Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014
Karl Sigurðsson,
sérfræðingur á
Vinnumála-
stofnun, segir
fjölgun starfa á
fyrstu níu mán-
uðum ársins ekki
benda til þess að
það sé frost í ís-
lensku efnahags-
lífi. Þannig hafi störfum fjölgað um
nærri 2% milli 2013 og 2014 ef mið-
að er við fyrstu 10 mánuðina, eða
um nálægt 3.500 störf.
„Fjölgun starfa var einnig mikil
árið 2014 og í samræmi við hag-
vöxt, en var mun meira bundin
ungu fólki heldur en í ár þegar
fjölgun starfa hefur dreifst meira á
eldri aldurshópa. Okkur hefur því
virst sem jákvæðari teikn hafi verið
að koma fram víðar á vinnumark-
aði en bara í ferðaþjónustu nú allra
síðustu mánuði og því koma þessar
upplýsingar um lítinn hagvöxt á
óvart,“ segir Karl.
Eykst aftur með haustinu
„Atvinnuleysistölur benda einnig
til að efnahagslífið sé að taka við
sér, en atvinnuleysi hefur farið
jafnt og þétt minnkandi síðustu ár
og er á heildina litið enn á niðurleið
þó svo að það fari vaxandi nú á
haustmánuðum í takt við árstíða-
bundna sveiflu,“ segir Karl.
Skráð atvinnuleysi í október
2014 var 3,2%, en að meðaltali voru
5.217 atvinnulausir í október. Til
samanburðar var skráð atvinnu-
leysi í október 2012 5,2%, en þá
voru að meðaltali 8.187 án vinnu,
eða um 3.000 fleiri en í október sl.
3.500 ný
störf hafa
orðið til í ár
Karl
Sigurðsson
Sérfræðingur sér
ekki merki kólnunar
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sáralítill hagvöxtur á fyrstu níu mán-
uðum ársins – 0,5% – veldur hag-
fræðingum heilabrotum. Ljóst er að
eftirspurn í efnahagslífinu er samt
sem áður að aukast. Það kemur með-
al annars fram í því að atvinnuvega-
fjárfesting óx um 11,7% á sama tíma-
bili en einkaneysla jókst um 2,8% og
var það undir væntingum. Þá uxu
þjóðarútgjöld, sem eru samtala
einkaneyslu, fjárfestingar og sam-
neyslu, um 3%.
Ástæðan fyrir litlum hagvexti er
einkum sú að útflutningur hefur vax-
ið fremur hægt og aukin eftirspurn
hefur einkum beinst að innfluttum
vörum sem í þjóðhagsreikningum
dragast frá landsframleiðslu.
Jöfnuðurinn hefur áhrif
Sigurlilja Albertsdóttir, sérfræð-
ingur í þjóðhagsreikningum og opin-
berum fjármálum, segir vöru- og
þjónustujöfnuðinn hafa áhrif á hag-
vöxtinn. „Þegar útflutningur er um-
fram innflutning þá erum við með já-
kvæðan vöru- og þjónustujöfnuð.
Jöfnuðurinn kemur þannig inn í
landsframleiðsluna sem plús eða mín-
us stærð og eykur þannig eða dregur
úr hagvexti. Tölur um vörur og þjón-
ustu koma frá utanríkisdeild Hag-
stofunnar sem birtir tölur um vörur
og þjónustu á verðlagi ársins.
Á fyrstu níu mánuðum ársins, sam-
anborið við fyrstu níu mánuði ársins í
fyrra, erum við að flytja meira inn en
við flytjum út sem er óhagstætt ef
skapa á góðan hagvöxt fyrir hagkerf-
ið. Gengi krónunnar spilar hér einnig
inn í en þar sem krónan hefur styrkst
þá fáum við minna fyrir útflutninginn
en við gerðum t.d. fyrir ári,“ segir
Sigurlilja um þróunina á árinu.
