Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skýrsla öld-ungadeildarBandaríkja- þings um meintar pyndingar banda- rísku leyniþjónust- unnar CIA er ófög- ur ásýndum, en þar er yfirheyrsluaðferðum leyni- þjónustunnar lýst sem miður geðfelldum. Jafnframt er stað- hæft, þvert á það sem leyni- þjónustan hefur haldið fram, að hinar harkalegu yfir- heyrsluaðferðir hafi hvorki komið að gagni við að hindra hryðjuverkaárásir á árunum eftir hryðjuverkaárásirnar á tvíburaturnana hinn 11. sept- ember 2001 né átt neinn þátt í að það tókst að lokum að ná Osama bin Laden. Það er hins vegar forvitni- legt að sjá viðbrögð manna vestanhafs við skýrslunni, einkum og sér í lagi vegna þess að ekki hefur náðst fram þver- pólitísk samstaða um niður- stöður hennar, eða sameigin- leg skoðun á því hvað mætti betur fara í störfum leyniþjón- ustunnar á grundvelli þeirra. Skýrslan verður því ekki sá grundvöllur til að taka afstöðu til þess hvernig heyja eigi stríðið gegn hryðjuverkum eins og til stóð. Hún er á hinn bóginn þegar orðin að vígvelli um minningu og arfleifð bæði Baracks Obama og George W. Bush. Þá er ólíklegt að umræð- an í kjölfar skýrslunnar leiði til einhverra breytinga á hlut- verki leyniþjónustunnar, sem hefur staðið af sér ýmsa storma í sögu sinni. Þeir sem vilja verja leyni- þjónustuna og aðferðir hennar segja til að mynda að í hinum 500 blaðsíðna útdrætti sem birtur hefur verið hafi verið handvalin úr allra verstu dæm- in og reynt að alhæfa út frá þeim um heildina. Vissulega hafi leyniþjónustan gert mis- tök, en pyndingar hafi ekki verið meginreglan í yfir- heyrslum hennar. Þá hafi nefndarmenn í leyniþjónustu- nefnd öldungadeildarinnar fengið að vita um þær aðferðir og þær aðgerðir sem ráðist hafi verið í og veitt samþykki sitt fyrir þeim. Skýrslan sé því misheppnuð tilraun til að hvítþvo nefndarmenn úr báð- um flokkum af allri ábyrgð. Þá þykir stuðningsmönnum CIA nokkuð bera á tvöfeldni gagn- vart stofnuninni, þar sem ætl- ast sé til að hún komi í veg fyr- ir hryðjuverkaárásir sem hún hafi gert enda hafi engar sam- bærilegar hryðjuverkaárásir verið gerðar í Bandaríkjunum eftir árásirnar 2001, en um leið að hún megi ekki beita þeim aðferð- um sem nauðsyn- legar séu til að árangur náist. Obama Banda- ríkjaforseti er þeg- ar lentur í vandræðum vegna málsins, þar sem hann sem for- seti þarf enn að reiða sig á leyniþjónustuna, á sama tíma og þeir sem nú standa að baki skýrslunni eru í hópi helstu bandamanna hans innan Demókrataflokksins. Obama getur því hvorki tekið heils- hugar undir niðurstöður skýrslunnar né látið eins og hún skipti engu máli. Forysta leyniþjónustunnar fær því á tilfinninguna að hann standi ekki að baki henni eða John O. Brennan, yfirmanni hennar, sem Obama skipaði sjálfur. Á sama tíma segja flokksmenn hans að Obama sé ragur við að taka til í ranni leyniþjónust- unnar. Obama fær því á sig brotsjó frá báðum hliðum. Friedrich Nietzsche sagði eitt sinn að þeir sem berðust við skrímsli yrðu að gæta þess að breytast ekki sjálfir í þau. Ljóst er að úr vöndu er að ráða fyrir þau lýðræðisríki sem halda úti leyniþjónustum. Þau geta ekki leyft sér að beita sömu aðferðum og andstæð- ingar þeirra víla ekki fyrir sér, en ríkin bera engu að síður ábyrgð á því að gæta öryggis þegna sinna. Þess vegna er full þörf á umræðu um það hversu langt megi ganga þegar fá þarf upplýsingar frá grunuðum hryðjuverkamönnum, ekki síð- ur en þörf hefur verið á um- ræðu um þau valdmörk sem setja eigi hlerunum í lýðræð- isríkjunum. Ennfremur mætti í þessu samhengi ræða, og hef- ur verið bent á það í um- ræðunni vestanhafs, um dróna- árásir