Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014
✝ Ingibjörg Pét-ursdóttir fædd-
ist í Suður-Bár í
Eyrarsveit 19.
ágúst 1937. Hún
lést á Landspít-
alanum 30. nóv-
ember 2014.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Guð-
ríður Kristjáns-
dóttur frá Móabúð í
Eyrarsveit, f. 29.8.
1911, d. 11.5. 1992, og Pétur Sig-
urðsson, verslunarmaður frá
Suður-Bár í Eyrarsveit, f. 17.7.
1910, d. 27.12. 2005. Systkini
Ingibjargar eru: 1) Aðalsteinn,
héraðslæknir, f. 7.9. 1933, d. 9.1.
1985, maki Halldóra Karlsdóttir,
f. 17.2. 1936. 2) Kristján skip-
stjóri, f. 19.8. 1938, maki Erla
Magnúsdóttir, f. 3.2. 1939. 3) Sig-
rún ljósmóðir, f. 21.9. 1939, maki
Björn Ólafsson, f. 30.11. 1936. 4)
Sigurður Kristófer læknir, f.
4.12. 1942, maki Helga Magnús-
dóttir, f. 16.1. 1946. 5) Sigþór
prófessor, f. 17.12. 1943, maki
Colleen M. Pétursson, f. 25.6.
1936.
Hinn 25. febrúar 1961 giftist
Ingibjörg Magnúsi Karli Péturs-
syni hjartalækni, f. 7.8. 1935, d.
Börn þeirra eru a) Drífa, f. 1997,
b) Ásdís, f. 2003, og c) Matthías,
f. 2008. 5) Ásdís, f. 25.6. 1973,
maki Auðun Freyr Ingvarsson, f.
31.10. 1972, þau skildu. Börn
þeirra eru a) Ingibjörg Iða, f.
2000, og b) Ingvar Atli, f. 2003.
Sambýlismaður Ásdísar er Viðar
Halldórsson, f. 22.8. 1970. Sonur
Ásdísar og Viðars, f. 25.10. 2014,
er ónefndur.
Ingibjörg ólst upp í Grund-
arfirði. Að loknu grunn-
skólanámi stundaði hún nám í
Húsmæðraskólanum á Laug-
arvatni og síðan við Hjúkr-
unarskóla Íslands og lauk þaðan
námi 1962. Hún lagði síðan stund
á framhaldsnám í skurðstofu-
hjúkrun á Landspítalanum árin
1961-1962. Hún flutti ásamt eig-
inmanni og fjölskyldu til Banda-
ríkjanna og bjó þar árin 1965-70,
fyrst í Baltimore í Maryland og
síðar í Atlanta í Georgíu. Eftir
að fjölskyldan flutti heim bjó
hún lengst af í Garðabæ. Ingi-
björg starfaði sem hjúkrunar-
kona meðal annars á Vistheim-
ilinu á Vífilsstöðum. Hún lauk
stúdentsprófi frá öldungadeild
Menntaskólans við Hamrahlíð
vorið 1994. Ingibjörg var um
tíma virk í sveitarstjórnarmálum
og var meðal annars á framboðs-
lista fyrir Framsóknarflokkinn í
Garðabæ.
Útför Ingibjargar verður
gerð frá Fossvogskirkju í
Reykjavík í dag, 12. desember
2014, og hefst kl. 15.
9.8. 2011. Foreldrar
hans voru hjónin
Pétur J. Hoffmann
Magnússon banka-
ritari, f. 14.11. 1894,
d. 28.5. 1963, og Ás-
dís Magnúsdóttir, f.
8.12. 1906, d. 18.12.
1955. Börn þeirra
eru: 1) Pétur Þór
(kjörsonur Magn-
úsar), f. 22.3. 1957,
d. 5.9. 1987, maki
Gréta Carlson, f. 29.11. 1958,
þau skildu. Börn þeirra eru a)
Leon Einar, f. 1977, og b) Magn-
ús Karl, f. 1979. Auk þess átti
Pétur Þór a) Ragnar Þór, f.
