Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 Smáforrit sem þróað var kringum kennsluefni og aðferðafræði Bryndís- ar Guðmundsdóttur talmeinafræð- ings hefur síðustu vikur rokið upp bandaríska listann á App Store yfir vinsælustu smáforritin sem hægt er að hlaða niður frítt. Um er að ræða forrit fyrir talþjálfun og lestr- arkennslu. Aðferðafræði Bryndísar nefnist „Lærum og leikum með hljóðin“ en ensk útgáfa var þróuð undir heitinu „Kids Sound Lab Pro“. Forrit Bryn- dísar var komið í 148. sæti sl. mánu- dag yfir 200 vinsælustu forritin og í 40. sæti í fyrrakvöld. Einnig voru gerðar enskar útgáfur af Froska- leiknum sem Bryndís hannaði, Frog Game 1 og 2 og þau forrit voru komin í 70. sæti í gær á lista Apple í Banda- ríkjunum yfir fræðsluforrit. „Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir fyrir okkur“ segir Bryndís í samtali við Morgunblaðið en forrit hennar eru að keppa við þúsundir annarra á sama sviði, m.a. ITunes University, Kahn Academy og Se- same Street. „Það er gaman að sjá íslenska hug- smíði með íslenskri tónlist, íslenskum teikningum og íslenskri forritun ná þessum árangri. Við erum að byrja að bjóða þetta efni bandarískum skól- um, þar sem hægt er að hlaða þessu ókeypis niður til kynningar, líkt og hundruðum þekktra smáforrita,“ segir Bryndís og hefur ákveðið af þessu tilefni að bjóða einnig íslensk- um skólum að hlaða efninu frítt niður til 20. desember. Bryndís segir efnið ekki síður gott til enskukennslu á Ís- landi en í Bandaríkjunum. bjb@mbl.is Íslensk lestrarforrit rjúka upp á lista App Store Forrit Eitt af þeim smáforritum sem Bryndís hefur þróað og látið hanna.  Boðið til kennslu í Bandaríkjunum Gert er að mestu ráð fyrir óbreytt- um rekstri frá því sem verið hefur á yfirstandandi ári að teknu tilliti til verðlags- og kostnaðarhækkana vegna kjarasamninga í fjárhags- áætlun Hafnarfjarðarbæjar sem samþykkt var í fyrrakvöld. Ákveðið var að falla frá áformum um hækkun dvalar- og fæðisgjalda í leikskólum sem og hækkun gjalds í heilsdags- skólum. Haft er eftir Rósu Guðbjarts- dóttur, formanni bæjarráðs, í til- kynningu um niðurstöðuna, að frá því að drög að fjárhagsáætlun ársins 2015 voru lögð fram til fyrri umræðu hafi farið fram mikil yfirferð á öllum rekstrarþáttum bæjarins. Hefur sú vinna að sögn hennar, „leitt til þess að hægt er að draga úr áður áætl- uðum útgjöldum, allt að 200 millj- ónum króna. Það gerði okkur kleift að falla frá fyrirhuguðum hækk- unum á dvalar- og fæðisgjöldum í leikskólum sem og gjaldskrá í heils- dagsskólum. Þannig náum við að forgangsraða í þágu barnafjöl- skyldna í bænum og er það í sam- ræmi við stefnu meirihlutans um fjölskylduvænar áherslur.“ Heildarútgjöld eru áætluð um 19,8 milljarðar, launakostnaður um 9,7 milljarðar og fjármagnskostn- aður um 1,8 milljarðar. Rekstrarnið- urstaða A og B hluta er jákvæð um 219 milljónir en rekstrarniðurstaða A hluta er neikvæð um 333 millj.kr. Kleift að falla frá hækkunum  Draga úr áður áætluðum útgjöldum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hafnarfjörður Talið er að fjárfest- ingar á næsta ári verði 750 millj. kr. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lítið hefur reynt á nýtt netstjórn- unarkerfi Landsnets á Vestfjörðum og nýja varaaflsstöð. Þó varð útleys- ing á línum fyrir um þremur vikum og þá virkaði kerfið eins og til er ætlast. Landsnet er að ljúka uppbygg- ingu varaaflsstöðvar í Bolungarvík sem þjónar norðanverðum Vest- fjörðum, endurnýjum tengivirkja og uppsetningu snjallnets sem er sjálf- virkt netstjórnunarkerfi og á að bregðast við á augabragði þegar bil- anir verða á kerfinu og halda því gangandi með nauðsynlegum að- gerðum. Stefnt er að því að taka snjallnetið og varaaflsstöðina í Bolungarvík formlega í notkun við athöfn í næstu viku. Tímasetning er ekki ljós en op- ið hús verður í stöðinni á mánudag, á milli klukkan 16 og 19. Unnið hefur verið að prófunum á kerfinu með því að taka strauminn af og sjá hvernig kerfið bregst við og það stillt í samræmi við það. „Ég reiknaði með