Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 35
á Vesturlandi og sat í stjórn Grundartangahafnar í nokkur ár. Þá sat hún um árabil í stjórn Dvalarheimilis aldraðra og var þar stjórnarformaður um skeið. „Ég gekk í Sjálfstæðiskvenna- félag Borgarfjarðar þegar það var stofnað og hafði sinnt þar ýmsum trúnaðarstörfum en fannst fjöl- skyldan vera búin með sinn kvóta við stjórn bæjarfélagsins. Faðir minn hafði setið í bæjarstjórn í 16 ár og elsti bróðir í 12 ár. En ég tók nú samt að mér að leiða listann í kosningum vorið 1990 með kröftugu og skemmtilegu fólki. Síðan tók bróðurdóttir mín, Jónína Arnars- dóttir, við keflinu og situr nú í sveitarstjórn sitt annað kjörtímabil. Það er afskaplega þroskandi að taka þátt í stjórnun bæjarfélags og kynnast þörfum þess og störfum. Það er ekki alltaf auðvelt en mjög gefandi þegar vel gengur.“ Sigrún bjó í Borgarnesi í 62 ár, en flutti þá búferlum til Reykjavík- ur við starfslok: „Það var gott að alast upp í þessum fallega bæ og allar endurminningar þaðan sér- lega ánægjulegar. Félagslífið í Borgarnesi hefur alltaf verið blóm- legt en ég starfaði mikið í skát- unum og í Ungmennafélaginu Skallagrími á mínum yngri árum. Síðar kynntist ég fróðlegu og skemmtilegu starfi Lionsklúbbanna í Borgarnesi. Atvinnulífið hefur líka lengst af verið öflugt í Borgarnesi, sem bet- ur fer, enda staðurinn lengst af verið samgöngu-, þjónustu- og verslunarmiðstöð.“ Fjölskylda Eiginmaður Sigrúnar er Ólafur Ásgeir Steinþórsson, f. 22.8. 1938, skrifstofumaður og rithöfundur. Hann er sonur Steinþórs Einars- sonar, f. 27.9. 1895, d. 12.6. 1968, sjómanns og bónda í Bjarneyjum og verkamanns í Flatey og Stykkis- hólmi, og Jóhönnu Stefánsdóttur, f. 24.7. 1897, d. 21.10. 1987, húsfreyju. Synir Sigrúnar og Ólafs eru Steinþór Páll, f. 27.6. 1970, flug- stjóri hjá Flugleiðum en kona hans er Elínborg Siggeirsdóttir for- stöðumaður og er þeirra dóttir Agatha Elín, f. 11.9. 2002; Símon, f. 3.9. 1974, tæknistjóri hjá BL, en kona hans er Anna Jóhanna Sig- mundsdóttir skrifstofumaður og eru þeirra börn Sigmundur Óli, f. 2.9. 2001, og Sigrún, f. 6.2. 2007, og Guðjón Fjeldsted Ólafsson, f. 26.1. 1984, mastersnemi í landafræði við HÍ. Systkini Sigrúnar eru Örn Ragn- ar, f. 10.6. 1934, bifvélavirkjameist- ari í Borgarnesi; Teitur, f. 12.10. 1937, bifreiðasmíðameistari í Kópa- vogi; Sigurbjörg, f. 30.10. 1941, verslunarmaður í Hafnarfirði, og Bergsveinn, f. 25.2. 1945, kjötiðn- aðarmeistari í Borgarnesi. Foreldrar Sigrúnar voru Símon Teitsson, f. 22.3. 1904, d. 13.4. 1987, járnsmíðameistari og hestamaður, og Unnur Bergsveinsdóttir, f. 24.8. 1913, d. 7.8. 