Bandaríkjanna. Þeim er gjarnan beint gegn yfirmönn- um hryðjuverkasamtaka en í árásunum falla jafnframt ná- grannar og ættingjar sem ekk- ert hafa til sakar unnið. Eru þessar árásir, sem forseti Bandaríkjanna gefur fyrir- mæli um, á hærra siðferðilegu plani en til að mynda vatns- brettayfirheyrslurnar sem vissulega eru óþægilegar en þó ekki lífshættulegar? Eða getur verið að þessar umræður ein- kennist um of af hræsni og tví- skinnungi? Þær flokkspólitísku deilur sem nú eru hafnar eftir út- komu skýrsluútdráttarins í Bandaríkjunum benda því mið- ur til þess að minna gagn verði af umræðunum en hefði getað orðið. Flokkadrættir draga úr trúverðugleika skýrslu um mikil- vægt málefni} Flokkspólitísk „sannleiksskýrsla“ É g veit ekki hvar ég á að byrja á þessum óskalista, mig langar í svo óskaplega margt. Til dæmis einhvern röndóttan blómavasa sem, samkvæmt umfjöllun net- miðla, er svo flottur að fólk úti í bæ vaknaði unnvörpum um niðdimma og nístingskalda vetrarnótt til að næla sér í stássið (það komu jú ekki nema 200 eintök til landsins). Svo væri líka vel þegið ef þú myndir gefa öllum konum á vinnumarkaði í jólagjöf sömu laun og körlum fyrir sömu vinnu. Þú og ég vit- um að lög um jöfn laun karla og kvenna hafa verið í gildi í áratugi, en samt mælist kyn- bundinn launamunur enn talsverður. Værirðu til í að benda þeim, sem hafa með launaákvarðanir að gera, á þetta? Það er örugglega miklu áhrifaríkara og vænlegra til árangurs ef ábendingin kemur frá þér, heldur en mér, því rannsóknir sýna að það er tekið talsvert meira mark á körlum en konum. Svo ertu líka heimsfrægur maður og enn líklegra að það verði hlustað á þig. Annað sem væri gaman að sjá í jólapakkanum væri fleiri konur í stjórnum fyrirtækja, því að þrátt fyrir að lög um kynjakvóta í stjórnum hafi tekið gildi fyrir rúmu ári hallar ennþá á konur. Þú ert vitur maður, kæri jóla- sveinn, hvers vegna heldurðu að þessum lögum hafi ekki verið framfylgt sem skyldi? Ein alræmdasta jólagjöf Íslandssögunnar, fótanudd- tæki, væri líka hugguleg gjöf. Ég veit vel að núna er mikill annatími hjá þér og þú þarft að sinna mörgu. Listinn er orðinn býsna langur og kannski finnst ein- hverjum svona margar gjafir vera heimtu- frekja. Orð á borð við frekju og dólgshátt eru nefnilega gjarnan notuð þegar rætt er um misrétti kynjanna og bent á leiðir til að bæta þar úr. En svo það sé á hreinu, þá eru allar þessar gjafir (fyrir utan fótanuddtækið og röndótta blómavasann) ekki bara hugsaðar fyrir mig. Ég er sannfærð um að þær muni gagnast mörgum, ekki síst þeim sem nota orðin kell- ing og stelpa sem skammar- eða háðsyrði. Eg er líka nokkuð viss um að þær muni koma sér vel hjá þeim sem sjá rautt í hvert skipti sem orðið femínisti slæðist inn í sjóndeildarhring þeirra og sjá fyrir sér bitrar og neikvæðar konur sem hafa ekkert þarfara að gera en að væla yfir einhverju til að skapa vandræði og vesen. Þessar gjafir myndu skipta marga miklu máli á margvíslegan hátt og hafa virkilega jákvæð áhrif um ókomin ár, það hagnast nefnilega allir á jafnrétti, ekki bara konur. Þetta eru gjafir sem gefa. Kær kveðja – Anna Lilja P.S.: Elsku besti jólasveinn. Með þessu bréfi er ég að biðja þig, roskinn karlmann, um að leggja þitt af mörk- um í jafnréttisbaráttunni. Ertu til í að fá fleiri karla með þér í lið? Það skiptir gríðarlega miklu máli því þið eruð í flestum valdastöðunum. