Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 30
✝ Kjartan Har-aldsson fæddist
í Reykjavík hinn 14.
október 1965. Hann
varð bráðkvaddur
á heimili sínu mið-
vikudaginn 3. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Pálína Kjart-
ansdóttir, f. 12.3.
1931, d. 18.5. 2010,
og Haraldur Her-
mannsson, f. 16.7. 1928, d. 5.10.
1999. Systkini Kjartans eru:
Halldóra, f. 31.9. 1951, d. 12.5.
17.12. 1966. Foreldrar hennar
eru Magnús Arnar Sigtryggs-
son, f. 17.5. 1948, d. 15.10. 1990,
og Louisa Biering, f. 16.7. 1948.
Synir Kjartans og Sigríðar eru
Magnús Arnar, f. 31.12. 1991,
unnusta Elísabet Halldórsdóttir,
f. 21.10. 1994, og Bergþór, f. 2.9.
1996, kærasta Hekla Sif Hregg-
viðsdóttir, f. 15.5. 1997.
Kjartan vann við ýmis tækni-
og þjónustustörf og þar af
lengst hjá Epli. Síðastliðið ár
rak hann bílaleiguna Icerental
4x4 ásamt Hjörleifi Björnssyni.
Hann var mikill fjölskyldumað-
ur og hafði mikinn áhuga á sam-
kvæmisdansi, tónlist, ljós-
myndun og tölvum.
Útför Kjartans fer fram frá
Seljakirkju í dag, 12. desember,
kl. 13. Jarðsett verður í
Gufuneskirkjugarði.
2003, maki Ingólfur
Arnarsson, f. 25.8.
1943, d. 25.10. 2007,
Sigrún, f. 14.5.
1954, maki Jón Ást-
valdsson, f. 24.1.
1951, Bergþóra, f.
1.10. 1958, maki
Guðmundur Ómar
Þráinsson, f. 8.9.
1957, Herdís, f.
25.3. 1963, maki
Skafti Ingi Stef-
ánsson, f. 9.6. 1957.
Hinn 14. janúar 1989 giftist
Kjartan Sigríði E.M. Biering, f.
Ég boða þér fegurð sem opna mun
gáttirnar allar
er yndisleg birta svo mögnuð frá sál
þinni skín,
í draumi þú vakir, því þegar þú höfðinu
hallar
þá heilsa þér englar – já, þannig er
veröldin þín.
(Kristján Hreinsson)
Sá sorglegi atburður átti sér
stað að morgni miðvikudagsins
3. desember síðastliðins að
tengdasonur systur okkar varð
bráðkvaddur á heimili sínu að-
eins fjörutíu og níu ára. Kjartans
er sárt saknað og það er erfitt að
hugsa til þess að hann skuli vera
dáinn, hann var alltaf svo hlýr,
ljúfur og hjálpsamur við alla.
Við systkinin erum Kjartani
svo þakklát fyrir það hversu góð-
ur og trygglyndur hann var við
systur okkar, tengdamóður sína,
þegar hún missti skyndilega eig-
inmann sinn aðeins fjörutíu og
tveggja ára gömul.
Hann var yngri systkinum
Sigríðar einnig stoð og stytta og
sú tryggð og góðvild hefur alltaf
haldist.
Kjartan og Sigríður eignuðust
tvo yndislega drengi, þá Magnús
Arnar og Bergþór, sem eru
augasteinar foreldra sinna. Þau
hafa búið sér fallegt og hlýlegt
heimili í Fljótaseli 22. Kjartan
átti mörg áhugamál og eitt af
þeim eru smíðar, hann var búinn
í gegnum árin að taka húsið sitt
svo vel í gegn, en hann fann sér
alltaf eitthvað til.
Synirnir Magnús Arnar og
Bergþór lærðu dans í Dansskóla
Sigurðar Hákonarsonar og voru
mjög efnilegir dansarar, þeir
tóku þátt í danskeppnum og
unnu til margra verðlauna.
