Fréttablaðið - 30.04.2015, Page 36

Fréttablaðið - 30.04.2015, Page 36
FÓLK|TÍSKA BOMBERJAKKINN FYRIR SUMARIÐ STÆLLEGUR OG TÖFF Holly- wood-myndir eins og Top Gun gerðu sitt til að auka vinsældir bomberjakkans. Herinn hætti að nota G-1-jakkann árið 1978 þar sem hann átti gífurlegum vinsældum að fagna meðal almennings. TÍSKA Fóðraðir mittis- jakkar eða „bomber- jakkar“ sem áttu miklum vinsældum að fagna á tíunda áratugnum hafa átt gott „kombakk“ eins og fleira frá þessum árum. Á götum tísku- borga eins og Mílanó, Parísar og New York eru þeir paraðir jafnt við grófa skó og gallabuxur sem sparikjóla og þá hafa ýmsar útfærslur af bomberjakkanum sést á tískupöllunum. Saga bomberjakkans teygir sig þó lengra aftur en til tíunda áratugarins, hann á rætur sínar að rekja til fóðraðra leðurjakka flugmanna í fyrri heims- styrjöldinni sem þurftu eitthvað hlýtt í opnum flugvélunum. Í seinni heimsstyrjöldinni lét bandaríski herinn hanna fóðraðan leðurjakka (G-1) á flugmenn sína sem átti svo miklum vin- sældum að fagna meðal almennings að herinn hætti að nota þá árið 1978. Hollywood-myndir eins og Top Gun gerðu sitt til að auka vinsældir bomber jakkans sem þótti stællegur og töff. Leðrið vék síðar fyrir ný- móðins efnum og í dag eru bomberjakkarnir úr næloni, grænir, gráir eða svartir með appel- sínugulu fóðri og eru afar vinsælir. FRJÁLSLEGT Études hannaði sína útfærslu á bomber- jakkanum. HRESSILEGUR LITUR Appelsínu- gult fóður einkennir nælonbomberjakkana sem tóku við af fóðr- uðu leðurjökkunum. Dries Van Noten notar appelsínugula litinn á meira. FÓTBOLTA- LÚKK Bomberjakki með fótbolta ívafi frá Supreme. SUMARDRESS- IÐ Í ÁR? Rúllu- kragabolur, peysa og hlý húfa við bomberjakkann gæti vel verið sumardressið í ár hér á Íslandi ef fram heldur sem horfir með veðrið. PILS, VARALITUR OG HÆLASKÓR Acne eir eitt þeirra tískufyrirtækja sem útfært hafa bomber- jakkann. Með því að nota hann við spariskó og pils hent- ar jakkinn fullkomlega við sparileg tækifæri. NORDIC PHOTOS/GETTY GRÓF PEYSA OG RIFNAR GALLABUXUR Töffheit hafa allt- af fylgt bomber- jakkanum. w w w .s u p er b ee ts .i s - vi te x. is Rauðrófu kristall Betra blóðflæði - Betri heilsa Superbeets Nitric Oxide allt að 5 sinnum öflugra 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Nitric Oxide Nóbelsverðlaun 1998 Sameind ársins 1992 Uppgötvun á Nitric Oxide var upphafið á framleiðslu rislyfja Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum NÝTT w w w .z en b ev .i s - U m b o ð : v it ex e h f Betri og dýpri svefn Engin eftirköst eða ávanabinding Melatónin Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is úr graskersfræjum ZenBev - náttúrulegt Triptófan Vísindaleg sönnun á virkni sjá vitex.is Tvær bragðtegundir sítrónu og súkkulaði Melatónín er talið minnka líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini sjá vitex.is Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 8 0 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 E -0 0 C C 1 6 3 D -F F 9 0 1 6 3 D -F E 5 4 1 6 3 D -F D 1 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 8 0 s _ 2 9 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.