Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Björgunarsveitarmenn hafa frá í sumar lagt fram allt að 10 þúsund vinnustundir vegna ýmissa verkefna sem tengjast eld- gosinu í Holu- hrauni. „Þetta er eitt viðamesta verkefni okkar á árinu,“ segir Jón Svanberg Hjart- arson, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags- ins Landsbjargar. Liðsmenn björg- unarsveita segir hann bæði hafa sinnt hefðbundinni aðstoð og fleiri verkefnum, en tíma- frekust hafi verið mönnun lok- unarpósta á vegum að umbrotasvæð- inu. Þar hafi verið varðstaða vikum saman og jafnan tveir menn á vakt. Þetta verkefni kallaði á samhæf- ingu fjölda fólks og samvinnu al- mannavarna, björgunarsveita, lög- reglu, vísindamanna og annarra. Fyrst var stórt hættusvæði afmarkað og umferð inn á það lokað. Síðan var hættusvæðið þrengt, en vegir við Tómasarhaga í Nýjadal á Sprengi- sandi, í Krepputungu, við Hrossa- borgir á Mývatnsöræfum, við Græna- vatn í Mývatnssveit og Víðiker fremst í Bárðardal voru þá lokaðir. Úr 31 björgunarsveit „Nei, þetta var svo sem ekki neitt áreynsluverk en það kallaði á þol- inmæði og langt úthald sem stóð fram í október. Þá var komið vetr- arríki á þessum slóðum og leiðir farn- ar að teppast,“ útskýrir Jón Svan- berg. Alls 140 menn úr 31 björgunarsveit lögðu af mörkum þær 10.000 stundir sem í gosgæsluna fóru. Þunginn var á liðsmönnum björgunarsveita á Norð- ur- og Austurlandi en einnig komu björgunarsveitir frá öðrum svæðum að verkefninu. Eldgosið viðamest verk- efna björgunarsveita í ár  10.000 klukkustundir við gosgæslu  Langt úthald Morgunblaðið/Eggert Björgunarsveit Á vaktinni við Hrossaborg á Mývatnsöræfum í haust, en leiðinni þaðan og inn í Herðubreiðarlindir, Öskju og Holuhraun var lokað. Jón Svanberg Hjartarson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tæp 40% starfandi íslenskra lækna eru búsett erlendis. Af 1.831 lækni er 731 í útlöndum og um 1.100 hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Læknafélagi Íslands. Þá er miðað við lækna sem eru með lækningaleyfi og eru 70 ára og yngri. Læknafélagið hafði ekki upplýsing- ar um hvort þessir læknar væru allir í fullu starfi. Eitthvað er um að læknar sem skráðir eru hér á landi vinni ut- anlands í fullu starfi eða hlutastarfi. Læknafélagið hafði upplýsingar um 406 íslenska lækna í Svíþjóð sem uppfylla fyrrnefnd skilyrði. Í Noregi eru 132 læknar sem uppfylla sömu skilyrði, í Bandaríkjunum 94, í Dan- mörku 57, í Bretlandi 29, Hollandi 10, tveir í Þýskalandi og einn í Ástralíu og eru þá öll lönd upptalin sem Læknafélagið er með upplýsingar um í þessu samhengi. Félagið hafði ekki á reiðum hönd- um upplýsingar um hve margir er- lendir ríkisborgarar starfa hér á landi. Starfa erlendis tímabundið Hjá Félagi íslenskra hjúkrunar- fræðinga (FÍH) fengust þær upplýs- ingar að það væri talsvert algengt að íslenskir hjúkrunarfræðingar færu tímabundið til starfa í öðrum löndum en störfuðu að öðru leyti hér á landi. Félagið heldur ekki utan um vinnu- ferðir af því tagi. Virkir félagsmenn FÍH og búsettir hér á landi voru 3.959 í september s.l. Í þeim hópi eru m.a. hjúkrunarfræð- ingar sem eru komnir á eftirlaun. Fé- lagsmenn sem voru búsettir erlendis voru 493. Þessir félagsmenn þurfa ekki endilega að vera lengur virkir í starfi sem hjúkrunarfræðingar, sam- kvæmt upplýsingum frá félaginu. Embætti landlæknis birtir á vef sínum upplýsingar um heilbrigðis- starfsfólk 1981-2013. Samkvæmt því töldust til heilbrigðisstarfsfólks árið 2013 3.025 hjúkrunarfræðingar og 1.174 læknar. Tæp 40% lækna erlendis  Læknar og hjúkrunarfræðingar sem búa hér á landi fara einnig til starfa í út- löndum tímabundið  Flestir íslenskir læknar erlendis eru búsettir í Svíþjóð Morgunblaðið/Ásdís Læknar Talsvert er um að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk starfi erlendis. Hæstiréttur staðfesti í gær sýknu- dóm yfir Reyni Traustasyni, fyrrver- andi ritstjóra DV, og syni hans Jóni Trausta Reynissyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra DV, í tveimur meiðyrðamálum sem Hilmar Leifs- son höfðaði gegn þeim og dv.is. Deilt var um umfjöllun DV árið 2012 um laun einstaklinga sem opinberlega höfðu verið kenndir við skipulögð glæpasamtök. Í umfjöllun DV var því meðal annars haldið fram að Hilmar væri fyrrverandi meðlimur í Vítis- englum og var sú staðhæfing á meðal þeirra ummæla sem Hilmar vildi láta ómerkja. Hann sagði við aðalmeðferð málsins að hann hefði hætt í samtök- unum þegar Fáfnir fór í inntökuferli inn í Vítisengla. „Þetta virkaði saklaust og snerist um mótorhjól og að hjóla saman [...]