að nú fengjum við al- vöru prófun. Yfir gengu verstu veð- ur sem þarna hafa komið. Það kom mér því mjög á óvart að engar bil- anir urðu eða truflun hjá okkur,“ segir Þórður Guðmundsson, for- stjóri Landsnets, um reynsluna úr hvassviðrunum sem gengið hafa yfir landið síðustu daga. Bilanir sem orsökuðu rafmagns- leysi á Barðaströnd, í Ísafjarðar- djúpi og víðar á Vestfjörðum eru í dreifikerfi Orkubús Vestfjarða og eru því utan meginflutningskerfis Landsnets. Kostar 3 milljarða króna „Afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum hefur verið afspyrnu slæmt í langan tíma. Landsnet hefur unnið að því að tryggja betur innviði í fjórðungnum, eins og raunar fleiri landshlutum, en vandamálin hafa verið mest á Vestfjörðum,“ segir Þórður um ástæður þriggja millj- arða króna fjárfestingar á Vest- fjörðum. Aðeins ein lína er inn í fjórðunginn, Vesturlína, og hún er löng og lítið álag á henni. Þórður segir að eng- in forsenda sé til að byggja nýja línu. Því hafi verið farið út í að koma upp þessu nýja kerfi sem byggist á snjallneti og uppbyggingu varaaflsstöðvar. Ljósmynd/Landsnet Reynsla Nýja stjórnkerfið á Vestfjörðum hefur staðist prófanir til þessa. Reynt hefur verið að líkja eftir bilunum. Ekki reyndi verulega á nýja stjórnkerfið  Bilanir á Vestfjörðum urðu utan flutningskerfis Landsnets Snjallnetið sem sett hefur verið upp til að stýra raforkukerfinu á Vestfjörðum er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fyrstu sekúndurnar eru mik- ilvægastar þegar bilanir verða í línum. Annars er hætta á keðju- verkandi atburðum sem gera vandamálið mun verra. Snjall- netið metur samstundis hvaða framleiðsla er í boði innan svæðisins, leysir út alla af- gangs- og skerðanlega orku og ræsir dísilstöðina í Bolung- arvík. Við það kemst á nýtt jafnvægi notkunar og fram- boðs. Allir notendur á norðanverðum Vest- fjörðum, sem kerfið tekur til, eiga að tengjast aftur innan einnar til tveggja mínútna. Leysir strax úr vandanum FYRSTA SNJALLNETIÐ Þórður Guðmundsson Hér fjallað um Grafning, sögu og mannlíf, á árunum 1890-2012 og Grímsnes að hluta til, einkum þess sem tekur til Sogsvirkjana og Ljósafossskóla. Hverri jörð er lýst í knöppu máli og grein gerð fyrir ábúendum og niðjum þeirra. Mikið ítarefni er hluti af verkinu, sem lýtur m.a. að staðfræði, atvinnuháttum, sögu og sögnum, þjóðfræði og þjóðháttum. Fjöldi merkra ljósmynda prýðir það, frá öllum þeim tíma sem fjallað er um. holabok.is • holar@holabok.is Grafningur og Grímsnes „Framlög til grunnskóla hækka meira en almennar launa- og verð- lagshækkanir og fjármagn til dægradvalar er aukið umtalsvert. Frístundastyrkur barna í Kópavogi hækkar í 30.000 um næstu áramót. Þá er gert ráð fyrir 200 milljónum í spjaldtölvuvæðingu skólanna,“ segir í frétt Kópavogsbæjar um fjárhags- áætlun bæjarins fyrir árið 2015 sem var samþykkt sl. þriðjudag. Haft er eftir Ármanni Kr. Ólafs- syni bæjarstjóra að barna- fjölskyldur njóti góðs af góðum rekstri sveitarfélagsins þar sem mikið sé lagt upp úr því að efla leik- og grunnskóla um leið og íþrótta- og tómstundastarf skipi ríkan sess í áætluninni. Fram kemur að lögð sé áhersla á að draga úr álögum á íbúa og at- vinnulíf með því að lækka fast- eignagjöld á íbúðar- og atvinnu- húsnæði og er vatnsgjaldið jafnframt lækkað, sem hefur áhrif á heildargjöld fasteigna. Þá er út- svarið undir leyfilegu hámarki ann- að árið í röð. Ákveðið var að stilla gjaldskrárhækkunum í hóf en gjald- skrár hækka um 2%, sem er undir verðbólguspám næsta árs. Engar hækkanir voru á gjaldskrám á yf- irstandandi ári sem þýðir að þessi gjöld hækka einungis um 2 prósent á tveggja ára tímabili að því er segir um niðurstöðuna. Reka á A-hluta bæjarsjóðs með 147 milljóna kr. rekstrarafgangi á næsta ári og sam- stæðuna með 397 milljóna afgangi. Hækka framlög til grunnskóla  Gjaldskrár hækka um 2% í Kópavogi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kópavogur Skuldahlutfall bæjarins á að fara niður í 166% í árslok 2015.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.