Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 74

Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 74
74 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Fyrir Alþingi liggur frumvarp um frjálsa sölu áfengis. Það er mikilvægt að við stöndum vörð um þá sterku áfengisstefnu að takmarka aðgengi, auglýsingar og byrj- unaraldur. Daglega berast okkur nýjar rannsóknir sem stað- festa þá heilbrigðisvá sem hlýst af áfengisneyslu. Bindindissamtökin IOGT á Ís- landi beita sér fyrir sterkum for- vörnum í landinu og halda úti fræðslu og kynningum ásamt öflugu félagsstarfi. Í samstarfi við fjölda frjálsra félagasamtaka og stofnana hefur okkur tekist að ná til almenn- ings í gegnum grasrótarstarf sem er fylgjandi okkar skoðun, að ekki eigi að auka aðgengi að áfengi. Yfirvöld hafa kallað eftir aðstoð grasrót- arinnar til að draga úr heilsutjóni vegna áfengisneyslu í gegnum tíðina og þurfa því að sýna ábyrgð með því að styðja ekki óábyrga löggjöf sem sannarlega vinnur gegn gildandi for- varnastefnu. IOGT á Íslandi kallar eftir því að við látum í okkur heyra til að alþingismenn styðji ábyrga forvarnastefnu sem er í gildi og felli frumvarpið um breytingar á áfengislögum. Áfengi er engin venjuleg neysluvara! Eftir Aðalstein Gunnarsson Aðalsteinn Gunnarsson » IOGT á Ís- landi kallar eftir því að við látum í okkur heyra til að al- þingismenn felli frumvarpið um breytingar á áfengislögum. Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi. Menntakerfið er í sí- felldri þróun þótt mörg- un finnist það ekki slá taktinn nægilega fast í samræmi við þarfir ein- staklinga, umhverfi og samfélag. Það hefur engu að síður mikið vatn runnið til sjávar frá því að elstu mennta- skólar landsins voru í raun starfsmennta- stofnanir líkt og dr. Jón Torfi Jónasson hefur bent á. Í upp- hafi var menntunin til að undirbúa starfsmenntun þeirra sem þá var talin mest þörf fyrir, presta, lækna og lögfræðinga. Við stöndum á ákveðnum tíma- mótum í umræðu og stefnumörkun menntakerfisins. Ef við nýtum vel þá deiglu sem nú er í menntamálum, má binda vonir við að okkur takist að færa menntun til þess að hún svari betur kröfum 21. aldar. Nauð- synlegt er að gaum- gæfa vel hvernig menntakerfið getur skilað hæfu og vel menntuðu starfsfólki til fjölbreyttari starfa en nokkru sinni fyrr. Ýmislegt hefur verið dregið fram í um- ræðunni líkt og í skýrslu Samtaka at- vinnulífsins og Við- skiptaráðs Íslands um Stærsta efnahags- málið - sóknarfæri í menntun eða Hvítbók ráðherra. Eðlilega á að skoða allar leiðir við að nýta tíma og fjármagn betur í menntakerfinu, gera skil á milli og innan skólastiga sveigjanlegri og skoða lestrarkennsluskyldu strax í leikskóla, svo nokkur dæmi séu nefnd. Inntak og uppbygging kenn- aramenntunar er ekki undanskilin þessari skoðun, sameining skóla- stofnana eða efling iðn- og starfs- menntunar. Allt eru þetta bæði spennandi og nauðsynleg viðfangs- efni. Menntakerfið er bæði formlegt og óformlegt Menn afla sér menntunar í skólum en ekki síður utan hins formlega skólakerfis, m.a. innan fyrirtækja, en þar á sér stað mikil gerjun og uppbygging í menntamálum. Sum fyrirtæki hafi lengi verið með virka fræðslu- og menntastefnu meðan önnur eru að hasla sér völl á þessu sviði með það að markmiði að efla skipulega þekkingu og færni starfs- manna. Með réttu hefur verið sagt að fyrirtækin séu námsstaðir. Það sem á endanum skiptir máli er hvað þú kannt en ekki endilega hvar þú hefur lært það. Í könnun sem gerð var í Noregi, þegar spurt var hvar viðkomandi hefði öðlast sína þekkingu, kom fram að 35% sögðu skólann hafa skipt sig mestu, en 41% sagði þekkinguna komna með þátttöku í atvinnulífinu. Með þessu er ekki verið að tala skólakerf- ið niður heldur er einfaldlega varpað ljósi á mikilvægi þeirrar færni og þekkingaröflunar