- ana,“ segir Bergrós, sem gengur alltaf með margar hugmyndir í maganum. „Þegar ég kem þeim loks á prjónana þá er ég búin að móta þær í huganum mjög lengi.“ Bergrós segir algengt að eitt verk leiði af sér annað. Þannig fæddist peysan Logn í kjölfar Rigningar. „Lognið hefur alltaf haft djúpstæð og öflug áhrif á mig og ég læt lokkast af logni eins og mýfluga af mykjuskán. Ég ræð mér ekki fyrir kæti þegar lognið leggst yfir. Því lognið er ekki bara í loftinu svífandi í kringum okkur, það er í sjónum líka, ögrandi og seiðandi sést það spegla sig í letilegum vatns- fletinum sem leyfir manni að trúa því að ævintýri sé að hefjast,“ segir Bergrós um þessa flík. Bergrós telur ekki mjög erfitt að prjóna peysurnar Rigningu og Logn. „Þær eru mjög einfaldar fyrir utan mynstrið sem er pínu áskorun fyrir byrjendur,“ segir Bergrós, sem reynir þó alltaf að hafa prjónakonuna í huga þegar hún hannar mynstur. „En maður má ekki van- treysta prjónakonunni og það má alveg ögra. Ég heyrði til dæmis af gamalli konu sem prjónaði uppskrift eftir mig sem heitir Mósaík. Hún var 84 ára gömul og sagði að sér hefði fundist svo gaman að prjóna þessu peysu því hún hefði fundið það eftir á að heilasellunum hefði fjölgað,“ segir Bergrós glaðlega. ■ solveig@365.is YRKIR Í LOPANN PRJÓNAHÖNNUN Nýjustu peysur prjónahönnuðarins Bergrósar Kjartans- dóttur heita Rigning og Logn. Bergrós líkir peysunum sínum stundum við ljóð og kveikjan að Rigningu var einmitt frægt ljóð Vilborgar Halldórsdóttur. BERGRÓS KJARTANS- DÓTTIR RIGNING Peysan Rigning er ljóð Bergrósar Kjartansdótt- ur sem hún samdi í lopa undir áhrifum frá ljóðinu „Mér finnst rigningin góð“. LOGN Lognið kom á eftir rigningunni og er á svipuðum nótum. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Stuttermabolir Kr. 3.900.- Str. 40-56/58 Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my styleStærðir 38-52 Smart föt, fyrir smart konur Netverslun á tiskuhus.is 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 8 0 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 F -3 7 D C 1 6 3 F -3 6 A 0 1 6 3 F -3 5 6 4 1 6 3 F -3 4 2 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 8 0 s _ 2 9 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.