Fréttablaðið - 30.04.2015, Side 44

Fréttablaðið - 30.04.2015, Side 44
KYNNING − AUGLÝSINGLyftarar FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 20154 FORKLIFTCUP HALDIN Í ÞÝSKALANDI Í HAUST Heimsmeistarakeppni í lyftara- fimi, ForkliftCup, verður haldin þann 17. september í Aschaffen- burg í Þýskalandi. Þar munu etja kappi færustu lyftaraökumenn heims en þann 1. mars hófust keppnir innan hvers lands sem tekur þátt. Þrír bestu lyftaraökumenn hvers lands munu keppa um heims- meistaratitilinn í haust. ForkliftCup hefur verið haldin ár hvert síðan 2005. Keppendur fara í gegnum þrautabraut og leysa verk- efni sem reyna á nákvæmni, hraða og stjórn. Þá reynir þrautabrautin einnig á þekkingu keppenda á reglum um öryggi. Stjórnendur Fork liftCup segja tilgang keppninnar ekki einungis að verðlauna þá bestu í faginu heldur einnig að lækka tíðni slysa á lyfturum. Þýskaland hefur oftast unnið titilinn frá árinu 2007 eða sex sinnum. Spánn vann 2012 og Kína árið 2007. www.staplercup.com Á vef Vinnueftirlitsins er að finna upplýsingar um frumnámskeið sem þarf að sækja til að fá próf á lyftara. Frumnámskeiðið veit- ir bókleg réttindi fyrir lyftara með 10 tonna lyftigetu og minni en einnig fyrir einhverjar gerðir dráttarvéla, körfukrana, valtara og álíka vinnuvélar. Námskeiðið er 29 tímar, hald- ið á þremur dögum, og yfirleitt á dagvinnutíma. Fyrsti dagur á frumnámskeiði kallast fornám og fjallar um vinnuverndarmál, eðlisfræði, vökvafræði, vélfræði, rafgeyma og öryggi við skurðgröft. Dagar 2 og 3 fjalla um einstaka flokka vinnuvéla og fleira þeim tengt. Frumnámskeiði lýkur með skriflegu krossaprófi. Verkleg þjálfun Standist nemendur prófið geta þeir hafið verklega þjálfun hjá atvinnurekanda. Verkþjálfun skal fara fram undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur réttindi til kennslu. Að því loknu er óskað eftir prófdómara frá Vinnueftirlitinu til að taka verklegt próf. Aldurstakmörk Það er 16 ára aldurstakmark til að geta setið frumnámskeið en þremur mánuðum fyrir 17 ára af- mælisdaginn getur viðkomandi farið að æfa sig á tæki undir leið- sögn einstaklings með kennara- réttindi. Til að fá vinnuvélarétt- indi verður viðkomandi að vera orðinn 17 ára og hafa bílpróf. Lært á lyftara Frumnámskeið er 29 tímar sem kennt er á þremur dögum. NORDICPHOTOS/GETTY Stephan Theissen lyftarameistari World Campionship single 2014. UPPHAF LYFTARANS Þróun lyftarans má rekja aftur til miðrar 19. aldar og fram á upphaf þeirrar tuttugustu. Forveri hans var handknúinn lyftibúnaður sem notaður var til að lyfta þungum hlutum stuttar vegalengdir. Árið 1906 kynnti lestafyrirtækið Pennsylvania Railroad nokkurs konar lestarpall sem knúinn var áfram með rafhlöðu. Hann hafði það hlutverk að flytja farangur við lestarstöð félagsins. Fyrri heimsstyrjöldin átti stóran þátt í þróun lyftarans en í Englandi ýtti mikill skortur á vinnuafli undir þróun hans. Þróunin hélt áfram árin eftir fyrri heimsstyrjöld, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Smátt og smátt varð útbreiðsla þeirra meiri og undir lok fjórða áratugar síðustu aldar tók hún stökk fram á við þegar settir voru staðlar yfir brettastærðir. Seinni heimsstyrjöldin átti síðan stóran þátt í frekari þróun en þá voru stór vöruhús komin til sögunnar sem þörfnuðust stærri og öflugri lyftara. Lyftarar og vörubretti hófu innreið sína fyrir alvöru í ís- lenskt atvinnulíf við Sundahöfn í Reykjavík undir lok annars áratugar síðustu aldar. Þá voru það lyftarar sem leystu vörubílana af hólmi og fluttu vörur á brettum inn í skemmur sem stóðu við hafnarbakkann. Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Heildarlausnir í lyfturum - Dísellyftarar - Rafmagnslyftarar - Vöruhúsatæki - Skotbómulyftarar - Varahlutir Bjóðum allar tegundir Crown lyftara! Hillulyftarar, brettatjakkar, rafmagnstjakkar, staflarar, þrönggangalyftarar, tínslutæki, dráttartæki, vinnulyftur, gaslyftarar... Quick remote bylting í tínslutækni! Sjá nánar á www.crown.com Rými ehf. | Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík | s. 511 1100 | www.rymi.is | rymi@rymi.is Rafmagnslyftari Skoðið tilboðin okkar á rymi.is og á fac ebook Hillulyftari 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 8 0 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 D -8 5 5 C 1 6 3 D -8 4 2 0 1 6 3 D -8 2 E 4 1 6 3 D -8 1 A 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 8 0 s _ 2 9 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.