Fréttablaðið - 30.04.2015, Síða 38

Fréttablaðið - 30.04.2015, Síða 38
KYNNING − AUGLÝSINGLyftarar FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 20152 Upplýsingar um Vélaborg og notuðu tækin má finna á vefsíðu okkar www.velaborg.is og á facebook.com/velaborg Lyftararallýið í fyrra var fyrsta keppnin sem við héldum en hún verður nú haldin árlega. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson. Starfsmenn Vélaborgar hafa áratuga reynslu í meðhöndl-un og sölu lyftara og vöru- húsatækja. Hjá Vélaborg vinna 25 manns sem hafa það sameigin- lega markmið að viðskiptavinur- inn sé alltaf í fyrsta sæti. Ingimar Ingimarsson er sölumaður lyft- ara og lyftitækja hjá Vélaborg og við hittum hann að máli í húsnæði Vélaborgar að Járnhálsi 2. Hvaða vörur eruð þið með hjá Vélaborg? „Í lyfturum og lyftitækjum erum við með þýska gæðamerkið Junghein- rich. Það byggir á rúmlega 60 ára reynslu í smíði lyftara og lyftitækja. Þessi reynsla hefur skilað þeim í fremstu röð meðal lyftarafram- leiðenda í heiminum. Í dag er Jung- heinrich þriðji stærsti lyftarafram- leiðandinn í heiminum og hefur verið margverðlaunaður í gegnum árin fyrir gæði, endingu og hönnun lyftitækja.“ Hvað ber að hafa í huga þegar nýir lyftarar eru keyptir? „Það sem þarf að gera fyrst er að skilgreina þörfina og því er gott að ráðfæra sig við sérfræðinga okkar. Meðal þess sem er gott að hafa í huga er lyftihæð, lyftigeta, keyrslu- lengd, gólffletir, hitastig og fleira. Þá er nauðsynlegt að líta á gæðin. Það er alltaf hægt að kaupa ódýr tæki sem endast stutt en ef tæki eiga að endast verða tveir þættir að vera fyrir hendi, þ.e. vandað tæki og reglulegt viðhald, hvort tveggja sem Jungheinrich og Vélaborg hafa upp á að bjóða.“ Hvað með notuð tæki? „Við tökum notaða lyftara upp í nýja lyftara og seljum aftur. Þá hefur verið talsvert um það að við- skiptavinir kaupi notuð lyftitæki frá Evrópulöndunum í gegnum Vélaborg. Jungheinrich rekur sér- stakt verkstæði þar sem gerðir eru upp notaðir lyftarar. Þaðan er hægt að kaupa tvenns konar notuð tæki; tæki með yfirförnum batteríum og tæki sem eru algjörlega endurbyggð og hafa fengið nýtt líf. Það er því allt- af hægt að finna tæki við hæfi, notað sem nýtt. Við eigum svo alltaf ein- hver tæki til sölu hér á Járnhálsin- um. Upplýsingar um notuðu tækin má finna á vefsíðu okkar www.vela- borg.is og Face book-síðu okkar www.facebook.com/velaborg.“ Hverjir eru viðskiptavinir Vélaborgar? „Við þjónum allri vélaflórunni hjá Vélaborg. Hjá Jungheinrich hafa það alltaf verið vöruhúsatækin sem seljast mest; brettatjakkar, staflar- ar, tínslutæki og lyftarar. Það hefur hins vegar bæst talsvert við af við- skiptavinum úr sjávarútvegin- um. Hann gerir sífellt meiri kröfur um gæði og endingu og hefur því í auknum mæli snúið sér að gæða- merkjum eins og Jungheinrich.“ Ekki bara sérfræðingar í vöruhúsum Lyftarar og vöruhúsatæki eru á meðal þess sem Vélaborg sérhæfir sig í. Fyrirtækið býður upp á gæðamerkið Jungheinrich sem byggir á 60 ára reynslu og er í fremstu röð lyftaraframleiðenda í heiminum í dag. Vélaborg er einnig með öfluga varahlutaverslun. „Í lyfturum og lyftitækjum erum við með þýska gæðamerkið Jungheinrich,” segir Ingimar Ingimarsson, sölumaður lyftara og lyftitækja hjá Vélaborg. MYND/GVA Ég setti upp nokkrar þraut-ir og bjó til stóran veltipét-ur á gaffalinn, þar sem kepp- endur áttu að velta legukúlu gegn- um ákveðna leið og í mark. Í þeirri þraut voru keppendur á rafmagns- lyftara með snúningi en þegar átti að stafla upp körum á sem stystum tíma voru keppendur á dísillyft- ara. Þrautirnar voru auðvitað dálít- ið tengdar fiskiðnaðinum, enda fór keppnin fram í Grindavík,“ segir Magnús Jón Björgvinsson hjá Kraft- vélum en hann stóð að lyftararallýi á bæjarhátíðinni Sjóaranum síkáta í Grindavík í fyrra. Keppnin vakti stormandi lukku þrátt fyrir leiðindaveður. „Við þurft- um að færa keppnina inn og fækk- uðum þrautunum eitthvað.