1976, b) Gunnar, f. 1976, c) Ólaf
Þór, f. 1984, og d) Völu Hrönn, f.
1985. 2) Ólafur Tryggvi, f. 13.12.
1960, maki Björg Vilhjálms-
dóttir, f. 18.1. 1965, þau skildu.
Börn þeirra eru a) Vilhjálmur, f.
1988, b) Magnús, f. 1993, og c)
Sigurbjörg Ásta, f. 1997, og auk
þess á Ólafur Tryggvi Andra, f.
1980. 3) Magnús Karl, f. 20.8.
1964, maki Ellý Katrín Guð-
mundsdóttir, f. 15.9. 1964. Börn
þeirra eru a) Ingibjörg, f. 1989,
og b) Guðmundur, f. 1996. 4) Atli
Freyr, f. 4.12. 1969, maki Stein-
unn Gestsdóttir, f. 17.6. 1971.
Hún lét sig hlutina varða.
Þannig var hún mamma mín.
Hvort sem það var gagnvart sín-
um nánustu eða samfélaginu öllu.
Hvort sem það snerist um gleði
eða sorg. Henni stóð ekki á sama,
hún hafði á hlutunum einlægan
áhuga. Hún var fyrst til að koma
þegar eitthvað bjátaði á og hún
var fyrst til að gleðjast þegar vel
gekk. Og áhuginn var alltaf ein-
lægur.
Við gátum talað endalaust
saman. Ég gat aldrei haldið neinu
leyndu fyrir henni. Áður en ég
vissi af var ég búin að segja henni
hluti sem ég vissi ekki einu sinni
sjálf að lægju þungt á mér. Og
hún hlustaði, af áhuga, þannig að
það hjálpaði. Hún hafði þetta
hlutverk í fjölskyldunni. Fjöl-
skyldan var henni alltaf efst í
huga.
Hún hafði í raun brennandi
áhuga á lífinu öllu. Hún fylgdist
vel með stjórnmálum. Var mikil
jafnaðarmanneskja og mátti ekk-
ert aumt sjá. Hún var fastagestur
í leikhúsunum og las allt það sem
hún komst yfir. Hrókur alls fagn-
aðar í boðum og hló þannig að það
var ekki hægt annað en að gleðj-
ast með henni.
Hún sagði líka alltaf sína mein-
ingu. Hún hefði aldrei þagað til að
þóknast. Það skipti miklu máli í
hennar huga að koma hreint fram
og hafa skoðun á málunum. Það
kenndi hún okkur öllum.
Það er í mínum huga svolítið
stórkostlegt að hafa átt hana fyrir
mömmu. Nærvera hennar ein var
mannbætandi. Ég mun alltaf
geyma minninguna um hana
hjarta mínu næst.
Ásdís.
Ég kynntist Ingibjörgu Pét-
ursdóttur fyrir að verða 30 árum
þegar ég og Magnús Karl, sonur
hennar, vorum að byrja saman.
Ég man vel eftir okkar fyrstu
kynnum þar sem tengdamóðir leit
mig rannsakandi augum. Það leið
þó ekki á löngu þar til ég var orðin
hluti af fjölskyldunni og hef notið
þeirrar gæfu æ síðan.
Ingibjörg var góðum gáfum
gædd, hafði sterka samfélagsvit-
und og lét sig hlutina varða. Hún
hafði ríka réttlætiskennd og
henni var fátt óviðkomandi. Ingi-
björg mat fólk út frá mannkostum
þess, aldrei út frá stöðu eða efna-
hag.
Hún tók alltaf afstöðu með
þeim sem minna máttu sín og var
reiðubúin að leggja sitt af mörk-
um til þess að rétta þeirra hlut. Í
mínum huga var Ingibjörg engin
venjuleg kona.