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Kæri jólasveinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Um tveir þriðju hlutar allraþjóða í aðildarlöndumOECD fara á netið áhverjum degi. Netnotk- un í gegnum snjallsíma hefur sprungið út á síðustu tveimur árum og fer nú um 41% allra netnotenda daglega á netið í snjallsíma. Ísland er sem fyrr í röð fremstu þjóða í samanburði á netnotkun, þar sem níu af hverjum tíu uppkomnum Ís- lendingum nota netið, skv. nýrri skýrslu OECD um stafræna hag- kerfið og netnotkun íbúa í aðild- arlöndunum. Mikill munur er þó á netnotk- uninni milli þjóða. Fram kemur að um 60% notenda netsins í löndum OECD eru á samskiptamiðlum eða nota það til að kaupa vörur eða þjón- ustu í netverslunum. 30% segjast nota netið til að fylla út eyðublöð í samskiptum við stjórnsýsluna og 11% eru sögð bóka tíma hjá lækni í gegnum netið. Íslendingar eru í öðru sæti yfir þjóðir sem nota netið mikið til að afla sér upplýsinga um vörur og þjónustu en þegar kemur að raf- rænum viðskiptum yfir netið eru Ís- lendingar eftirbátar margra þjóða. Eru þar í 16. sæti skv. tölum OECD yfir netviðskipti, örlítið yfir með- altali aðildarlandanna, 57,5% netnot- enda á Íslandi eru sögð versla á net- inu en Íslendingar eru í 4. sæti meðal þjóða sem notfæra sér mest bankaviðskipti á netinu. Nálægt 20% Dana, Svía, Breta og Kóreubúa nota snjallsíma í viðskiptum á netinu. Fáir breyta öryggisstillingum Rafræn viðskipti eiga sér að mestum hluta stað innan hvers lands, mun færri íbúar í flestum löndum kaupa vörur og þjónustu yfir landamæri á netinu að því er segir í skýrslunni. Íslendingar sem nota netið til kaupa á vöru og þjónustu eru þó í hópi þeirra þjóða sem eru óragari við að kaupa yfir netið frá öðrum löndum. Vitnað er í könnun frá 2012 þar sem spurt var hversu öruggir evrópskir neytendur væru þegar þeir versluðu á netinu við lönd innan ESB og koma Íslendingar næstir á eftir Írum sem eru öruggari en aðrar þjóðir þegar kemur að raf- rænum viðskiptum á milli landa. Ótti við að veita persónuupplýs- ingar á netinu og að öryggi sé ekki nægilega tryggt í netviðskiptum er ein stærsta hindrunin í vegi raf- rænnar þjónustu og netverslunar, að mati OECD. Stór hluti svarenda í OECD-löndunum telur það áhættu- samt. En bent er á það í skýrslunni að þrátt fyrir þessar áhyggjur hafi aðeins þriðjungur allra netnotenda í löndum OECD einhvern tíma breytt öryggisstillingum á netvafra sínum. Notkun þráðlausra nettenginga breiðist hratt út, skv. skýrslunni, þær þrefölduðust innan OECD frá 2008 til 2013. Fram kemur að í des- ember í fyrra hafi þrír af hverjum fjórum í OECD-löndunum verið með áskrift að þráðlausri nettengingu. Í fyrra seldust í fyrsta skipti fleiri snjallsímar en önnur símtæki og að mati sérfræðinga OECD velti heimsmarkaðurinn fyrir smáforrit eða öpp fyrir snjallsíma 20 til 25 milljörðum Bandaríkjadala á því ári. Að meðaltali hefur hver snjall- símanotandi sett upp 28 öpp í síman- um sínum en notar þó að jafnaði ekki nema 11 þeirra. Í maí sl. var fjöldi appa fyrir Android stýrikerfið 1,2 milljónir og stóð um ein milljón far- símanotendum til boða ókeypis. 76% fyrirtækja í löndum innan OECD eru með eigin vefsíðu en að- eins 21% þeirra selur þó afurðir sín- ar á netinu. Notkun tölvuskýjaþjón- ustu færist í aukanna og notuðu t.d. 54% allra stærri fyrirtækja í Kanada sér tölvuskýjalausnir í fyrra. Mark- aðurinn á heimsvísu fyrir tölvuský er talinn munu vaxa úr 120-150 millj- örðum Bandaríkjadala í fyrra í 200- 250 milljarða árið 2017. Netið þenst út en notendur hafa vara á Samanburður á fjarskipta- og netnotkun í löndum OECD Heimild: OECD. Measuring the Digital Economy Leita að vöru og þjónustu á netinu OECD: 78,5% Ísland: 89,1% Bankaviðskipti á netinu OECD: 61,2% Ísland: 89,8% Versla á netinu OECD: 57,4% Ísland: 57,5%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.