Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014
Ég er að setja mig í stellingar og svona rétt farinn að fikta viðfyrstu málsgreinarnar. Það var svo sem ekki planið að pælaí næstu bók fyrr en eftir áramót, en hausinn fór bara í
gang,“ segir Orri Harðarson. „Þegar maður kláraði þessa fjölmiðla-
skyldu sem fylgdi útkomu bókarinnar og jólabókaflóðið náði há-
marki þá var gott að kúpla sig út úr þessari geðveiki og snúa sér að
því sem manni þykir skemmtilegast og það er að skapa.“
Orri sendi frá sitt fyrsta skáldverk í októberbyrjun. Bókin heitir
Stundarfró og hefur fengið fínar viðtökur. „Upplagið er á þrotum
hjá útgefanda, en hún fæst enn í bókabúðum og er svona að mjatlast
út.“ Orri hefur verið að kynna bókina víða. „Það er alltaf verið að
biðja mig um að koma hingað og þangað að lesa, en vegna búsetu
minnar hefur verið ómögulegt að stökkva í allt. Ég hef þó farið suð-
ur í þrígang eftir að bókin kom út og einnig lesið upp á Akranesi og
Ísafirði. Svo ætlaði ég reyndar að lesa fyrir Dalvíkinga á miðviku-
daginn, en því var aflýst vegna veðurs. Ég er annars ánægður með
þessa duglegu ofankomu núna í vikunni. Snjór og stillur eru það
sem ég kann hvað best að meta við Akureyri.“
Eiginkona Orra er Inga Elísabet Vésteinsdóttir, sérfræðingur í
landupplýsingum hjá Þjóðskrá Íslands, og dætur þeirra eru Karó-
lína og Birgitta Ósk sem eru á fjórða og öðru aldursári. „Þótt þetta
sé ekki stórafmæli þá förum við Inga líklega út að borða; afi og
amma á Akureyri eru búin að bjóðast til að passa.“
Orri Harðarson er 42 ára í dag
Morgunblaðið/Þórður
Ekki hættur í tónlist „Var í vikunni beðinn um að vinna að plötu og
það er allt opið. En ég hef lítið sinnt eigin tónlist, síðustu misserin.“
Byrjaður á nýrri bók
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Helgi T. Stefáns-
son færði Rauða
krossinum
10.000 kr. sem
hann safnaði þeg-
ar hann hélt tom-
bólu
í Árbæ.
Hlutavelta
S
igrún fæddist á Grímars-
stöðum í Andakíl 12.12.
1939 en flutti á þriðja ári
með fjölskyldu sinni í
Borgarnes þar sem hún
ólst upp. Hún var í Barnaskóla
Borgarness, lauk landsprófi frá
Hérðasskólanum í Reykholti 1955
og stundaði síðan nám við Iðnskóla
Borgarness í tvo vetur.
Sigrún vann í sumarafleysingum
hjá Landsíma Íslands, hóf þar fast
starf vorið 1958 og starfaði þar til
1963. Þá hóf hún störf hjá embætti
sýslumanns Mýra- og Borgarfjarð-
arsýslu og starfaði þar til 2005.
„Ég hef alltaf haft áhuga á sam-
félagsmálum og almennri velferð
fólks. Það er líklega meginástæða
þess að bæði þessi störf áttu vel við
mig. Á báðum þessum vinnustöðum
átti ég samskipti við flesta íbúa hér-
aðsins sem komu í margvíslegum
erindagjörðum.
Á báðum þessum stöðum upplifði
ég ótrúlegar tæknibreytingar, allt
frá því að hringja úr heimasíma
með snerli og biðja miðstöð um
samband, en ekki var hægt að
hringja nema símstöðin væri opin.
Öll símtöl út fyrir bæjarfélagið
þurfti svo að panta og bíða síðan
þar til símalínur losnuðu.
Á sýsluskrifstofunni var allt
handskrifað fyrst og síðan vélritað.
Við sem upplifðum tækninýjungar á
borð við rafmagnsritvélar, ljósrit-
unarvélar og síðan tölvur féllum
auðvitað í stafi yfir þessum undrum
tækninnar. Svo má ekki gleyma því
að yfirmenn og allt samstarfsfólk
mitt var frábært á báðum þessum
vinnustöðum.“
Sveitarstjórnarfjölskylda
Sigrún leiddi lista sjálfstæðis-
manna í Borgarbyggð í sveitar-
stjórnarkosningunum 1990, var for-
seti bæjarstjórnar 1990-94, var
síðan fyrst í minnihluta á nýju kjör-
tímabili en síðan formaður bæjar-
ráðs. Hún sat í ýmsum nefndum
Borgarbyggðar, var fulltrúi í Hér-
aðsnefnd, Samtökum sveitarfélaga
Sigrún Símonardóttir, fyrrv. sveitarstjórnarmaður – 75 ára
Á sveitarstjórnarárunum Sigrún var forseti bæjarstjórnar í Borgarnesi 1990-94 og síðar formaður bæjarráðs.
Við þjónustustörf í
Borgarnesi í hálfa öld
Hjónin Sigrún með manni sínum,
Ólafi Ásgeiri Steinþórssyni.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Innihurðir
í öllum stærðum
og gerðum!
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Lei
tið
tilb
oða
hjá
fag
mö
nnu
m o
kka
r
• Hvítar innihurðir
• Spónlagðar innihurðir
• Eldvarnarhurðir
• Hljóðvistarhurðir
• Hótelhurðir
• Rennihurðir
• Með og án gerefta