Kjartan og Sigríður voru mjög
dugleg að fylgja þeim eftir í
dansinum, þau hjónin voru ein af
stofnendum Dansíþróttafélags
Kópavogs og Kjartan var fyrsti
formaður félagsins, en síðan tók
Sigríður við af honum. Þau voru
alla tíð mjög samstillt og virk í
þessu félagi og Kjartan alveg
einstaklega duglegur við að taka
myndir þegar þeir synirnir voru
að keppa og einnig veitti hann fé-
laginu mikla aðstoð.
Það eru erfiðir tímar fram-
undan hjá fjölskyldunni í Fljóta-
selinu og einnig hjá systrum
Kjartans, þeim Sigrúnu, Herdísi
og Bergþóru, sem nú kveðja
einkabróður sinn sem var yngst-
ur systkinanna. Sorgin og sökn-
uðurinn er mikill hjá mörgum
því Kjartan var vinmargur og
vinsæll maður.
Elsku Sigríður, Magnús Arn-
ar, Bergþór og Louise, innilegar
samúðarkveðjur til ykkar allra
og megi góður Guð styðja ykkur
og vernda.
Hvíl í friði, Kjartan okkar.
Helga Biering, Moritz Wil-
helm Biering, Guðrún
Biering, Bertha Biering
og fjölskyldur.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Eins og þruma úr heiðskíru
lofti sló fregninni um andlát
Kjartans bróður hér niður. Ung-
ur fjölskyldufaðir í blóma lífsins
hrifsaður til æðri máttar á fal-
legum miðvikudagsmorgni. Að-
ventan, tími ljóss og friðar, ný-
gengin í garð og fjölskyldan í
Fljótaselinu full tilhlökkunar
vegna væntanlegrar fjölskyldu-
ferðar erlendis. Það er svo
óraunverulegt og jafnframt svo
erfitt að sætta sig við það að
ferðin hans varð önnur en ætlað
var.
Kjartan bróðir var lifandi eft-
irmynd föður síns, trygglyndur
eiginmaður og fyrirmynd sona
sinna. Minningarnar streyma
fram og skarðið í fjölskyldunni
er skarð í hjartanu. Minningarn-
ar geymum við í brjóstum okkar.
Það er sárt að þurfa að kveðja
þig svona snemma, elsku bróðir,
og biðjum við algóðan Guð að
styrkja Sigríði eiginkonu þína og
elsku syni þína, Magnús Arnar
og Bergþór, um ókomna tíð.
Þín er sárt saknað, elsku
bróðir.
Þínar systur,
Herdís, Bergþóra og Sigrún.
Yndislegur tengdasonur minn
er fallinn frá í blóma lífsins og
hans er sárt saknað. Kjartan
kom inn í líf fjölskyldu okkar
Magnúsar fyrir tuttugu og átta
árum og varð strax eins og eitt af
okkar börnum alveg frá fyrstu
kynnum. Kjartan var mikill vin-
ur barnanna minna og barna-
barna, þau elskuðu að fá að vera
nálægt honum því fjörið var svo
mikið í kringum hann hvar sem
hann var, hann var alltaf hrókur
alls fagnaðar og fékk alltaf alla
til þess að hlæja.
Sigríður og Kjartan bjuggu
um tíma í Svíþjóð, en á meðan
þau bjuggu þar reið mikið áfall
yfir fjölskylduna mína því þá
deyr Magnús Arnar, eiginmaður
minn, skyndilega. Kjartan var
eins og klettur við hliðina á mér
og reyndist mér svo vel í þessari
miklu sorg sem ég gekk í gegn-
um ásamt börnunum mínum, ég
get eiginlega fullyrt að það er
Kjartani mínum að þakka að ég
komst út í lífið aftur. Það er búið
að vera yndislegt fyrir mig að fá
að hafa Kjartan svona mikið í
kringum mig, því ég hef búið
með þeim í Fljótaselinu til
margra ára.
