Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014
✝ Jón Sigfús Ein-arsson fæddist
27. nóvember 1920
á Hafursá á Völl-
um. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað 3. desember
2014.
Foreldrar hans
voru Einar G.
Markússon, f. 1896,
d. 1982, og Mar-
grét J. Jónsdóttir, f. 1900, d.
1979. Einar og Margrét skildu;
síðari kona Einars var Björg
Jónsdóttir, f. 1896, d. 1994, en
síðari maður Margrétar Þór-
arinn Guðmundsson, f. 1904, d.
1965. Alsystir Jóns er Helga, f.
1922, búsett í Reykjavík, ekkja
eftir Odd Sigurbergsson. Hálf-
bræður Jóns eru Þráinn S. Þór-
arinsson, f. 1930, kona Hjördís
Garðarsdóttir, og Óðinn G. Þór-
arinsson, f. 1932, kona Jónína
Árnadóttir; fóstursystir er
Edda Stefáns Þórarinsdóttir, f.
1939, maður Helgi Svavarsson.
Þegar þau Einar og Margrét
skildu 1924 hélt Margrét með
börnin til foreldra sinna í
Reykjavík. Árið eftir var Jón
sendur austur á Hérað og var
eftir það á vegum föður síns en
ávallt hjá vandalausum, fyrst í
Eyrarteigi í Skriðdal, þá í Mjóa-
nesi á Völlum, er skráður vika-
piltur í manntali 1930, og að
lokum að Geirólfsstöðum í
Skriðdal; fólkinu þar bast Jón
vinarböndum. Fjórtán ára eign-
aðist Jón fyrst samastað hjá
föður sínum sem þá var ný-
kvæntur Björgu og gerðist
skömmu síðar bóndi á Keldhól-
um á Völlum.
Hinn 15. júlí 1944 kvæntist
Jón Þorbjörgu Guðríði Vil-
hjálmsdóttur, f. 16.7. 1917, d.
10.2. 2007. Þorbjörg var Norð-
(látin) og Pétur, börn hans eru
Ástrós og Patrik. 2) Margrét, f.
21.3. 1951, gift Jóni R. Gunn-
arssyni, f. 1940, d. 2013. Jón átti
tvær dætur, Þóru og Bergljótu.
Margrét á eitt barnabarn, Ás-
grím Karl. Margrét býr í
Reykjavík.
Jón fór ungur að vinna fyrir
sér. Hugur hans hneigðist fljótt
til smíða. Hann vann m.a. við að
reisa hús Gunnars Gunn-
arssonar á Skriðuklaustri og
hélt alla tíð tryggð við staðinn.
Tæplega tvítugur að aldri hélt
hann til Akureyrar og hóf nám
við Gagnfræðaskólann og síðar
við Iðnskólann. Námi í húsa-
smíði lauk hann 1944. Ævistarf
sitt vann Jón á Norðfirði. Þar
reisti hann fjölda bygginga,
m.a. frystihús, síldarverk-
smiðju, Fjórðungssjúkrahúsið
og hús Pósts og síma. Hann hóf
stundakennslu við Iðnskólann
1946 en varð að lokum fastur
kennari við Verkmenntaskól-
ann og sinnti kennslu til starfs-
loka. Hann var iðnfulltrúi Aust-
urlands frá 1982-1998. Hann
var í stjórn Iðnaðarmanna-
félags Norðfjarðar í rúm 20 ár,
var um tíma í skólanefnd Iðn-
skólans og um áratugaskeið í
prófanefnd um húsasmíði. Hann
var bæjarfulltrúi Framsóknar-
flokksins 1954-1958 og síðar
varafulltrúi, endurskoðandi
Kaupfélagsins Fram um árabil
og fulltrúi á aðalfundum SÍS, í
stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar
1988-1998 en hafði áður verið
varamaður í áratug, var í
rekstrarstjórn Fjórðungs-
sjúkrahússins 1956-1963, lengi í
sóknarnefnd Norðfjarðarkirkju
og formaður hennar 1991-1997.
Hann var einn stofnfélaga
Skógræktarfélags Neskaup-
staðar, sat í stjórn frá 1972-
1987 og var lengi endurskoð-
andi. Hann tók virkan þátt í
starfi Félags eldri borgara og
var þar í stjórn um skeið.
