Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 Stóryrðaflaumurinn stóð út úrþingmönnum stjórnarandstöð- unnar á miðvikudag þegar verið var að afgreiða til þriðju umræðu fjár- veitingar til Ríkisútvarpsins fyrir næsta ár. Fyrir ligg- ur að verið er að auka fjárveitingar til Ríkisútvarpsins verulega frá þessu ári og um hálfan milljarð króna frá árinu í fyrra.    Í fjárlagaumræð-unni nú er verið að moka áfram í hít- ina í Efstaleitinu frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlaga- frumvarpinu en nýj- asti fjárausturinn er háður því „skilyrði“ að Ríkisútvarpið haldi eigin fjár- hagsáætlun.    Þetta varð til þess að stjórnarand-staðan sleppti sér algerlega í þingumræðunum. Guðmundur Steingrímsson sagði að þetta fjár- hagslega skilyrði væri „beint inn- grip inn í sjálfstæði stofnunar- innar“.    Árni Páll Árnason sagði að óskstjórnar Ríkisútvarpsins um fjárframlög hefði verið hafnað og það „sem hér er að koma í staðinn eru handjárnin,“ og átti með því við skilyrðin um að fyrirtækið skyldi rekið innan fjárheimilda.    Svandís Svavarsdóttir var meðámóta dellu og sagði skilyrðin „niðurlægjandi fyrir Ríkisútvarpið“.    Enginn þessara þingmanna hafðiáhuga á að Ríkisútvarpið héldi sig innan rúmra og verulega auk- inna fjárheimilda sinna og allir vildu að nokkur hundruð milljónum til viðbótar yrði bætt við. Guðmundur Steingrímsson Ábyrgðarlaus stóryrði og della STAKSTEINAR Árni Páll Árnason Veður víða um heim 11.12., kl. 18.00 Reykjavík -3 skýjað Bolungarvík -5 skýjað Akureyri -4 skýjað Nuuk -6 upplýsingar bárust e Þórshöfn 4 skúrir Ósló 1 skýjað Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 5 léttskýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 5 skúrir Brussel 6 heiðskírt Dublin 3 skúrir Glasgow 5 skúrir London 8 léttskýjað París 7 alskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 5 skýjað Berlín 6 skúrir Vín 6 skýjað Moskva -1 þoka Algarve 16 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 11 heiðskírt Aþena 12 skúrir Winnipeg -2 alskýjað Montreal 0 snjókoma New York 1 alskýjað Chicago -2 skýjað Orlando 13 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:12 15:32 ÍSAFJÖRÐUR 11:55 14:58 SIGLUFJÖRÐUR 11:40 14:40 DJÚPIVOGUR 10:50 14:53 „Þetta skapar ákveðna óvissu, en við munum halda okkar striki,“ segir Snæbjörn Sigurðsson, verk- efnastjóri Norðurþings vegna kís- ilvers PCC á Bakka, um þá ákvörð- un Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) að hefja rannsókn á því hvort raf- orkusamningur á milli Landsvirkj- unar og PCC feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. Í þessari rannsókn ESA verður einnig tekinn fyrir samningur á milli Landsnets og PCC um tengingu kís- ilversins við raforkukerfið. Í tilkynn- ingu frá fjármálaráðuneytinu segir m.a. að ákvörðun ESA komi stjórn- völdum „í opna skjöldu þar sem ekki höfðu borist vísbendingar um að ástæða væri til að hefja slíka rann- sókn“. ESA hafði fyrr á árinu samþykkt fjárfestingarsamning milli PCC og íslenska ríkisins og lög um heimild ríkissjóðs til að fjármagna uppbygg- ingu innviða vegna atvinnustarfsemi á Bakka. Ákvörðun ESA kom for- svarsmönnum Norðurþings einnig á óvart en Snæbjörn telur ólíklegt að þetta muni tefja vinnu við fjár- mögnun á kísilverinu. Haft hefur verið eftir Herði Arn- arsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að samningurinn við PCC hafi verið mjög hagstæður. bjb@mbl.is ESA skapar óvissu um kísilverið á Bakka  Hefja rannsókn á samningum PCC við Landsvirkjun og Landsnet Bakki Tölvugerð mynd af fyrirhug- uðu kísilveri PCC við Húsavík. „Ég vil ekki tjá mig um grein lög- mannsins að svo stöddu,“ sagði Jón Helgi Egilsson, starfandi formað- ur bankaráðs Seðlabanka Ís- lands, aðspurður um grein Hauks Arnar Birgis- sonar hæstarétt- arlögmanns í Morgunblaðinu í gær. Í greininni gagnrýnir Haukur Örn framgöngu fulltrúa í fyrrverandi og núverandi bankaráði SÍ í málskostn- aðarmáli Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra. Telur hann það ekki nægja að Ríkisendurskoðun hafi skrifað skýrslu um málið og Már greitt sinn hluta málskostnaðarins, sem var alls á áttundu milljón króna. „Færa má sterk rök fyrir að lög hafi verið brotin í rekstri bankans, jafnvel almenn hegningarlög. Ef tveir einstaklingar innan fyrirtækis taka ákvörðun um fjárútlát í þágu annars þeirra, án áskilinnar heimildar, getur það flokkast sem umboðssvik. Þetta gildir einnig um Seðlabankann,“ skrifar Haukur Örn. Formaður tjáir sig ekki í bili  Bankaráð SÍ er gagnrýnt í grein Jón Helgi Egilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.