Skeið efnahagsbata væri á enda
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði
við HÍ, segir þjónustuafganginn að
vaxa en vöruskiptaafgang við það að
hverfa. Þetta sé áhyggjuefni og enn
ein staðfestingin á því að ekki hafi
tekist að auka vöruútflutning sem
skyldi eftir efnahagshrunið.
„Ef það væri ekki fyrir hraðan vöxt
ferðaþjónustu væri greiðslujöfnuður-
inn kominn í halla sem hlyti að leiða
til bæði veikara gengis og samdráttar
í innlendri eftirspurn. Skeið efna-
hagsbata eftir hrunið væri á enda. Ís-
land er að verða jafnháð ferðaþjón-
ustunni og við vorum háð
sjávarútvegi hér í gamla daga.
Ferðaþjónustan er nú orðin leiðandi
á öllum helstu mörkuðum; á
gjaldeyrismarkaði, vinnumarkaði og
fasteignamarkaði og ber nú uppi
efnahagsbatann,“ segir Ásgeir.
Slæmar fréttir fyrir krónuna
„Einkaneysla er miklu veikari á
þessu ári en almennt var búist við.
Þjóðarútgjöldin eru hins vegar í vexti
sem skýrist af mikilli atvinnuvega-
fjárfestingu sem virðist einkum bein-
ast að innflutningi á erlendum fjár-
festingarvörum. Þessar tölur eru
fremur slæmar fréttir fyrir krónuna
þar sem ef skuldaleiðrétting og
kjarasamningar koma einkaneyslu af
stað má búast við því að innflutningur
á varanlegum neysluvörum vaxi
verulega í kjölfarið og skapi veru-
legan vöruskiptahalla. Við gætum þá
mögulega verið að sjá dæmigerðan
íslenskan eftirspurnarfleyg vera að
myndast þar sem þjóðarútgjöldin eru
að vaxa langt umfram landsfram-
leiðslu,“ segir Ásgeir.
Með þetta í huga telur hann ekki
rétt að ræða um kólnun í hagkerfinu.
Gústaf Steingrímsson, hagfræð-
ingur hjá Landsbankanum, segir
koma á óvart hvernig innflutningur-
inn sé að þróast í ljósi þess hvernig
einkaneysla og atvinnuvegafjárfest-
ing hefur þróast á þessu ári.
Innflutningurinn kemur á óvart
„Sögulega séð hefur verið mjög
sterkt samband á milli breytinga í
einkaneyslu og atvinnuvegafjárfest-
ingu annars vegar og breytinga í inn-
flutningi hins vegar á þann hátt að
tveir fyrrnefndu liðirnir hafa drifið
breytingar í innflutningi. Það sem
vekur athygli er að innflutningurinn
er nú að vaxa mun meira en sem
nemur þessu sögulega sambandi og
það skýrir það ósamræmi sem er á
milli vaxtar þjóðarútgjalda og hag-
vaxtar á fyrstu 9 mánuðum ársins.
Það sem gæti skýrt þetta ósamræmi
er að atvinnuvegafjárfesting sé
hreinlega vanmetin en sögulega séð
hafa fyrstu vísbendingar um atvinnu-
vegafjárfestingu gefið til kynna
minni vöxt en reyndin hefur orðið,“
segir Gústaf.
Guðrún Jónsdóttir, deildarstjóri
þjóðhagsreikninga og opinberra fjár-
mála hjá Hagstofunni, telur ekki
ástæðu til að ætla að þetta sé raunin.