Jón verður kvaddur frá
Norðfjarðarkirkju í dag, 12.
desember 2014, og hefst athöfn-
in kl. 13.
firðingur að ætt og
uppruna. Foreldrar
hennar voru Krist-
ín Árnadóttir og
Vilhjálmur Stef-
ánsson í Hátúni á
Norðfirði. Jón og
Þorbjörg stofnuðu
heimili á Akureyri.
Haustið 1945 flutt-
ust þau á Norðfjörð
og þar stóð heimili
þeirra alla tíð. Jón
bjó einn eftir lát Þorbjargar en
fyrir ári flutti hann í íbúð fyrir
aldraða. Þar sá hann að lang-
mestu leyti um sig sjálfur, fór
allra sinna ferða á bíl sínum og
naut samvista við afkomendur
og vini.
Jón og Þorbjörg eignuðust
tvær dætur: 1) Kristín Björg, f.
24.7. 1945, gift Jóni Hlífari Að-
alsteinssyni, f. 1943; þau búa í
Neskaupstað. Börn þeirra eru
a) Jón Einar Marteinsson,
kvæntur Björgu Þorvalds-
dóttur. Börn þeirra eru Kristín
Björg (dóttir Jóns), Þorvaldur
Marteinn, Jóhann Gísli og
Skarphéðinn Magnússon (sonur
Bjargar); unnusta hans er Lilja
Rún Jónsdóttir. Kristín Björg
er gift Gunnari H. Ólafssyni;
börn þeirra eru Aníta Sól,
Linda Kristey og Hafsteinn
Orri. b) Einar Aðalsteinn,
kvæntur Eyrúnu Jóhann-
esdóttur. Börn þeirra eru Jón
Hlífar, Bergrún Ósk, Eydís
Birta, Emilía Ósk og Eyrún Ísa-
bella. c) Þorbjörg Ólöf, gift
Karli Rúnari Róbertssyni. Börn
þeirra eru María Rún, Hlynur
og Fanney. d) Sigurður Friðrik.
Kona hans er Unnur Ósk Sig-
finnsdóttir. Börn þeirra eru
Dagur Nói, Freyja Kristín,
Katrín Embla og Ísabella Líf.
Jón Hlífar átti tvö börn í fyrra
hjónabandi. Þau eru Svanhvít
Góður maður hefur kvatt, sem
var mér allt í senn ímynd föður og
afa en ekki síst vinur í raun. Hann
var tryggur, hjálpsamur, um-
hyggjusamur og úrræðagóður.
Vinátta okkar Jóns Einarsson-
ar hófst fyrir 25 árum þegar ég og
fyrrverandi eiginmaður minn
ásamt eins árs syni okkar, Skarp-
héðni, leigðum hjá þeim heiðurs-
hjónum, Jóni og Þorbjörgu. Ef-
laust var margt sem gerði það að
verkum að við hjónin; krakkar á
þrítugsaldri, og Þorbjörg og Jón,
þá komin á áttræðisaldur, bund-
umst strax sterkum böndum. Við
vorum aðkomufólk, áttum enga
ættingja á Norðfirði og tóku þau
okkur með kostum og kynjum.
Frá fyrsta degi var heimili þeirra
opið okkur. Ég hafði nýlega misst
föðurömmu mína, sem var mér
mjög náin, og stuttu síðar lést fað-
ir minn. Í sorg minni og einsemd
yfir þessum ástvinamissi ásamt
því að langt var í alla ættingja
komu Jón og Þorbjörg eins og
englar inn í líf mitt og leiddu mig í
gegnum sorgina og fylltu það
skarð sem höggvið hafði verið við
fráfall ömmu minnar og föður.
Frá upphafi kallaði Skarphéð-
inn þau ömmu og afa. Þótt ég hafi
ekki nefnt þau upphátt ömmu og
afa fyrstu árin voru þau mér sem
slík. Þótt örlögin hafi svo hagað
því þannig að ég giftist síðar dótt-
ursyni þeirra og allir synir mínir
hafi því átt þau sem ömmu og afa
eru það fyrstu kynni mín af þeim
sem sitja í hjarta mínu og lýsa
umhyggju, trygglyndi og vinar-
þeli þeirra í gegnum árin.
Margar stundirnar átti ég með
ykkur ömmu í Miðgarðinum. Í
eldhúsinu var spjallað um daginn
og veginn.