Fjölskylda Kjartans hefur
einnig reynst mér vel, hann átti
yndislega foreldra og systur sem
dýrkuðu hann og dáðu, þennan
ljúfa og glaðværa einkason sinn.
Kjartan og Sigríður eiga tvo
yndislega drengi, þá Magnús
Arnar og Bergþór, þeir horfa nú
á eftir föður sínum sem var þeim
svo mikill vinur og studdi þá í
einu og öllu sem þeir tóku sér
fyrir hendur, sorgin er mikil hjá
okkur öllum í dag.
Elsku Sigríður mín, Magnús
Arnar, Elísabet, Bergþór og
Hekla, við munum aldrei gleyma
Kjartani því minning hans lifir
að eilífu.
Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið.
Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann
deyi.“
(Jóh. 11.25)
Kveðja. Þín tengdamamma,
Louisa Biering.
Látinn er í blóma lífsins kær
vinur og mágur, Kjartan Har-
aldsson, fyrir aldur fram. Mér
var mjög brugðið þegar ég
heyrði af láti hans og átti erfitt
með að trúa því.
Við Kjartan kynntumst fljót-
lega eftir að ég fór að gera hosur
mínar grænar fyrir Sigrúnu
systur hans. Þá var Kjartan að-
eins sjö ára gamall. Urðum við
strax góðir félagar og vinir.
Fylgdi hann mér oft og iðulega
þegar ég fór í keppnisferðir.
Ekki var síður gaman þegar við
skutum upp flugeldum á gaml-
árskvöld í Fellsmúlanum. Þegar
hann hafði aldur til fór hann að
vinna hjá mér og varði það í
nokkur ár eða þangað til hann
fór að vinna í tölvugeiranum.
Hann var traustur og áreiðan-
legur í vinnu, hjálplegur og
greiðvikinn. Alltaf tilbúinn að
rétta mér hjálparhönd þegar
þess þurfti.
Við áttum gott spjall saman
þegar ég fór með honum upp á
Keflavíkurflugvöll þar sem hann
sýndi mér aðalstöðvar bílaleig-
unnar sem hann hafði sett á fót
ásamt félaga sínum. Allt gekk
vel og bjart framundan, þremur
dögum síðar er hann allur.
Kjartan mun ekki lengur
banka upp á svalamegin með
hundana sína í kaffi og spjall. Ég
mun sakna hans mikið.
Ég votta Siggu konu hans,
sonunum Magnúsi og Bergþóri
og öðrum aðstandendum samúð
mína.
Jón Ástvaldsson, mágur.
Mikið ofboðslega finnst mér
skrítið að sitja hér og skrifa
minningargrein um þig Kjartan
minn. Þegar pabbi minn dó
gekkstu mér í föðurstað og hefur
alltaf verið til staðar fyrir mig.
Þú leist alltaf á mig sem einn af
drengjum þínum og er ég mjög
stoltur af því. Ég fyllist samt
meira stolti að hafa fengið að
hafa þig í lífi mínu þó svo ég
hefði viljað hafa þig miklu lengur
með okkur. Þú varst alltaf virki-
lega góður við hana Ásdísi Örnu
mína og varst henni meiri afi en
frændi og hafðir gaman af því
hlutverki. Núna verður frekar
tómlegt að litast um í Fljótasel-
inu án þín. Ég veit að pabbi hef-
ur tekið vel á móti þér og að þú
ert kominn á mjög góðan stað.
Ég mun sakna þess mikið að
geta ekki hringt í þig þegar mig
vantar aðstoð eða bara til að
spjalla, koma í Fljótaselið, setj-
ast niður með þér og spjalla.
