Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Jólagjöfin í ár fæst í Múrbúðinni! • 160 bar Max • 8,5 lítrar/mín. • 2500W • Pallabursti • 8 metra slanga • Turbo stútur • Slanga fyrir stíflulosun • Þvottabursti Lavor háþrýstidæla STM 160 28.990 Made by Lavor Sex ára vinnu Sigmundar Ó. Steinarssonar að bók um sögu íslenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu var fagnað með útgáfuhófi í höfuð- stöðvum KSÍ í gærkvöldi. Af því tilefni komu saman fyrrverandi landsliðsmenn. Þeirra á með- al voru þeir Haukur Bjarnason, Framari, Ólafur Hannesson, KR-ingur, og Gunnar Gunnarsson, Valsmaður, sem fengu gullmerki KSÍ jafnframt því að veita fyrstu eintökum af bókinni viðtöku. Gullslegnir landsliðsmenn í útgáfuhófi Morgunblaðið/Ómar Haldið var útgáfuhóf í tilefni af útgáfu Sögu íslenska karlalandsliðsins Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Vindur mun ganga niður um landið í dag en búast má við vonskuveðri um helgina, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Spáð er afar slæmu veðri og miklu frosti um allt land á sunnudag og að- faranótt sunnudagsins mun stormur ganga yfir Vestfirði og Norðurland. Í dag má búast við snjókomu á vestanverðu landinu, en vindur verð- ur ekki mikill, samkvæmt upplýsing- um frá Veðurstofunni. Veður mun versna á morgun með snjókomu víða um land og snörpum vindhviðum á suðurströndinni og á Vestfjörðum. Hált var á vegum alls staðar á landinu í gær og voru götur höfuð- borgarsvæðisins engin undantekn- ing þar á. Umferðin gekk þó vel, að sögn Sverris Guðfinnssonar, varð- stjóra hjá umferðardeild lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu þegar mbl.is ræddi við hann í morgun- traffíkinni í gær. Sagði hann þá stöð- una mjög góða og að ekkert útkall hefði komið frá því að hann mætti á vaktina. Fylgdarakstur til Egilsstaða Brugðið var á það ráð að fara í fylgdarakstur á milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar í gær þannig að fólk kæmist leiðar sinnar. Ari Guðmundsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði, seg- ir marga hafa nýtt sér fylgdarakst- urinn frá Reyðarfirði. „Það komu 130 manns niður eftir í morgun og ég held að flestir þeirra hafi komist heim aftur. Svo voru flutningabílar, mjólkurbílar og fólk sem var að fara í flug. Það var hellingur af bílum sem náði að fara yfir,“ segir Ari en farið var tvær ferðir á milli staða og óku bílarnir rólega í halarófu. Ari segir að það komi ekki oft fyrir að farið sé í fylgdarakstur sambærilegan þeim sem var í gær en það sé nú til um- ræðu að gera slíkt oftar. Á mánudag er spáð norðvestan 10- 15 m/s við austurströndina, en ann- ars hægri, breytilegri átt. Víða verða dálítil él og talsvert frost. Á þriðju- daginn er útlit fyrir suðaustanstorm með slyddu eða snjókomu, en gengur í suðvestanhvassviðri með éljagangi um kvöldið. Vindur gengur niður í dag en horfur á vonskuveðri Morgunblaðið/Golli Stormur Veður verður einkar slæmt aðfaranótt sunnudags.  Stormur gengur yfir á sunnudag Þýsk dótturfélög Samherja, Ice- fresh GmbH í Frankfurt og Cux- havener Reederei GmbH í Cuxhav- en, hafa eignast rúmlega 20% hlut í norska félaginu Nergaard AS. Nergaard er eitt af stærstu sjáv- arútvegsfélögum Noregs og á sér langa sögu í norskum sjávarútvegi. Sigmundur Andrésson, fram- kvæmdastjóri Icefresh GmbH, segir kaupin skapa mikla möguleika hvað markaði varðar, sérstaklega í fersk- um fiski. Leynd hvílir enn yfir kaup- verðinu en Þorsteinn Már Baldvins- son, forstjóri Samherja, segir að gengið hafi verið frá kaupunum í gær. Í tilkynningu frá Samherja segir að meginstarfsemi Nergaard sé veiðar, vinnsla og sala sjávarafurða. „Velta Nergaard hefur verið nálægt 35 milljörðum króna á ári og hafa vinnslur félagsins á undanförnum árum tekið á móti nálægt 50.000 tonnum af bolfiski og um 100.000 tonnum af uppsjávarfiski. Afurðir félagsins eru m.a. frystur og ferskur botnfiskur, saltfiskur, skreið, fryst síld, loðna og makríll.