Amma söng fyrir alla strákana
mína, hossaði þeim á hnjánum og
kenndi þeim gamlar barnagælur
og vísur. Þú kenndir þeim svo að
spila. Eftir að amma dó tókst þú
við bústýruhlutverkinu í Miðgarð-
inum, eldaðir þinn mat og ekki
leið á löngu þar til jólakökuilminn
lagði um íbúðina. Fyrir ári fluttir
þú í þjónustuíbúð í Breiðabliki, þá
varð enn styttra á milli okkar og
gott að koma við á leiðinni úr
vinnunni og þiggja kaffisopa að
loknum erli dagsins. Eftir slíkar
heimsóknir var ég endurnærð á
líkama og sál.
Þessi 25 ár hefur þú verið mér
tryggur vinur og ræktað hlutverk
þitt sem afi. Þú hefur ætíð tekið
vel á móti mér, ráðlagt og hjálpað
mér við allt milli himins og jarðar.
Þú hefur gætt sona minna,
frætt mig um ættfræði og hlúð að
mér á erfiðum stundum.
Þú hafðir ástríðu fyrir að fræð-
ast um menn og málefni. Aldrei
mun ég gleyma ferð okkar á
Akranes sumarið 2007, í brúð-
kaup elsta langafabarns þíns. Ég
keyrði, þú fræddir. Þú þekktir
hvern einasta bæ við þjóðveginn
og gast frætt mig um ábúendur og
ættfræði heimilisfólks. Ég hélt að
eftir því sem vestar drægi myndi
kunnátta þín þverra, en svo var
ekki. Alla leið á Skagann rak þig
aldrei í vörðurnar. Þessa minn-
ingu mun ég geyma í hjarta mínu
og hlýja mér við um ókomna tíð.
Það erfiðasta við að eiga góðan
vin er að einhvern tímann kemur
að kveðjustund. Nú hefur hún
runnið upp, stund sem ég hef í
langan tíma kviðið fyrir. Það eina
sem linar sorgina er vissan um að
nú eruð þið amma saman á ný.
Elsku afi, ég kveð þig með
söknuði en jafnframt virðingu og
þakklæti fyrir að hafa fengið þig
inn í líf mitt á erfiðum stundum og
átt þig sem trúfastan vin þessi ár.
Ástarþakkir fyrir allar dásamlegu
stundirnar og allt sem þú gafst
mér með trygglyndi þínu í gegn-
um árin. Guð geymi þig.
Þín
Björg.
Í dag kveðjum við elsku afa.
Frá því að ég var lítið peð hefur afi
ávallt verið til staðar. Þær eru ófá-
ar stundirnar sem við systkinin
áttum í Miðgarðinum hjá afa og
ömmu. Stutt var að hlaupa í heim-
sókn og gott var að lauma sér í
búrið í Miðgarðinum.
Afi hefur alla tíð verið stór hluti
af lífi fjölskyldunnar. Í tæp 15 ár
höfum við búið í sama húsinu, í
Miðgarði 3, húsinu sem hann
byggði fyrir 65 árum.
Í upphafi bjó litla fjölskyldan á
neðri hæðinni hjá afa og ömmu.
Fjölskyldan stækkaði og svo kom
að því að við keyptum húsið og
höfðum hæðaskipti. Það hafa ver-
ið þvílík forréttindi að búa í sama
húsi og hann öll þessi ár. Forrétt-
indi sem gáfu okkur öllum mikið.
Forréttindi fyrir okkur að hafa
hann nálægt og fyrir börnin að
alast upp í nánum samskiptum við
langafa. Oft spiluðu þau kasínu og
gott var að læðast í skápinn og ná
sér í smá kex. Sambúðin hafði
einnig þau áhrif að afi gat búið í
Miðgarðinum eins lengi og hann
gat hugsað sér en hann flutti í
íbúðir aldraða tæplega 93 ára
gamall.
Afi var ávallt ljúfur, natinn og
þolinmóður við börn og fullorðna
og hafði hann einstaklega góða
nærveru. Afi var með stórar og
hlýjar hendur og gott faðmlag. Afi
var líka hafsjór af fróðleik. Hann
fylgdist vel með. Hann hlustaði og
horfði á nær allar fréttir, hvort
sem þær voru í íslenska, norska
eða færeyska sjónvarpinu. Einnig
fylgdist hann vel með fram-
kvæmdum á svæðinu, t.d. gerð
snjóflóðagarða og gerð nýrra
Norðfjarðarganga. Hann fylgdist
vel með lífi langafa- og langa-
langafabarnanna sinna, afrekum
þeirra og ferðalögum. Hann hafði
mikinn áhuga á ættfræði og oftar
en ekki gat hann rakið ættir fólks
langt aftur og jafnvel tengt fólk
saman aftur í ættir. Afi var gest-
risinn og þótti það ekki tiltökumál
að bjóða gestum af efri hæðinni
afnot af vesturherberginu hjá sér
ef ekki var nægt pláss uppi. Þann-
ig urðu góðir vinir okkar góðir
vinir hans. Þá naut hann þess að
sitja og spjalla við fólk á öllum
aldri, fræða og segja frá.