1992, húsfreyja og um- boðsmaður Morgunblaðsins í ára- tugi. Úr frændgarði Sigrúnar Símonardóttur Sigrún Símonardóttir Ingibjörg Pétursdóttir húsfr. í Ólafsvík Bjarni Þorsteinsson sjóm. í Ólafsvík Sigurlína Bjarnadóttir verkak., síðast í Rvík Bergsveinn Sigurðsson sjóm. í Ólafsvík Unnur Bergsveinsdóttir húsfr. í Borgarnesi Kristín Sighvatsdóttir húsfreyja Sigurður Guðmundsson b. og verkam. í Skarðsstöð og í Elliðaey Guðjón F. Teitsson forstj. Skipaútgerðar ríkisins Ingibjörg Teitsdóttir húsfr. á Hvanneyri og í Rvík Andrés Fjeldsted b. á Hvítár- völlum Lárus Andrésson Fjeldsted hrl. í Rvík Lárus Lárusson Fjeldsted forstj. í Rvík Katrín L. Fjeldsted læknir og fyrrv. alþm. í Rvík Vilhjálmur Árnason húsasmíðam. í Rvík Sigurlaug Ólafsdóttir húsfr. á Hvítárósi Ragnheiður Daníelsdóttir Fjeldsted húsfr. á Grímarsstöðum Teitur Þorkell Símonarson hreppstj. og oddv. á Grímarsstöðum Símon Teitsson járnsmíðam. í Borgarnesi Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Ásgarði, frá Ausu Símon Teitsson b. á Hvanneyri Daníel Fjeldsted b. á Hvítárósi Teitur Jónsson b. á Ferjubakka Ingveldur Teitsdóttir húsfr. í Borgarnesi Teitur Jónasson forstjóri Gróa Jónsdóttir húsfr. í Rvík Helgi Sigurðsson fyrsti hitaveitustj. Rvíkur Óskar Vilhjálmsson fyrsti garðyrkjustj. Rvíkur Guðrún H. Vilhjálmsd. húsfr. í Rvík Vilhjálmur Þór Kjartansson verkfræðingur Hannes Högni Vilhjálms- son dósent í tölvuverkfr. við HR ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 Einar Ólafur Sveinsson fædd-ist að Höfðabrekku í Mýrdal12.12. 1899. Foreldrar hans voru Sveinn Ólafsson, bóndi þar, og k.h., Vilborg Einarsdóttir húsfreyja. Eiginkona Einars var Kristjana Þorsteinsdóttir píanókennari og er sonur þeirra Svein Einarsson, f. 1934, hinn góðkunni fyrrv. þjóðleik- hússtjóri og dagskrárstjóri hjá Ríkissjónvarpinu. Einar gekk í Flensborgarskóla, lauk stúdentsprófi frá MR, hóf nám í norrænum fræðum við Kaupmanna- hafnarháskóla og var Finnur Jóns- son aðalkennari hans. Á náms- árunum veiktist Einar alvarlega og var heima á Íslandi um skeið, en lauk meistaraprófi frá Hafnarhá- skóla 1928, og fjallaði lokaritgerð hans um jötna í norrænni goðafræði og þjóðtrú. Hann varði síðar doktorsritgerð við HÍ, Um Njálu I, 1933, sem kom út sama ár. Einar sinnti fræðirannsóknum, útgáfu, kennslu og bókavörslu 1928- 43, var skipaður háskólabókavörður 1943, prófessor í íslenskum fornbók- menntum við HÍ 1945 og forstöðu- maður Handritastofnunar Íslands 1962, síðar Stofnun Árna Magnús- sonar, og gegndi því embætti til starfsloka, 1970. Einars rannsakaði, fjallaði um og gaf út íslensksar þjóðsögur, ævintýri og þjóðkvæði en aðalviðfangsefni hans á árunum 1930-60 var þó ís- lenskar fornsögur. Ber þar hæst rannsóknir hans á Njálu sem komu ekki síst fram í útgáfu sögunnar í ritröðinni íslensk fornrit, Brennu- Njáls saga, 1954, með ítarlegum skýringum hans, en Einar vann lengi að útgáfu fornsagnanna í Ís- lenzkum fornritum sem ritstjóri þeirra. Einar er, ásamt forverum sínum, Birni M. Ólsen og Sigurði Nordal, enn merkasti boðberi hins „íslenska skóla“ í rannsókn íslenskra forn- sagna. Hann ritaði einnig um sögu íslenskra bókmennta í fornöld og las talsvert íslenskar fornsagnir í Út- varpið og hélt þar erindi um þjóðleg fræði. Hann var ritfær og ágætt skáld en ljóðabók hans, Ljóð, kom út 1968. Einar lést 18.4. 