Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014
BAKSVIÐ
Davíð Már Stefánsson
Guðm. Sv. Hermannsson
John Brennan, forstjóri bandarísku
leyniþjónustunnar CIA, hélt blaða-
mannafund í höfuðstöðvum stofnun-
arinnar í Washington í gær þar sem
hann viðurkenndi, að nokkrar þeirra
yfirheyrsluaðferða, sem starfsmenn
CIA notuðu eftir hryðjuverkaárásina
á Bandaríkin árið 2001, væru „við-
bjóðslegar“. Hann gagnrýndi hins
vegar niðurstöður skýrslu leyniþjón-
ustunefndar öldungadeildar Banda-
ríkjaþings um yfirheyrslur CIA og
neitaði því að leyniþjónustan hefði
reynt að blekkja bandarísk stjórn-
völd.
Brennan sagði að þegar á heildina
væri litið hefðu yfirheyrslurnar aflað
mikilvægra upplýsinga og stuðlað að
því að bjarga mannslífum. Hann
sagðist einnig telja, að miklar líkur
væru á að þvingunaraðferðir við yfir-
heyrslur skiluðu árangri.
Hann sagði að nokkrir starfsmenn
CIA hefðu farið út fyrir leyfileg mörk
en þau tilvik væru fá. Hann viður-
kenndi að nokkrir embættismenn
leyniþjónustunnar hefðu veitt þing-
mönnum „ónákvæmar“ upplýsingar
og sagði að slíkt væri „óviðunandi“.
Hann neitaði hins vegar því að leyni-
þjónustan hefði reynt skipulega að
blekkja þingið eða ríkisstjórnina.
Óvenjulegur
blaðamannafundur
Afar óvenjulegt er að forstjóri CIA
haldi opinberlega blaðamannafundi
en fundurinn í gær var haldinn í kjöl-
far þess að öldungadeild Bandaríkja-
þings birti á þriðjudag skýrslu þar
sem sagði m.a. að grimmilegar pynt-
ingar sem stofnunin beitti við yfir-
heyrslur yfir grunuðum hryðju-
verkamönnum hefðu gengið mun
lengra en áður hafði verið talið og að
þær hefðu ekki komið að neinu gagni
eða eflt öryggi Bandaríkjanna.
Brennan sagði á fundinum í gær að
nokkrir starfsmenn CIA, sem hefðu
farið út fyrir leyfileg mörk, ættu að
axla ábyrgð þeirra gerða sinna. En
hann fullyrti jafnframt, að CIA hefði
gert margt rétt á tímum þegar engar
auðveldar leiðir voru í boði og óttast
var, að hryðjuverkasamtökin al-
Qaeda myndu gera fleiri árásir.
Meðan á blaðamannafundi Brenn-
ans stóð skrifaði Dianne Feinstein,
formaður þingnefndarinnar sem gaf
skýrsluna út, stöðugar færslur á
samskiptavefinn Twitter þar sem
hún hafnaði rökum forstjóra CIA,
þar á meðal þeirri fullyrðingu hans
að leyniþjónustan hefði ekki getað
aflað upplýsinga með öðrum hætti en
með þvingunum. Sameinuðu þjóð-
irnar og ýmis mannréttindasamtök
hafa hvatt til þess, að leyniþjón-
ustumenn, sem tóku þátt í pynt-
ingum á föngum á árunum 2001 til
2007, verði sóttir til saka. Þjóð-
arleiðtogar víða um heim, þar á með-
al David Cameron, forsætisráðherra
Bretlands, hafa einnig gagnrýnt
pyntingar CIA. Barack Obama,
Bandaríkjaforseti, sagði að pynting-
arnar samrýmdust ekki bandarísk-
um gildum.
Þá hefur Mark Udall, öldunga-
deildarþingmaður Demókrataflokks-
ins, sagt að Brennan ætti að segja af
sér vegna þess að CIA hafi reynt að
hafa áhrif á það hverjar niðurstöður
þingnefndarinnar yrðu.
Brennan var háttsettur embættis-
maður innan CIA árið 2002 þegar
byrjað var að beita pyntingum við
yfirheyrslur.
Stórgölluð skýrsla
Nokkrir fyrrverandi bandarískir
embættismenn gagnrýndu pynt-
ingaskýrsluna í gær. Harðast gekk
Dick Cheney, fyrrum varaforseti
Bandaríkjanna, fram en hann sagði í
viðtali við Fox sjónvarpsstöðina, að
skýrslan væri „bölvuð vitleysa“.
Hann segir jafnframt að George W.
Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta,
hafi verið fullkunnugt um þá yfir-
heyrslutækni sem CIA notaði í hans
valdatíð. Hann sagði skýrsluna jafn-
framt vera „stórgallaða og hrikalega
illa unna“ en viðurkenndi þó að hann
hefði ekki lesið hana alla.
Viðbjóðslegar yfirheyrsluaðferðir
Forstjóri CIA gagnrýnir niðurstöður þingnefndar um yfirheyrslur yfir grunuðum hryðjuverkamönnum en
segir að í sumum tilvikum hafi CIA-menn farið yfir leyfileg mörk Hvatt til að starfsmenn CIA verði saksóttir
AFP
Varnarræða John Brennan svarar spurningum blaðamanna í höfuðstöðvum CIA í gærkvöldi.
www.postur.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
1
4
–
2
4
9
8
SMS-FRÍMERKI
Nú getur þú keypt frímerki á jólakortin með SMS skilaboðum úr
símanum. Það er einfalt og þægilegt. Kynntu þér málið á postur.is.
á jólakortið