Afa fannst gott að vera boðið
upp í mat og naut þess að sitja hjá
okkur, hvort sem það var sterk
pitsa og bjór á boðstólum eða slát-
ur með kartöflumús. Hann var
líka duglegur að reyna fyrir sér í
bakstri og eldamennsku. Það var
ósjaldan sem boðið var upp á ný-
bakað bananabrauð með kaffiboll-
anum eða matarmikið kornbrauð
þegar komið var heim úr vinnu
eða þá með kvöldkaffinu.
Smíðarnar voru ævistarf afa og
lék allt í höndum hans. Þeir eru
ófáir hlutirnir sem liggja eftir
hann og koma þeir til með að
minna okkur á það hve mikill
handverksmaður hann var. Hann
var einnig iðinn við að binda inn
bækur og blöð. Heilu árgangarnir
af Heima er bezt og fleiri blöðum
ásamt heillaóskaskeytum eru til
innbundin eftir hann. Þá var hann
duglegur að taka bækur að sér til
viðgerða, hvort sem það var
barnabók eða gatslitin mat-
reiðslubók.
Elsku afi og langafi. Við kveðj-
um þig nú með söknuði en þökk-
um um leið allar góðu stundirnar
sem þú hefur gefið okkur.
Þorbjörg Ólöf, Karl
Rúnar, María Rún,
Hlynur og Fanney.
Móðurafi minn, Jón S. Einar-
son, er látinn níutíu og fjögurra
ára að aldri. Þótt nokkur ár séu
síðan amma lést náðu þau bæði
háum aldri og það eru á vissan
hátt forréttindi að geta lifað í ára-
tugi við góða heilsu að lokinni
starfsævi, ferðast og geta notið
samvista við ættingja og vini.
Foreldrar afa skildu þegar
hann var fjögurra ára og var hon-
um komið í fóstur. Þótt honum
hafi liðið vel setti það alltaf mark
sitt á hann að hafa ekki fengið að
alast upp hjá báðum foreldrum
sínum og leitaði meira á hann eftir
því sem árin liðu. Afi og amma
hófu búskap á Akureyri, en fluttu
síðan til Neskaupstaðar, heima-
byggðar ömmu. Í huga þeirra
skipaði Akureyri samt alla tíð
stóran sess og þau fóru þangað ár-
lega. Héraðið var afa einnig mjög
kært, þar voru hans rætur. Afi og
amma voru víðsýn og fordómalaus
og ungleg í fasi og gjörðum. Eft-
irtektarvert var hve gott samband
þau áttu við mikið af ungu fólki.
Þau nutu þess að ferðast til þess
að rækta samband sitt við ætt-
ingja og vini og til þess að sjá nýja
staði og lönd og víkka sjóndeild-
arhringinn. Þau fylgdust náið með
barnabörnum sínum og heimsóttu
þau reglulega.
Afi var húsasmíðameistari og
vann við þá iðn stærstan hluta
sinnar starfsævi. Frá upphafi
sinnti hann einnig kennslu við iðn-
skólann. Síðasta hluta starfsæv-
innar var hann fastráðinn kennari
við Verkmenntaskóla Austur-
lands. Hann byggði upp kennslu í
verknámi við skólann og sinnti því
á sínu verkstæði. Hann hafði mik-
inn áhuga á handverki og iðnnámi
og kynnti sér slíka kennslu annars
staðar á landinu og í öðrum lönd-
um. Það eru ófáir smiðirnir sem
hafa notið leiðsagnar hans í gegn-
um tíðina. Hann las alltaf mikið,
var vel lesinn um sögu lands og
þjóðar og fylgdist alla tíð vel með.
Hann var áhugamaður um ætt-
fræði og þar kom fólk ekki að tóm-
um kofunum.