„Við erum aðeins búin að skoða
fjárfestingu atvinnuveganna. Við höf-
um ekki sérstaka ástæðu til að ætla
að hún sé vanmetin. Frá þriðja árs-
fjórðungi 2013 til þriðja 2014 jókst
hún um rúm 34% og um tæp 12%
fyrstu níu mánuðina miðað við sama
tímabil fyrra árs. Hagstofan skoðar
þetta að sjálfsögðu áfram þegar fyllri
gögn liggja fyrir.“
Þjóðin flytur ekki nógu mikið út
Lítill vöxtur útflutnings á þátt í litlum hagvexti Sérfræðingur hjá Hagstofunni segir óhagstætt að
þjóðin flytji meira inn en hún flytur út Dósent segir að án ferðaþjónustunnar væri kreppa í landinu
Morgunblaðið/RAX
Í Vesturbænum Innflutningur hefur aukist um tæp 11% á árinu.
Neikvæður hagvöxtur
» Hagvöxtur var neikvæður
um 2,7% á fyrsta ársfjórðungi
og aftur neikvæður um 1,6% á
öðrum ársfjórðungi en hins
vegar jákvæður um 3,9% á
þriðja ársfjórðungi.
» Útflutningur jókst um 5,1%
að raungildi á fyrstu níu mán-
uðum ársins og innflutningur
jókst um 10,8%, þar af vöru-
innflutningur um 11,1%.
Seðlabanki Íslands
Gjaldeyrisútboð
Seðlabanki Íslands mun halda þrjú gjaldeyrisútboð 10. febrúar 2015. Útboðin þrjú eru liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum,
samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011 (http://sedlabanki.is/afnam) og skilmála Seðlabanka
Íslands um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið að losun gjaldeyrishafta frá 18. nóvember 2011 með síðari breytingum
(http://sedlabanki.is/fjarfesting).
Útboð í fjárfestingarleið
Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi.
Lágmarksfjárhæð til þátttöku í útboðshluta fjárfestingarleiðarinnar eruEUR25.000. Fjármálafyrirtæki semgert hafa samstarfssamning
við Seðlabanka Íslands um milligöngu munu annast framlagningu umsókna um fyrirhugaða þátttöku fjárfesta í útboðinu samkvæmt
fjárfestingarleiðinni. Það útboð er opið fjárfestum sem hafa fengið samþykkta umsókn um þátttöku í fjárfestingarleið. Frestur til að
skila inn umsóknum rennur út í dagslok 21. janúar n.k.
Útboð í ríkisverðbréfaleið
Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 33 0321. Heildarmagn evra (útboðs
fjárhæð) sem Seðlabankinn býðst til að kaupa verður að hámarki samsvarandi ISK 400 milljónum. Lágmarksfjárhæð til þátttöku í
ríkisverðbréfaleiðinni eru EUR 10.000. Tilteknir aðalmiðlarar á skuldabréfamarkaði hafa milligöngu um viðskipti í útboðinu gegn
greiðslu í ríkisverðbréfum.
Útboð um kaup á krónum gegn greiðslu í erlendum gjaldeyri
Seðlabanki Íslands kallar eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri.
Viðskiptabönkum er boðið að hafa milligöngu um viðskiptin um kaup á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri.
Seðlabankinn áskilur sér rétt til að takmarka heildar viðskiptamagn með hliðsjón af áhrifum útboðanna á lausafjárstöðu fjármála
fyrirtækja. Endanleg útboðsfjárhæð ræðst af þátttöku. Útboðsfyrirkomulag er með þeim hætti að öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfest
um á sama verði (e. single price). Uppgjör viðskipta í útboðunum þremur verður 3 dögum eftir að útboði lýkur. Tilboðum skal skilað
eigi síðar en 10. febrúar 2015. Nánari lýsingu á framkvæmd útboðanna þriggja er að finna í útboðsskilmálum.
Útboðsskilmála og yfirlit um milligönguaðila, aðalmiðlara og viðskiptabanka má finna á heimasíðu Seðlabankans http://sedlabanki.
is/utbod.
Athygli er vakin á því að útboðið 10. febrúar 2015 verður síðasta útboðið þar sem boðið verður upp á fjárfestingarleið samkvæmt
núverandi fyrirkomulagi.
Nánari upplýsingar veita milligönguaðilar, aðalmiðlarar og viðskiptabankar.