Þegar ég hugsa aftur í tímann
um allt það sem við höfum gert
saman situr alltaf hjá mér sú
minning sem er mér líka góð lífs-
regla, að maður er fljótari að
tapa virðingu en að vinna sér inn
virðingu. Einnig sagðir þú mér
hver munurinn væri á því að eiga
vini, kunningja eða félaga. Ég er
ótrúlega glaður með það hversu
mikinn tíma við áttum saman í
sumar og gerir það þann tíma
ennþá dýrmætari. Ykkur Hjör-
leifi leiddist ekki mikið öll þau
uppátæki sem ég átti til með að
gera eða jafnvel segja. Þú varst
einn af þeim sem geta allt sem
þeir vilja gera, þú smíðaðir fal-
legan og stóran pall í bakgarð-
inum hjá ykkur, allar viðgerð-
inar sem þú gerðir á húsinu og
baðherbergið sem þú tókst í
gegn uppi á lofti. Ég hlæ enn
þann dag í dag að því þegar þú
varst að brjóta upp úr gólfinu
inni á baðinu til að koma klósett-
rörunum fyrir, en þá sat ég á
hæðinni fyrir neðan þig að
spjalla við fjölskylduna þegar ég
finn steypuna í lofinu byrja að
detta á mig. Viðbrögð mín voru
þau að stökkva upp til þín og fá
þig til að hætta því þú værir að
fara í gegnum gólfið. Þegar þig
langaði að læra á eitthvað eða
afla þér frekari upplýsinga gerð-
ir þú það annaðhvort með því að
fara á youtube eða lesa bók, eins
og að læra á myndavélina, eitt-
hvað sem tengdist tölvum, net-
inu, heimasíðum og get ég talið
helling fleira.
Þú varst gull af manni og góð
fyrirmynd. Ég skal lofa þér því
að gera mitt allra besta í að ann-
ast systur mína, Magnús og
Bergþór. Þú gerðir það fyrir mig
og ég lofa að gera það fyrir þig.
Elsku Sigríður, Magnús og
Bergþór, við munum komast í
gegnum þessa erfiðu tíma sam-
an, með því að standa þétt saman
og halda áfram að lifa lífinu lif-
andi.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þinn mágur, skásonur og vin-
ur,
Styrmir Magnússon.
Okkar ástkæri frændi og vin-
ur, Kjartan Haraldsson, hefur
kvatt þessa jarðvist langt um
aldur fram, einungis 49 ára að
aldri og alls ekki ferðbúinn. For-
eldrar okkar voru systkini, þ.e.
Unnur mamma okkar og Har-
aldur pabbi hans. Við bjuggum
meira að segja í sama húsi í
Fellsmúlanum þegar við vorum
börn og unglingar. Hann vinstra
megin með sínu fólki og við
hægra megin með okkar fólki
ásamt ömmu Halldóru. Anna
systir þeirra bjó í næstu götu
með sínu fólki og var því að von-
um mikill samgangur á milli fjöl-
skyldnanna og oft kátt á hjalla
þegar fólkið hittist. Kjartan var
kátur og skemmtilegur, bæði
raunsær og ljúfur og ávallt vin-
sæll meðal vina sinna. Hann átti
það til að taka nokkur dansspor
og heillaði þá allar skvísur, ekki
síst þær gömlu. Kjartan kom
stundum yfir í spjall til ömmu og
mömmu og átti hann það til að
spyrja, áður en hann rölti til
baka, hvað væri í matinn hjá
okkur og fékk þá iðulega skraut-
leg svör.
Kjartan var alla tíð umvafinn
kvenfólki því hann átti fjórar frá-
bærlega fjölhæfar og skemmti-
legar systur sem hugsuðu vel um
hann. Þær sjá nú á bak ynd-
islegum bróður.
Fyrir allmörgum árum varð
hann heillaður og ástfanginn af
yndislegri konu, henni Sigríði, og
eignuðust þau tvo flotta stráka,
þá Magnús Arnar og Bergþór.
Þau sjá nú á eftir eiginmanni,
föður og besta vini. Kjartan skil-
ur eftir sig mikið tómarúm og
það í jólamánuðinum þegar hátíð
ljóss og friðar gengur í garð.