sem fer fram inn- an fyrirtækjanna. Að draga það fram og viðurkenna í reynd kastar engri rýrð á menntun sem aflað er í skólum. Menntunin sem á sér stað utan hins formlega kerfis hefur skipt miklu máli. Frá aldamótum hefur verið unnið markvisst að því að byggja upp framhaldsfræðsluna. Aðilar vinnumarkaðarins í samstarfi við stjórnvöld, sveitarstjórnir, fram- haldsskóla og fleiri hafa staðið fyrir þessari uppbyggingu en Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins og samstarfs- aðilar hennar um allt land hafa gegnt hér lykilhlutverki. Viðurkenn- ing hins formlega kerfis á tilvist hins óformlega hefur hins vegar verið gloppótt. Í heildstæðri úttekt sem Capacent gerði fyrir menntamálaráðuneytið á framhaldsfræðslukerfinu og Ríkis- endurskoðun tekur undir kemur fram að í meginatriðum hafi mark- miðum framhaldsfræðslulaganna verið náð og fjármunir ríkisins til málaflokksins verið nýttir á skilvirk- an hátt. Þetta er afar jákvætt og sýnir að markviss samvinna aðila vinnumarkaðarins sín á milli sem og við ýmsa aðra aðila skilar sér í upp- byggingu innviða samfélagsins. Hitt er síðan að taka ber föstum tökum þeim ábendingum sem settar voru fram í skýrslunni um að kynna fram- haldsfræðslukerfið betur fyrir ein- staklingum, fyrirtækjum og stofn- unum og jarðtengja samband framhaldsfræðslunnar við hið form- lega skólakerfi. Hrista þarf upp í hugsun og nálgun Til þess að hrista upp í hugs- unarhætti og nálgun í mennta- kerfinu gefast nú ýmis tækifæri, hvort sem við ræðum vinnu í tengslum við Hvítbók ráðherra, svo- nefndan hæfniramma eða eflingu framhaldsfræðslukerfisins, svo eitt- hvað sé nefnt. Fyrir menntakerfið og hags- munaaðila sem því tengjast er það ögrun að takast á við þessi verkefni og vera tilbúin í uppstokkun á hugs- un og nálgun. Í öllu falli þarf að tryggja að kerfið sjálft sé ekki stærsta hindrun þess að ungir sem aldnir finni sér farveg til að efla sig og sækja sér menntun við hæfi. Inn- an sem utan þess stóra mengis sem við köllum menntakerfi er því ákall um aukinn sveigjanleika, valfrelsi og nýja hugsun. Hin þekkta barnabókarhetja, Barbapabbi, hafði marga eiginleika en helstur var sá að geta breytt sér á marga vegu, hvort sem það var bíll, brú eða blóm – allt eftir því sem um- hverfið kallaði eftir og fólkið, sem hann elskaði, þurfti á að halda. Þannig þarf menntakerfið okkar að vera. Það á að geta verið alls kon- ar fyrir alls konar fólk og alls konar fyrirtæki. Í samræmi við mismun- andi þarfir einstaklinganna, atvinnu- lífs og samfélags verður mennta- kerfið að vera í stakk búið til að mæta einstaklingum með mismun- andi hæfileika þannig að hægt verði að ýta undir hæfni þeirra, þekkingu og færni. Þannig aukum við vellíðan einstaklinga og sjálfstraust þeirra til að takast á við fjölbreytileg verkefni samfélagsins hverju sinni. Menntakerfið og Barbapabbi Eftir Þorgerði Katr- ínu Gunnarsdóttur » Barbapabbi gat breytt sér á marga vegu, allt eftir því sem umhverfið og fólkið, sem hann elskaði, þurfti á að halda. Þannig þarf menntakerfið að vera. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka at- vinnulífsins. 20% afsláttur af öllum fatnaði 11-14 des Opið virka daga 10-18 | laugardag 11-17 | Sunnudag 13-17 Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Hæðarstillanlegir leikskólastólar Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Fax 535 4301 Netfang axis@axis.is • Heimasíða www.axis.is Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt m ag gi os ka rs .c om LAUF LAUF Glæsilegur fjölnota stóll frá AXIS • 5 fallegir staðlaðir litir af skeljum • Fjaðrandi bak • 3 hæðarstillingar • Hægt að sitja á honum á ýmsa vegu fjölnota stóllinn - nú líka hæðarstillanlegur fyrir leikskóla mbl.is alltaf - allstaðar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.