Magnús Karl Pétursson læknir
var eiginmaður Ingibjargar; besti
vinur hennar og sálufélagi. Magn-
ús og Ingibjörg voru samhent
hjón þó svo persónuleikar þeirra
væru að mörgu leyti ólíkir. Þau
ráku saman myndarlegt heimili
og héldu þétt utan um fjölskyldu
sína sem stækkaði jafnt og þétt.
Magnús og Ingibjörg voru börn-
um sínum góð fyrirmynd. Þau
voru náin og hjónaband þeirra
ástríkt. Þau horfðu hvort á annað
með blik í auga og áttu alltaf sitt
samband. Ég verð enn snortin
þegar ég minnist þess augnabliks
þegar þau hjónin komu upp á fæð-
ingardeild og litu Ingibjörgu dótt-
ur okkar augum í fyrsta sinn. Þau
horfðu á barnið og horfðu svo
geislandi af stolti og gleði í augu
hvort annars, orð voru óþörf.
Þau hjónin ræktuðu með sér
áhugamál sem þau nutu saman og
með börnum sínum. Á meðan
börnin voru ung stunduðu þau
skíði, hestamennsku og siglingar
en eftir að börnin náðu fullorðins-
árum fóru þau hjónin að sækja
námskeið um Íslendingasögur af
miklu kappi. Þau nutu þess að
kryfja saman efni Íslendinga-
sagnanna og kynnast þeim enn
frekar á ferðalögum um víkinga-
slóðir. Sumarbústaðurinn í
Skorradal gegndi líka sífellt
stærra hlutverki þar sem þau
nutu þess að hvílast og njóta
góðra stunda saman. Í Skorra-
dalnum gáfu þau sér líka góðan
tíma til að lesa en þau voru bæði
bókhneigð, lásu mikið og ræddu
um bókmenntir.
Lífleg skoðanaskipti um mál-
efni líðandi stundar; pólitík, listir
og menningu einkenndu mjög
heimilisbrag fjölskyldunnar.
Tengdamóðir mín var í essinu
sínu undir slíkum kringumstæð-
um, gaf ekkert eftir og fylltist
stolti þegar afkomendurnir komu
sterkir inn í umræðuna.
Magnús féll frá fyrir fyrir rúm-
um þremur árum og var fráfall
hans Ingibjörgu mikill missir.
Þau hjónin misstu einnig elsta son
sinn fyrir að verða 30 árum og
báru þann harm alla tíð síðan.
Það er komið að leiðarlokum og
erfitt að kyngja því. Ég kveð
tengdamóður mína full þakklætis
og eftirsjár. Hún lifir áfram í hug
okkar og hjarta.
Ellý Katrín Guðmundsdóttir.
Melhagi, Baltimore, Atlanta,
Einilundur í Garðabæ; heimili
Ingibjargar og Magnúsar voru á
ólíkum stöðum, en hún var alltaf
sama heilsteypta og heiðarlega
systirin og hún var þegar við slit-
um barnsskónum vestur í Grund-
arfirði. Það er ekki þegar allt leik-
ur í lyndi sem sést hvað í fólki býr.
Það er þegar eitthvað bjátar á.
Þegar liðagigt hefur herjað á
flesta liði líkamans svo árum
skiptir er hægt að draga sig inn í
sína skel og gera eins lítið og
kringumstæður leyfa, en það er
líka hægt að halda sínu striki og
neita að gefast upp. Þannig var
Ingibjörg. Það er sjálfsagt að láta
lækna skipta út þeim liðum sem
tæknin leyfir en að öðru leyti má
hunsa erfiðleikana og halda
ótrauður áfram. Aldrei heyrði ég
Ingibjörgu kveinka sér og aldrei
dalaði áhugi hennar á sínum nán-
ustu og samfélaginu yfirleitt.