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðju til stórfjölskyld-
unnar með von um að allir góðar
vættir gæti þeirra.
Kæri frændi, við minnumst
þín með hlýhug og þakklæti.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem)
Una Guðlaug Haraldsdóttir
og fjölskylda, Heba
Gunnrún Haraldsdóttir.
Það er þungbært að skrifa
minningargrein um einn besta
vin okkar, sem nú er fallinn frá
langt fyrir aldur fram, erfitt að
sætta sig við að svo ungur maður
með stór framtíðaráform sé hrif-
inn burt í blóma lífsins. Það er
margt sem flýgur í gegnum hug-
ann á þessari sorgarstundu og
margs að minnast um góðan
dreng. Sérstaklega minnisstætt
er þegar við vinahjónin ákváðum
í sameiningu að gaman væri að
prófa að búa erlendis.
Á þeim tíma voru Kjartan og
Sigga barnlaus en við með Írisi
Ósk okkar eins árs. Eftir hverju
var að bíða og af hverju ekki að
drífa sig? Eftir rúma viku voru
strákarnir flognir á vit ævintýr-
anna í leit að vinnu og húsnæði.
Tveimur mánuðum seinna vorum
við öll sameinuð í Svíþjóð, þeir
komnir í vinnu hjá Volvo og bún-
ir að útvega húsnæði fyrir fjöl-
skylduna. Árið sem við áttum
saman í Svíþjóð var mjög
skemmtilegt og þroskandi fyrir
okkur öll.
Þegar við giftum okkur árið
1995 ákváðum við öll í samein-
ingu að Kjartan og Sigga kæmu
með okkur í brúðkaupsferðina
okkar (annað kom ekki til
greina).Vegna óviðráðanlegra
orsaka komumst við ekki á til-
teknum tíma, þannig að þau
flugu út á undan okkur. Við lent-
um svo tveimur dögum seinna og
þá var tekið á móti okkur með
blómum og fíneríi líkt og við
værum konungborin. Það var
ekki að spyrja að því þegar
Kjartan og Sigga voru annars
vegar. Við áttum saman tvær
dásamlegar vikur í Flórída þar
sem margt var brallað og eru
ófáar minningarnar og alltaf
stutt í hláturinn þegar ferðin er
rifjuð upp.
Fátt fannst okkur skemmti-
legra en að fara saman í útilegur
og sumarbústaði með fjölskyld-
um okkar. Margar sumarbústað-
arferðir eru í minningunni með
endalausu sprelli og hlátri sem
varðveitir skemmtilegar minn-
ingar sem við vitnum oft í. T.d.
piparkökuferðin mikla þegar við
bökuðum og skreyttum pipar-
kökur fram eftir degi og end-
uðum svo daginn á því að allir
fengu maska í andlitið og gúrkur
á augun. Eða þegar við mokuð-
um okkur út um svaladyrnar á
Laugarvatni og bjuggum til fal-
lega koníaksstofu í snjónum.
Auk sumarbústaðaferðanna
fórum við saman víðsvegar um
landið með tjaldvagninn eða felli-
hýsið – og hjólhýsið.
Ein skemmtileg minning – og
sú síðasta – er frá því að við vor-
um hjá Kjartani og Siggu í mat
stuttu áður en kallið kom. Að
venju var staðið í ströngu, mikið
spáð og spekúlerað og nostrað
við matinn eins og Kjartani var
einum lagið. Þvílíkur hátíðarmat-
ur sem borinn var fram það
kvöld. Mikið var spjallað og hleg-
ið fram eftir nóttu
Við varðveitum minningu
Kjartans í hjörtum okkar. Við
þökkum af einlægni einstakar og
óteljandi samverustundir í gegn-
um tíðina.
Elsku Sigga, Magnús Arnar,
Bergþór og aðrir ástvinir. Megi
Guð veita ykkur styrk til að tak-
ast á við framtíðina.