“ Um tuttugu manns skráðu sig til leiks, frá flestum fyrirtækjum á svæðinu og allir skemmtu sér vel. „Þetta var mjög skemmtilegt og mikið fjör. Lyftararallýið í fyrra var fyrsta keppnin sem við héld- um en hún verður nú haldin ár- lega. Ég ætla líka að fara hring- inn um landið í sumar og setja upp þrautabrautir og fá fólk sem vinn- ur á lyftara til að lyfta sér aðeins upp. Þetta er bara svo skemmti- legt. Svona uppákomur krydda til- veruna,“ segir Magnús. Reynir á útsjónarsemi Skilyrði til þátttöku í lyftararallýi eru að sjálfsögðu lyftararéttindi en Keyrðu niður keilur í bráðræði Magnús Jón Björgvinsson stóð fyrir lyftararallýi á bæjarhátíðinni Sjóaranum síkáta í Grindavík í fyrra. Hann segir keppnina hafa reynt á þolinmæði og útsjónarsemi keppenda og bráðræði hafa helst orðið mönnum að falli. Allt var þó til gamans gert. Kristinn Gunnarsson hjá Gjögri ehf. stóð uppi sem sigurvegari keppninnar í fyrra og fékk afhentan bikar úr hendi Magnúsar Jóns Björgvinssonar sem setti þrautirnar saman. MYND/KRAFTVÉLAR Veltipéturinn stóð í mörgum keppendum en þrautin reyndi talsvert á þolinmæð- ina. Magnús setti saman fjölbreytta þrautabraut sem keppendur fóru í gegnum, bæði á dísil- og rafmagnslyfturum. Meðal þrauta var að stafla upp fiskikörum á sem stystum tíma. Hvernig er háttað sölu á aukabúnaði fyrir lyftara? „Við seljum allan aukabúnað á lyft- ara. Hjóldrifnir sópar framan á lyft- ara frá Smart Sweep eru t.d. algjör snilld. Þeir hafa engar vökvateng- ingar en soga allt sem fyrir verð- ur upp í skúffuna. Við erum til að mynda nýkomnir með umboð fyrir finnskar stafrænar vogir sem eru tengdar við glussakerfi lyftara og ámoksturstækja. Þetta eru ótrú- lega nákvæmar vigtar og einfald- ar í uppsetningu á nýja sem notaða lyftara og á mjög sanngjörnu verði. Við vorum líka að fá sendingu með galvaníseruðum gámasliskjum sem þola 6,5 tonna þunga og mannkörf- um sem einfaldlega er rennt upp á gafflana og rúma tvo menn.“ Hvernig þjónustu viljið þið veita? „Við rekum mjög öfluga varahluta- verslun sem hefur á að skipa ein- vala liði með áratuga reynslu úr varahlutabransanum. Enn frem- ur rekum við mjög öflugt verkstæði með sérþjálfuðum viðgerðarmönn- um úr bæði vinnuvéla- og lyftara- geiranum. Hér á bæ leggja menn sig fram um að aðstoða alla sem til okkar leita hvort sem menn eru með tæki frá okkur eða öðrum framleiðend- um. Við búum yfir mikilli reynslu hvort sem er á sviði varahluta- eða viðgerðaþjónustu og viljum gjarn- an miðla henni til þeirra sem þess þarfnast.“ hvað þarf annars að hafa til brunns að bera? „Þessi keppni reynir bæði á tækin og ökumanninn. Keppendur þurfa að búa yfir útsjónarsemi, þol- inmæði og rökhugsun. Sérstaklega þurfti mikla þolinmæði við veltipét- urinn,“ segir Magnús. „Bráðræði varð mönnum helst að falli í rallýinu í fyrra, menn flýttu sér of mikið og keyrðu niður keilur í brautinni. Veltipéturinn reynd- ist líka mörgum erfiður og sá sem stóð uppi sem lyftarameistari eftir keppnina var einmitt sneggstur með þá þraut,“ segir Magnús sem sjálfur er þaulreyndur á lyftara. „Ég var vöruhússtjóri í fimmtán ár áður en ég fór að selja lyftara og þekki þetta út og inn. Nú vona ég bara að veðrið verði gott í næstu keppnum. Þá get ég sett saman fleiri þrautir,“ segir hann glaðlega. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 8 0 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 D -4 5 2 C 1 6 3 D -4 3 F 0 1 6 3 D -4 2 B 4 1 6 3 D -4 1 7 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 8 0 s _ 2 9 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.