Hvað oft sat ég ekki við eldhús-
borðið hjá þeim Magnúsi heitnum
í Einilundinum og þáði kaffisopa
og stærri veitingar. Hvað oft ætl-
aði ég að rjúka til og taka kaffi-
könnuna fyrir hana því ég trúði
því varla að þessar hrjáðu hendur
gætu lyft könnunni. Nei, alltaf var
hún á undan mér eins og ekkert
væri sjálfsagðara. Það tók þessa
liðagigt áratugi að leggja kæra
systur okkar að velli, með óbein-
um hætti þó.
Þrátt fyrir það að Ingibjörg
hafi staðið í þessari baráttu við
liðagigtina hvarflar ekki að mér
að gefa í skyn að líf hennar hafi
verið einhver píslarganga. Til
þess var allt of margt jákvætt í
hennar lífi og þannig leit hún á líf-
ið. Það eru fáir sem fara í gegnum
lífið án þess að nokkurn tíma beri
skugga á, en með allan þann
skara af frábærum afkomendum
sem Ingibjörg og Magnús eign-
uðust voru björtu hliðarnar á lífi
hennar miklu fleiri.
Ég ætlaði að heimsækja systur
mína á sjúkrahúsið þegar ég var í
bænum fyrir nokkrum dögum, en
hún var þungt haldin. Síðan bráði
aðeins af henni og svo virtist sem
hún væri enn einu sinni að bragg-
ast. Ég ákvað því að fresta heim-
sókninni þar til ég kæmi næst í
bæinn, en í þetta skipti tók
lungnasmitið sig upp aftur og
þeirri þróun varð ekki við snúið.
Ingibjargar verður sárt sakn-
að, að sjálfsögðu mest af hennar
nánustu, en ekki síður af okkur
systkinum hennar þar sem hún
hefur alltaf skipað sér í forustu-
hlutverk með sínum brennandi og
jákvæða áhuga.
Börnum hennar, barnabörnum
og barnabarnabörnum vottum við
innilega samúð okkar.
Fyrir hönd okkar systkinanna
og fjölskyldna okkar,
Sigþór Pétursson.
Það er mikil hamingja fyrir
foreldra að sjá barn sitt eignast
góðan maka. Við hana bætist
gleði þegar foreldrar makans
reynast vera einstakt ágætisfólk
og verða góðir vinir manns. Þann-
ig var það þegar dóttir okkar
Steinunn giftist manni sínum Atla
Frey, syni Ingibjargar og Magn-
úsar Karls Péturssonar, sem lést
9. ágúst 2011. Magnús Karl varð
okkur öllum í stórfjölskyldunni
harmdauði og nú er Ingibjörg
fallin frá, ekki síður harmdauði.
Eins og dóttir okkar hafði á orði
þegar hún tilkynnti okkur lát
Ingibjargar, þá er það undarleg
tilfinning að þau skuli nú bæði
vera horfin úr heimi, þessi sóma-
hjón, sem aðeins fyrir fjórum ár-
um voru fastastæðan og hjartað í
fjölskyldunni og víst er um það, að
við stöldrum nú við og fyllumst
söknuði en líka þakklæti fyrir allt
það sem samvistir við þau hafa
gefið okkur.
Ingibjörg var einstök kona,
sterk, gáfuð, fróð og afskaplega
skemmtileg. Fyrir utan mikla
mannkosti var hún svo falleg kona
að ávallt vakti aðdáun, jafnvel á
síðustu árum ævi sinnar. Þær eru
margar ógleymanlegar samveru-
stundirnar sem við áttum með
henni og var þá og í mörgum góð-
um símtölum oft minnst á mann-
kosti barnabarnanna okkar
þriggja, sem hún gat seint hætt
að dásama.
Lífshlaup Ingibjargar rekjum
við ekki hér, til þess munu aðrir
verða. Þessi orð eru sett á blað til
að þakka þessari merkiskonu fyr-
ir einstök kynni og ómetanlega
samfylgd.
Guð blessi minningu Ingi-
bjargar Pétursdóttur.
Drífa Pálsdóttir og
Gestur Steinþórsson.
