Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 10
Malín Brand malin@mbl.is Það er ekki það sama að veraHafnfirðingur og Gaflari ogvarast ber að rugla þessutvennu saman. „Ekta Gafl- arar eru þeir sem fæðast í heima- húsum í Hafnarfirði,“ segir Laddi en tvær ljósmæður komu á heimilið og aðstoðuðu við að koma drengnum í heiminn á Nönnustígnum í Hafn- arfirði. Uppvöxturinn var ævintýra- legur í Hafnarfirði á þeim tíma. Bæði var það nálægðin við Hellisgerði sem gerði það að verkum sem og nálægð- in við margslungið hraunið. „Þá var girðing í kringum Hellisgerði og þar var bara opið á sunnudögum fyrir al- menning. Við strákarnir klifruðum nú bara yfir og lékum okkur stundum þar,“ segir hann. Og hraunið sem víða í Norðurbæ Hafnarfjarðar þurfti að víkja fyrir húsbyggingum var ekki síður spenn- andi staður til ýmissa leikja. „Ég varð óskaplega fúll þegar Norð- urbærinn var byggður upp því þá var þetta fallega hraun sem við lékum okkur í eyðilagt. Þarna voru alls- konar skútar, hellar og kastalar eins og við kölluðum þá. Það voru svona klettar og við kölluðum þetta Krók- ótta kastalann. Svo var þetta bara jafnað við jörðu,“ segir Laddi sem segist enn bera merki um hlaupin í hrauninu sem sjáist ef grannt er skoðað. „Það er hægt að skoða á okk- ur ennið í dag. Þetta er allt í örum því við vorum hoppandi í hrauninu og mjög flinkir í því en maður átti það samt til að detta og maður kom eig- inlega alltaf heim með skurð á enn- inu.“ Bóndabeygja skólastjórans Ekki eru allir sáttir við að þurfa að ganga í skóla þegar heill ævintýra- heimur er fyrir utan veggi skólans. Laddi gekk í Lækjarskóla og fór lítið fyrir honum þar enda feiminn með eindæmum. Eftir sem áður var hann eitt af hrekkjusvínunum án þess þó að hrekkja nokkurn. „Krakkarnir í Suðurbænum kölluðu alla strákana í Vesturbænum hrekkjusvín. Þetta skiptist þarna við lækinn og þá var ekkert til nema Suðurbær og Vest- urbær,“ segir hann sem var svo feim- inn að hrekkjusvínsheitið hefði ómögulega getað tollað við hann. „Ég var svo feiminn að það var til vand- ræða. Ég þorði ekkert að fara í skól- ann og man vel eftir því þegar það var skólasetning og ég alveg gjör- samlega brjálaðist. Skólastjórinn tók mig þá í bóndabeygju og fór með mig inn á skólastjóraskrifstofuna, setti mig þar í stól og sagði mér að sitja þar kyrr. Svo tók hann grammófóns- plötu, setti á fóninn og spilaði lag. Ég varð eins og lamb á eftir og sagði svo að það væri bara helvíti gaman í skól- anum ef þetta væri svona,“ segir Laddi sem hafði þá þegar mikið yndi af tónlist. „Ég hlustaði á og kunni öll lög þegar ég var lítill. Hlustaði á Óskalög sjúklinga og sjómanna og ég veit ekki hvað og hvað.“ Bæjarbíó og Árnabíó Feimnin bráði ekki af drengnum þrátt fyrir mildi skólastjórans. Því miður var Laddi lagður í einelti í skóla og jafnvel lengur. „Þá varð maður svolítið útundan því ég tók Skipst á Jesúmynd- um og blöðum í bíó Leikarinn Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi, er ekta Gaflari, enda fæddur í heima- húsi í Vesturbæ Hafnarfjarðar. Þó að hann beri sterkar tilfinningar til bæjarins þar sem hann bjó öll uppvaxtarárin hefur hann aldrei verið með sýningu þar. Í kvöld dregur til tíðinda því fyrsta sýning Ladda í heimabænum verður haldin í Bæjarbíói auk þess sem jólatónleikar Eiríks Fjalars verða haldnir á sunnudag. Morgunblaðið/Eggert Bæjarbíó Laddi á ýmsar minningar úr þessu húsi og fær loks tækifæri til að vera með sýningu þar. Sem barn var hann tíður gestur í Bæjarbíói. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Dömukórinn Graduale Nobili heldur sína árlegu jólatónleika í Langholts- kirkju á morgun, sunnudag, kl. 20. Í ár eru tónleikarnir liður í samstarfi Rásar 1 og Sambands evrópskra út- varpsstöðva (EBU) og verður útvarp- að í Evrópu. Efnisskráin er alíslensk og eru þrjú laganna splunkuný. Þórð- ur Magnússon semur jólalagið í ár sem heitir Jólin nálgast við texta Stefáns frá Hvítadal. Einnig verða flutt eldri jólalög Ríkisútvarpsins og kórinn flytur nýtt lag eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Hreiðar Ingi Þorsteins- son samdi lag fyrir kórinn sem bygg- ist á sálminum Englasveit kom af himnum hátt. Elísabet Waage leikur á hörpu og Hallfríður Ólafsdóttir á flautu. Kórdömurnar bjóða upp á heimabakaðar smákökur og jólöl í safnaðarheimili kirkjunnar. Tónleik- arnir verða sýndir í RÚV á að- fangadag. Aðgangur er ókeypis. Vefsíðan www.Facebook/Graduale Nobili Sumargleði Hér eru þær heldur betur kátar með stjórnanda sínum í sumar. Dömurnar hefja upp raustina Þó að snjórinn geti verið til óþurftar og þvælist oft fyrir fólki getur hann líka verið dásamlegur. Hann lýsir upp dimmu dagana á þessum árstíma, hann býður upp á að fara út að renna sér, í snjókast, leggjast niður og búa til engil, nú eða búa til snjóhús. Margir eiga góðar minningar frá snjó- húsagerð í bernsku, en engin ástæða er til að láta aldur stoppa sig nú eða bara draga ungviðið með í snjó- húsagerðina. Það bætir, hressir og kætir að moka holu í snjó eða stafla upp kubbum, skríða svo inn með kerti og lýsa upp húsið góða, drekka kakó og hafa það notalegt. Endilega … … búið til snjó- hús með ljósi Morgunblaðið/Kristinn Snjóhús Alveg yndislegt fyrirbæri. Það er vel við hæfi að Kristín Steins- dóttir ætli að lesa upp úr nýrri bók sinni, Vonarlandið, á söguslóðum bókarinnar inni í Laugardal á morg- un, laugardag, kl. 14. Upplesturinn fer fram á Café Flóru í Grasagarð- inum sem stendur skammt frá þvottalaugunum, en þær koma mikið við sögu í Vonarlandinu. Að auki mun Kristín segja frá staðháttum, spjalla við gesti og svara spurningum. Kristín lagðist í mikla rannsóknar- vinnu við skriftirnar og sankaði að sér margvíslegum fróðleik um líf og aðstæður kvennanna sem hún skrifar um í bókinni. Að dagskrá lokinni býður hún þeim sem áhuga hafa að fylgja sér inn að þvottalaugum og skoða aðstæður. Í bókadómi um Vonarlandið segir m.a.: „Bókin er saga alþýðukvenna – kvenna sem sárlega þurftu á rödd að halda enda hópur sem lét svo sannar- lega að sér kveða.“ Nú er lag fyrir fólk að nýta sér þetta einstaka tækifæri og njóta upp- lestrar og frásagnar Kristínar á þess- um merkilegu söguslóðum. Notaleg stund á Kaffi Flóru og farið á söguslóðir Kristín les og segir frá aðstæð- um kvenna við þvottalaugarnar Morgunblaðið/Kristinn Kristín Hún kynnti sér sögu þvottakvenna áður en hún skrifaði bókina. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.