1984. Merkir Íslendingar Einar Ól. Sveinsson 90 ára Ketill Kristjánsson Lilja Gísladóttir 85 ára Hulda Jónasdóttir Leifur Friðleifsson Sigurbjörg Ólafsdóttir 80 ára Sigríður G. Kristjánsdóttir Sigurður Jóhann Jóhannsson Valgerður E. Kristófersdóttir 75 ára Aðalheiður Adamsdóttir Ágúst Pálmar Óskarsson Benedikt Þ. Jónsson Halldór Þorgrímsson Ísleifur Guðmannsson Kalla Lóa Karlsdóttir Kristín Árnadóttir Lena Margrét Rist Smári Guðsteinsson 70 ára Gísli Ingvason Jón Friðriksson Rambukge Sriyawathi Perera Rósa Pálsdóttir 60 ára Ari Magnússon Ásgeir Þórðarson Börge Söe Pedersen Guðbjörg Vera Kristinsdóttir Guðrún Snæfríður Gísladóttir Gunnlaugur Sigurðsson Hjördís Alexandersdóttir Steinunn J. Þorvaldsdóttir Sverrir Valgarðsson Woranoot Pholsaksai 50 ára Antonía Hevesi Arna Sigríður Guðmundsdóttir Elva Bredahl Brynjarsdóttir Guðmundur Otri Sigurðsson Halla Magnúsdóttir Hannes Gunnar Guðmundsson Jenný Dagbjört Erlingsdóttir Jóna Konráðsdóttir Jón Geir Ólafsson Katrín Haraldsdóttir Linda Hrönn Eggertsdóttir Sigfríður G. Sigurjónsdóttir 40 ára Ágúst Ólafsson Gerða Jóhannesdóttir Guadalupe Pastolero Antioquia Guðmundur Páll Friðbertsson Gunnhildur Hinriksdóttir Hjörvar Sæberg Högnason John Tómasson Lára Jóhannesdóttir Margrét Sigurðardóttir María Sæmundsdóttir Pétur Jóhannesson Ragnar Heiðar Guðjónsson 30 ára Dagrún Sæmundsdóttir Einar Helgi Ármann Janina Magdalena Kryszewska Kristinn Snæland Rut Guðnadóttir Rúrik Sand Til hamingju með daginn 30 ára Elísabet ólst upp í Rockford í Illinois og í Reykjavík og býr þar, lauk leikskólaprófi frá HÍ og er í fæðingarorlofi. Maki: Sverrir Pálmason, f. 1980, lögmaður. Dóttir: Herdís María Sverrisdóttir, f. 2014. Foreldrar: Sólrún Alda Sigurðardóttir, f. 1956, starfsmaður hjá Norvik, og Gunnar Júlíusson, f. 1958, starfsmaður hjá Vatni og veitum. Elísabet Gunnarsdóttir 30 ára Agnar lauk BSc- prófi í viðskiptafræði frá HÍ og meistaranámi í reikningsskilum og endur- skoðun og rekur eigin bókhaldsstofu. Maki: Hildur Baldvins- dóttir, f. 1983, nemi. Synir: Ingólfur Páll, f. 2012, og Baldvin Breki, f. 2013. Foreldrar: Ingólfur Sveinsson, f. 1951, d. 2014, og Anna Björg Páls- dóttir, f. 1956. Agnar Páll Ingólfsson 30 ára Bjarni ólst upp í Reykjavík, hefur verið þar búsettur alla tíð og stund- ar vélstjóranám við Vél- tækniskólann. Bróðir: Jón Sigfússon, f. 1975, starfsmaður hjá Bernhard. Foreldrar: Sigfús Guð- brandsson, f. 1950, kerf- isfræðingur á eigin veg- um, og Þórarna Jónasdóttir, f. 1951, sér- kennari við Klettaskóla. Þau búa í Reykjavík. Bjarni Sigfússon Jólagjafirnar fást í Krumma Gylfaflöt 7 • 112 Reykjavík • 587 8700 Opið virka daga 8:30-18:00, laugard. 11:00-16:00 www.krumma.is 24.700 kr. 22.552 kr. 15.800 kr. 12.500 kr. 15.660 kr. 8.900 kr. 5.800 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.