Hinsta vinakveðja.
Lilja og Hilmar.
Í lok sumars 1990 var ég sem
oftar eitthvað tvístígandi með
sjálfan mig. Það sá fyrir endann
á sumarvinnunni og framtíðin
var óráðin. Ég hafði engin áform
og var tilbúinn til þess að bruna
að næstu blindhæð á lífsins leið
og takast á við nýjar áskoranir.
Þar sem ég var á rölti niður
Frakkastíginn fékk ég hug-
myndina. Nokkrum dögum síðar
bankaði ég fyrirvaralaust uppá
hjá Siggu og Kjartani á Kan-
elgötunni í Gautaborg. Kjartan
kom til dyra, brosti og hristi
hausinn. Hann brosti af því að
hann þekkti mig og hann hristi
hausinn af því að þetta kom hon-
um ekkert á óvart. Og ég spurði
„Hæ, get ég fengið gistingu-
?….og svo þarftu eiginlega að
redda mér vinnu, já og húsnæði“.
Ég semsagt gerði mig heima-
kominn hjá þeim í nokkrar vikur
á meðan ég var að koma mér fyr-
ir. Kjartan leiðbeindi mér dyggi-
lega í gegnum kerfið, útvegaði
mér vinnu og kenndi mér nokkur
orð í sænsku. Þegar kom að því
að fara í viðtal hjá leigumiðlun
sagði hann „Nú bjargar þú þér
sjálfur drengur, þú notar sænsk-
una sem ég er búinn að kenna
þér og ef þú talar ensku þarna
inni þá lem ég þig“. Mig minnir
jafnvel að hann hafi aðeins potað
í öxlina á mér á meðan. Þegar ég
hugsa til baka get ég fullyrt að
þetta er sú alhollasta og vinaleg-
asta „hótun“ sem beint hefur
verið að mér. Kjartan varð þarna
valdur að einu stærsta þroska-
skrefi sem ég hef tekið á ævinni.
Og hann vissi það. Tónninn í
röddinni og rólyndið í fasinu
veitti mér um leið sjálfstraust
sem ég byggði á. Í mínum huga
var þetta Kjartan. Alltaf pollró-
legur en jafnframt ákveðinn, vilj-
ugur að miðla og leiðbeina og svo
var húmorinn aldrei langt undan.
Núna er Kjartan ekki lengur hér
og það er bæði erfitt og sárt að
horfast í augu við það. Með þess-
um orðum er ég að reyna að
finna frið og einhverskonar sátt
með það að Kjartan, minn kæri
vinur sé horfinn á braut. Dauð-
inn er alltaf þeim sárastur sem
eftir standa.
Takmarkalausri sorginni og
þungum harminum er misskipt
og er mér í því samhengi hugsað
til Siggu vinkonu minnar. Nú er
það hennar að berjast í gegnum
brimskafla harms og sorgar
ásamt sonum þeirra Kjartans.
Ég veit úr hverju sú kona er
gerð og þau munu í sameiningu
sigrast á þessari þrekraun og
halda fram veginn með bjarta
minningu Kjartans í hjörtum
sínum. Ég sendi þeim, sem og
öllum öðrum vinum og vanda-
mönnum Kjartans mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Trausti Már Ingason.
Ég kynntist Kjartani fyrst í
kringum aldamótin þegar leiðir
okkar lágu saman í gegnum
Tæknival. Við hittumst svo ekki
aftur fyrr en árið 2008 þegar ég
réð hann til starfa sem þjónustu-
stjóra hjá Epli.
Þetta starf var ekki fyrir
hvern sem er því vöxturinn var
mikill í framhaldinu og þurfti því
sterkan mann til þess gera öllum
til geðs. Kjartan stóð sig afar vel
í erfiðu umhverfi og lét ekki mót-
Kjartan
Haraldsson
HINSTA KVEÐJA
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Hilmar Ólafsson.
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014