Eftir að afi og amma fluttu
austur byggðu þau sér hús nálægt
Hátúni, þar sem amma var fædd
og uppalin, og bjuggu alla tíð í
nánum tengslum við systkini
ömmu og fjölskyldur þeirra.
Heimilið stóð öllum opið, þar var
veitt af rausn. Afi og amma
bjuggu á efri hæðinni, en faðir
hans og stjúpmóðir á neðri hæð-
inni. Þetta voru þær aðstæður
sem ég ólst upp við, en ég var að
verulegu leyti alinn upp hjá ömmu
og afa fyrstu árin. Þau hafa alltaf
verið mér sem aðrir foreldrar
enda sagði amma oftast „pabbi
þinn“ þegar hún talaði um afa við
mig. Flestar af mínum fyrstu
minningum tengjast afa og ömmu
á einhvern hátt. Mér er mjög
minnisstætt að afi byrjaði
snemma að ræða við mig eins og
ég væri fullorðinn en ekki eins og
hann væri að tala við barn. Þetta
hafði mikil áhrif á mig og hef ég
reynt að temja mér þetta í sam-
skiptum við mín börn.
Nú er ævi afa míns lokið. Hann
var í nokkurn tíma búinn að gera
sér grein fyrir hvað beið hans og
tók því af styrk og æðruleysi.
Hann var búinn að lifa góðu lífi,
búinn að skila sínu hlutverki með
því að koma afkomendum sínum
vel til manns og gat kvatt sáttur
við sitt. Ég sakna hans mikið, en
minningarnar munu hlýja. Efst í
huga er virðing og þakklæti fyrir
allt það sem hann gerði fyrir mig
og mína og fyrir það sem hann var
mér. Ég þakka starfsfólki Fjórð-
ungssjúkrahússins í Neskaupstað
fyrir einstaklega góða umönnun
og fyrir að gera honum síðustu
ævidagana eins góða og raunin
varð.
Blessuð sé minnig afa míns.
Jón Einar Marteinsson.
Elsku afi, takk fyrir allar góðu
samverustundirnar í gegnum tíð-
ina. Ég man svo vel eftir því þegar
þú kenndir mér kasínu og við spil-
uðum oft kasínu þegar ég heim-
sótti þig. Ég man vel þegar ég fór
í Miðgarð og ég fékk alltaf eitt-
hvað gott að borða, oftast fékk ég
svala með jólaköku ásamt kökum
eða kexi. Ég fór oft til afa og fékk
að gista hjá honum og fékk snakk
eða gos, þetta þótti mér mjög
gaman. Þegar ég fór til afa töl-
uðum við oft um sveitina mína og
ég sagði honum fréttir úr sveit-
inni, það þótti afa alltaf gaman að
heyra. Þegar ég kom úr sveitinni,
seint í ágúst, kom afi með mömmu
og pabba að sækja mig, það þótti
mér gaman og var það síðasta bíl-
ferðin okkar saman. Við spjölluð-
um um sveitina á leiðinni heim.
Mér fannst alltaf gaman þegar
afi kom í heimsókn eða í kvöld-
mat. Ég gaf afa oft kjöt úr sveit-
inni og það þótti honum gott. Ég
man einu sinni þegar afi kom í
mat og hann gekk til okkar úr
Breiðabliki, þar sem hann bjó síð-
asta árið. Eftir matinn fylgdi ég
honum til baka og það þótti mér
mjög gaman. Afi gaf mér oft góð-
ar gjafir sem ég geymi vel, hann
gaf mér einu sinni gamlar skeifur
sem pabbi hans, Einar Markús-
son, hafði búið til og ég mun alltaf
gæta þeirra vel. Afi gaf mér gaml-
ar hestabækur sem mér þykir
vænt um og ég ætla að passa þær
vel. Að lokum vil ég segja takk
fyrir allar góðu stundirnar í Mið-
garði, góðu samtölin okkar um
daginn og veginn, allar góðu gjaf-
irnar, bækurnar og skeifurnar, og
takk fyrir allar góðu minningarn-
ar í gegnum árin, ég mun aldrei
gleyma þér. Þinn
Jóhann Gísli.
