Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014
Guðrún Hálfdánardóttir
Davíð Már Stefánsson
Fjölskylda íslensks kvikmyndatöku-
manns, sem sagður var vinna fyrir
Ríki íslams (ISIS), segir ekki mögu-
leika á að hann myndi starfa með
hryðjuverkasamtökunum. Hins veg-
ar sé hann með myndefni undir
höndum sem Ríki íslams vilji kom-
ast yfir og samtökin séu með þessu
að reyna að komast að nafni hans.
Sarah Birke, fréttamaður Eco-
nomist í Mið-Austurlöndum, skrifaði
um helgina grein á vef The New
York Review of Books og hafði þar
eftir Sýrlendingi að nafni Abu
Hamza, sem starfaði áður með Ríki
íslams, að íslenskur kvikmynda-
gerðarmaður væri meðal liðsmanna
hryðjuverkasamtakanna og tæki
meðal annars myndskeið fyrir sam-
tökin.
Ríki íslams hefur meðal annars
birt myndskeið af aftökum vest-
rænna gísla og hefur vakið athygli
hversu fagmannlega þau eru gerð.
Því var hins vegar ekki haldið fram í
grein Birke, að Íslendingur hefði
tekið myndskeið af aftökunum.
Hættir lífi sínu
Á mbl.is kom í gær fram að ís-
lenski kvikmyndatökumaðurinn
hefði verið í Sýrlandi í tíu daga fyrir
einu og hálfu ári og meðal annars
fylgst með lækni að störfum. Eins
myndaði hann í flóttamannabúðum
þar. Hann var einnig við tökur á
víglínunni þar sem hann var í fylgd
með andstæðingum skæruliðasam-
takanna. Hætti hann þar lífi sínu í
að birta heiminum upplýsingar um
hvernig hryðjuverkasamtök eins og
ISIS vinna. Að sögn ættingja hans
var meðal annars skotið á hann og
félaga hans en hann hefur hvorki
komið til Sýrlands né Íraks síðan
þá.
Að sögn ættingja Íslendingsins
myndi hann aldrei taka þátt í starf-
semi Ríkis íslams enda óttist hann
samtökin líkt og flestir aðrir. Nú sé
hann að störfum á öðrum vígstöðv-
um í heiminum, fjarri stríðinu í Sýr-
landi, en að mynda átök milli stríð-
andi fylkinga líkt og hann gerði í
Sýrlandi.
Utanríkisráðuneytið hefur ekki
neinar upplýsingar um að Íslend-
ingur sé meðal liðsmanna Ríkis ísl-
ams.
Myndbönd af aftökum
Ríki íslams (ISIS) eru samtök
herskárra íslamista, stofnuð árið
1999, sem hafa farið með ofbeldi um
Sýrland og norðurhluta Íraks. Mikil
óöld hefur fylgt samtökunum og
hafa þau meðal annars birt mynd-
bönd af því þegar vestrænir blaða-
menn og starfsmenn hjálparsam-
taka voru teknir af lífi.
Liðsmenn samtakanna hafa auk
þess drepið fjölda óbreyttra borg-
ara í Mið-Austurlöndum. Íraksher
hefur gengið brösulega að halda aft-
ur af liðsmönnum samtakanna og
hefur Bandaríkjaher meðal annars
gripið til loftárása gegn þeim. Kúrd-
ískar hersveitir hafa þar að auki
reynt eftir fremsta megni að halda
þeim utan síns áhrifasvæðis.
Tölur um stærð samtakanna hafa
verið á reiki. Kúrdar hafa fullyrt að
meðlimir þeirra séu um tvö hundruð
þúsund. Leyniþjónusta Bandaríkj-
anna hefur þó dregið heldur úr töl-
unni og segir félagana varla fleiri en
31 þúsund.
Segir ISIS á
eftir Íslendingi
Fjölskyldan segir hann óttast samtökin
Yfirráðasvæði Ríkis íslam
Source: Heimild: ISW, uppfært 5. des.
ÍRAN
TYRKLAND
DAMASKUS BAGDAD
SÝRLAND
Aleppó
Homs
Svæði undir beinni stjórn ISIS
Svæði undir árásum
Stuðningssvæði ISIS
Sjálfstjórnarsvæði Kúrda
Raqa
ÍRAK
Kobane
Deir
Essor Kirkuk
Fallujah
Mósul
LÍ
BA
NO
N
100 km
AFP
Flóttamenn Hundruð þúsunda hafa
þurft að flýja átökin í Sýrlandi.
Lögreglan í Hong Kong hefur nú
hafið aðgerðir gegn mótmælendum
þar í landi og í gær handtók hún
fjölda aðgerðasinna og rýmdi
helstu bækistöðvar þeirra. Sumir
mótmælendanna yfirgáfu svæðið
er lögreglan hótaði handtöku en
margir stóðu þó fast á sínu og voru
færðir í fangageymslu fyrir vikið.
Mótmælt hefur verið í Hong
Kong í um tvo mánuði en mótmæl-
endurnir krefjast aukins lýðræðis
og sjálfstæðis Hong Kong. Í sept-
ember voru tugir þúsunda manna
saman komnir til að krefjast lýð-
ræðis en mótmælendum hefur far-
ið fækkandi allar götur síðar.
Þjóðþekktir einstaklingar voru í
hópi þeirra handteknu og má þar
nefna stofnanda lýðræðisflokksins
þar í landi, Martin Lee, leiðtoga
stúdenta, Nathan Law, fjölmiðla-
jöfurinn Jimmy Lai og söngkonuna
Denise Ho. Lögreglan gerði tjöld
mótmælenda upptæk auk þess sem
hún fjarlægði námsaðstöðu stúd-
enta sem nýttu gjarnan staðinn til
heimalærdóms.
Meðal þess sem mótmælend-
urnir krefjast er að íbúar Hong
Kong fái að kjósa sér leiðtoga í
kosningum árið 2017 án afskipta
stjórnvalda í Peking.
davidmar@mbl.is
Mótmælendur hand-
teknir í Hong Kong
AFP
Mótmæli Aðgerðasinnar vilja meðal annars aukið lýðræði og sjálfstæði.
Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922
Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is
Gripahúsagluggar
á góðu verði