“ Áætlað er að velta Icefresh GmbH verði um 10 milljarðar króna á þessu ári og að unnið verði úr 15 þúsund tonnum af hráefni. „Vöxtur félagsins hefur verið eftirtektarverður og fjárfestingin í Nergård er rökrétt framhald þar sem yfir 80% af veltu félagsins stafa frá norskum fiski og fiski lönduðum í Noregi,“ segir í til- kynningu. ash@mbl.is Eignast 20% hlut í Nergaard  Samherji eykur umsvif sín í Noregi Ekki hefur verið boðaður nýr fund- ur í kjaradeilu lækna við ríkið. Deiluaðilar hittust síðast hjá rík- issáttasemjara á mánudaginn og Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, er ekki bjart- sýnn á stöðu mála. „Viðræðum hef- ur hvorki miðað áfram né aftur á bak,“ sagði Þorbjörn í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Þrjár vikur eru í næsta boðaða verkfall lækna, sem felur í sér talsvert umfangsmeiri aðgerðir en hingað til. Enginn nýr fundur boðaður hjá læknum Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Við höfum bent á þessi brot í ára- tugi. Síðan versnar þetta og við erum að sjá erfiðari og erfiðari tilvik,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri um málefni geðfatlaðra fanga sem hafa um árabil fengið ónóga þjónustu. Geðhjálp sendi frá sér fréttatilkynn- ingu í gærkvöldi í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um málefnið. Í henni kemur m.a. fram að fangar hafi ekki aðgang að geðlækni og að tvær til þrjár vikur taki að fá viðtal hjá sálfræðingi. Þá er bent á að Geðhjálp og Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, svokölluð CPT-nefnd (European Committee for the Pre- vention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment), hafa ítrekað bent á að föngum sé ekki veitt lög- bundin geðheilbrigðisþjónusta hér á landi. Hrafn Jónsson, formaður Geð- hjálpar, segir að enginn á vegum samtakanna hafi setið fundi í ráðu- neytunum til þess að fara yfir þessi mál. Fangelsismálayfirvöld séu eina stofnunin sem hafi sýnt málinu áhuga. „Við höfum tekið þessa um- ræðu upp á hverju ári. Reglulega hef- ur komið upp fjölmiðlaumfjöllun um málið en ekkert hefur gerst. Einn vís- ar bara á annan og það eru ekki margir að tala máli þessa hóps,“ segir Hrafn. Viðbrögð stjórnvalda komin Tryggvi Gunnarsson, umboðsmað- ur Alþingis, birti drög að skýrslu 30. september 2013 um málefni geðfatl- aðra fanga þar sem fram kemur að fangar með alvarlegan geðvanda eigi lögum samkvæmt rétt á að afplána hluta eða allan dóm sinn á heilbrigð- isstofnun. „Við óskuðum eftir afstöðu stjórnvalda. Við höfum fengið þau viðbrögð en eigum eftir að vinna úr þeim,“ segir Tryggvi og bætir við því að það verði gert á næstu dögum. Hann segir að viðbrögðin hafi komið sameiginlega frá heilbrigðis- og inn- anríkisráðuneytinu. „Eins og aðrir þegnar landsins eiga þessir fangar rétt á heilbrigðisþjón- ustu, punktur, basta. Í öllum löndum sem við viljum bera okkur saman við þá er þetta í lagi. Veikir menn fara á spítala,“ segir Páll Winkel. „Veikir menn fara á spítala“  Í áratugi hefur verið bent á ónóga þjónustu við geðfatlaða fanga  Ekkert ger- ist þrátt fyrir reglulega fjölmiðlaumfjöllun  Farið yfir viðbrögð á næstu dögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.