Elsku afi minn. Það er komið
að kveðjustund hjá okkur og það
er erfitt að byrja en ég ætla að
skrifa örfá orð. Takk fyrir allar
okkar ómetanlegu stundir. Sem
pjakkur niðri á verkstæði eftir
skóla eyddi maður ótöldum stund-
um þar sem þú hjálpaðir mér að
smíða óteljandi báta. Svo hringdi
amma í símann á verkstæðinu og
við löbbuðum saman upp í Mið-
garð í kaffi. Það er fyrst núna sem
mér finnst ég kveðja þig líka,
elsku amma, fyrir mér voruð þið
eitt.
Það var alltaf tími hjá þér til að
spila kasínu, þú leyfðir mér að
vinna, held ég, nokkrum sinnum
en gaman var það. Að gista hjá
ykkur í Miðgarði var með því
skemmtilegasta sem maður gerði,
þar breidduð þið úr beddanum
inni hjá ykkur og svo þegar ég
stækkaði fékk ég að sofa í vest-
urherberginu. Aldrei fór maður
að sofa án þess að amma gæfi
kvöldkaffi klukkan 10, kakó og
tvíbökur og á meðan hlustaðir þú
á fréttirnar. Á morgnana heyrðist
svo í morgunleikfiminni á Rás 2 úr
eldhúsinu hjá ömmu.
Það skipti engu máli hvar mað-
ur var staddur í heiminum, alltaf
fylgdist þú vel með. Þú, amma og
Gréta frænka heimsóttuð okkur
fjöldskylduna til Danmerkur. Það
þótti mér vænt um og við skoð-
uðum okkur um saman. Þið voruð
dugleg að ferðast og höfðuð verið í
Danmörku áður.
Þú varst svo duglegur að heim-
sækja okkur, upp og niður bratta
stiga, spjallaðir um heima og
geima og knúsaðir krakkana sem
kveðja núna langaafa sinn „sem
bjó hjá Bobbu og Kalla“. Hún
Katrín Embla gekk með prik sem
staf í nokkra daga eftir að þú
komst til okkar einu sinni af því þá
var hún að leika langafa.
Takk fyrir allt saman, elsku afi,
ég veit þú heldur í höndina á
ömmu núna.
Sigurður (Siggi).
Þær minningar sem koma fram
þegar ég hugsa til baka um afa
eru margar.
Þær voru margar stundirnar
sem ég átti á verkstæðinu hjá
honum og iðulega kom ég þar við
á leiðinni úr skólanum. Það var
ýmislegt sem maður gerði á verk-
stæðinu en hann passaði vel upp á
hvað maður mátti og mátti ekki
því það voru ákveðnar umgengn-
isreglur sem giltu þar. Hann var
alltaf tilbúinn að gefa manni góð
ráð og kenna manni gott hand-
bragð því eins og hann sagði; vel á
að vanda það sem lengi á að
standa.
Þegar aldurinn færðist yfir fór
hann að binda inn bækur og það
var alveg sama hvað hann tók sér
fyrir hendur, það var allt listavel
gert. Ættfræði var honum sem
annað áhugamál og átti hann auð-
velt með að rekja ættartengsl.
Þegar afi kom suður til Reykja-
víkur fórum við iðulega í bíltúra
um borgina og næsta nágrenni og
fannst honum gaman að fylgjast
með breytingum sem þar áttu sér
stað. Honum fannst gaman að
koma í heimsókn til okkar fjöl-
skyldunnar og naut samveru við
okkur og börnin. Eins fannst hon-
um gaman þegar við komum í
heimsókn til hans í Miðgarðinn.
Afi var góður maður, léttur í lund
og rólyndur og þrátt fyrir háan
aldur bar hann sig vel og var ein-
staklega æðrulaus allt til æviloka.
Afi hafði svo sannarlega lifað
tímanna tvenna, hann var fróður
og hafði frá mörgu að segja. Hann
hafði gaman af þjóðfélagsumræðu
og var mjög minnugur og ern alla
Jón Sigfús
Einarsson
HINSTA KVEÐJA
Til langafa.
Gangan með þér æviárin
okkur líður seint úr minni.
Við sem fellum tregatárin
trúum varla brottför þinni.
Þína leið til ljóssins bjarta
lýsi drottins verndarkraftur.
Með kærleiksorð í klökku hjarta
kveðjumst núna, sjáumst aftur.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Dagur Nói, Freyja
Kristín, Katrín Embla
og Ísabella Líf.
Lokað
Skrifstofur og tæknideild Epli verða lokaðar í dag
föstudaginn 12. desember frá kl. 12.30 vegna
jarðarfarar KJARTANS HARALDSSONAR.