. Ég hafði hins vegar ekki áhuga á frekari samskiptum og alls ekki að tengjast Hells Angels,“ sagði Hilmar við aðalmeðferðina. Hilmar var dæmdur til að greiða feðgunum 750 þúsund krónur, hvorum um sig, og til að greiða dv.is 350 þúsund krónur. Hæstiréttur sneri við dómi Þá sneri Hæstiréttur við dómi í öðru máli gegn feðgunum vegna sömu umfjöllunar. Fyrir Héraðsdómi voru feðgarnir dæmdir til að greiða Hans Aðalsteini Helgasyni miska- bætur vegna umfjöllunarinnar og voru sjö ummæli dæmd ómerk. Hæstiréttur komst að gagnstæðri niðurstöðu þar sem það hafði verið fjallað um það opinberlega að Hans væri meðal manna sem opinberlega hefðu verið kenndir við skipulögð glæpasamtök. Þar af leiðandi hefðu ummæli DV verið réttmæt í því sam- hengi sem þau voru sett fram. Stefnanda var gert að greiða þeim feðgum 500 þúsund krónur hvorum um sig í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Ummælin sjö sem birt voru í DV 2012 og voru dæmd ómerk fyrir héraðsdómi á sínum tíma standa áfram. ash@mbl.is DV feðg- ar höfðu betur  Sýknaðir í öllum meiðyrðamálunum Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com Andvirði: 12.280 kr. Húðmjólk 75 ml - 1.390 kr. | Handkrem 30 ml - 1.250 kr. Sturtusápa 250 ml - 2.380 kr. | Eau deToilette 75 ml - 7.260 kr. CHERRY BLOSSOM GJAFAKASSI Jólatilboð: 8.990 kr. SVÍFÐU INN Í JÓLAHÁTÍÐINA „Hreindýr selst alltaf vel fyrir jól- in og 95% af því hreindýrakjöti sem selt er í búðum eru innflutt. Við erum einn stærsti einstaki söluaðili hreindýrakjöts hér á landi og höfum verið með kjöt frá Norður-Noregi og Norður-Svíþjóð sem fellur vel að bragðlaukum landans. Þú þarft að vera sérfræð- ingur til að finna mun á því og því íslenska,“ segir Friðrik Guð- mundsson í Melabúðinni en hrein- dýr er vinsæll jólamatur. Þeir sem vilja íslenskt hreindýr þurfa ann- aðhvort að þekkja veiðimann til að nálgast slíkt kjöt eða vera til- búnir að borga 16-20 þúsund fyrir kílóið – jafnvel meira. Veiða mátti 1277 dýr í ár og að sögn Umhverfisstofnunar veidd- ust 1189 dýr. Hreindýra- veiðimönnum fer fækkandi hér á landi enda veiðin gríðarlega kostnaðarsöm. Að sögn Matvælastofnunar voru flutt inn þrjú tonn af hjartarkjöti og rjúpu til landsins og 10 tonn af hreindýrakjöti árið 2013 en töl- urnar fyrir árið 2014 eru ekki komnar í hús Matvælastofnunar. „Þeir veiðimenn sem fá hreindýr njóta kjötsins fyrir sjálfa sig og sína fjölskyldu. Skoska rjúpan, sem við seljum töluvert af, þar finnst greinilegur munur. Þar er öðruvísi bragð – það vantar ís- lenska bragðið. Það er ekki svona mikill munur á hreindýrakjötinu.“ Hreindýrafilé kostar 11.990 krónur kílóið en lundin kostar 12.990 krónur. „Þetta er saðsamt kjöt. Flestir miða við 200 – 250 grömm á mann. Ef fólk er í vafa, þá vitum við alveg hvað við erum að segja bak við kjötborðið,“ segir Friðrik og rýkur burt. Það er kominn viðskiptavinur. benedikt@mbl.is Erlent hreindýr á jólunum  95% af hreindýrakjöti sem selt er út úr búð eru erlend Morgunblaðið/Sverrir Hreindýraveiðar Innlend veiði annar ekki eftirspurn þeirra sem vilja hafa hreindýrakjöt í jólamatinn. 95% af því eru flutt inn frá Norðurlöndunum. „Þegar litið er til ástands brotaþola sem fyrr er lýst og ástæðu handtöku hennar, fór ákærði offari við handtök- una og beitti brotaþola meira valdi en tilefni var til. Við þessar aðstæður var hvorki þörf á að setja hana í handjárn með þeirri aðferð sem beitt var, né að setja hana inn í bifreiðina með þeim hætti sem gert var,“ segir í dómi Hæstaréttar yfir lögreglumanni sem í gær var dæmdur í 30 daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir líkamsárás og brot í starfi vegna handtöku konu í miðborg Reykjavíkur í júlí í fyrra. Þá var honum gert að greiða konunni 429 þúsund krónur í bætur. Í málinu var tekist á um það hvort lög- reglumaðurinn hefði farið offari við handtökuna. Myndskeiði af handtök- unni var dreift á netinu og var það upphafið að málinu. Einn hæstaréttardómari skilaði séráliti. Hann var sammála meirihlut- anum um sakfellingu en taldi refs- ingu héraðsdóms næga. Þar var lög- reglumaðurinn dæmdur fyrir líkamsárás, brot í starfi og til 300 þús- und króna sektar. Þyngdi dóm yfir lög- reglumanni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.