Það er með ólýsanlegum sökn-
uði sem ég kveð Ingibjörgu
tengdamóður mína. Á lífsleiðinni
hittir maður stundum fólk sem
breytir lífi manns til hins betra.
Ef maður er heppinn hittir maður
fólk sem breytir manni sjálfum til
hins betra. Þannig voru Ingibjörg
og Magnús bæði. Það er næstum
ómögulegt að hugsa um annað án
þess að hugsa um hitt. Ég held að
engum hafi dulist hversu sérstakt
samband þeirra var og að þar fór
jafnræði og væntumþykja hönd í
hönd. En umhyggja þeirra náði
ekki bara hvors til annars. Eig-
inlega virtust henni engin tak-
mörk sett. Hjá þeim áttum við öll,
þessi stóri hópur barna, tengda-
barna og barnabarna, öruggt
skjól. Í Einilundinn var hægt að
leita með öll vandamál, stór og
smá, enda var ekki óalgengt þeg-
ar við komum í heimsókn að þar
væri einhver staddur í leit að
stuðningi og góðum ráðum. Og
þar kom enginn að tómum kofun-
um.
Ingibjörg var fluggreind kona
með brennandi áhuga á mönnum
og málefnum og hún lét ávallt í
sér heyra ef hún horfði upp á
óréttlæti. En það var svo einstakt
við Ingibjörgu að hún gat svo
margt sem flestum veitist erfitt.
Hún gat hlegið einlæglega að
sjálfri sér, fyrirgefið af öllu hjarta
og umborið breyskleika fólks sem
aðrir létu fara í taugarnar á sér.
Þó var eitt sem ég dáðist að í fari
Ingibjargar öðru framar. Hún var
sterk kona. Það var ýmislegt á
hana lagt og hún tókst á við erf-
iðleika af einstöku æðruleysi. Ég
held að þessi styrkur hafi gert
henni kleift að missa aldrei þá ein-
lægu lífsgleði sem hún hafði til að
bera og sem fólk dróst að í fari
hennar. Það er dýrmætt að hafa
átt slíka fyrirmynd.
Líf okkar margra er svo miklu
fátæklegra án Ingibjargar. En
þegar fjölskyldan hefur komið
saman á síðustu dögum hef ég lit-
ið yfir hópinn og glaðst yfir þeim
fallegu eiginleikum Ingibjargar
og Magnúsar sem lifa áfram í af-
komendum þeirra. Ég verð æv-
inlega þakklát fyrir að hafa verið
Ingibjörgu og Magnúsi samferða
í tuttugu ár og tilheyra fjölskyld-
unni sem þau sköpuðu. Hvíl í friði,
elskulega Ingibjörg.
Steinunn Gestsdóttir.
Það virðist ekki vera ýkja langt
síðan við hittumst 16 ungar stúlk-
ur í Hjúkrunarskólanum, þó urðu
það 56 ár í haust. Við komum sín
úr hverri áttinni, þó náðum við
fljótlega vel saman og höfum orð-
ið samrýndari með hverju árinu.
Þetta voru skemmtileg ár bæði
í vinnunni og utan hennar, en auð-
vitað þurftum við að bregða okkur
á skemmtistaðina, þótt ekki
mættum við vera lengi úti á kvöld-
in.
Ingibjörg Pétursdóttir, sem
kom úr Grundarfirði, var ein af
okkur. Hún var mannblendin og
skemmtileg. Það hefur líklega
verið þegar við vorum næstum
hálfnaðar með námið sem hún
hitti Magnús og það leyndi sér
ekki að hún hafði fundið hamingj-
una. Sú hamingja entist alla tíð. Í
mörg ár hittumst við sjaldan. All-
ar höfðu nóg að gera. Ingibjörg
og Magnús fóru til Flateyrar, þar
sem Magnús var héraðslæknir,
og síðan til Bandaríkjanna í sér-
nám. Þegar þau komu heim vor-
um við hinar búnar að koma okk-
ur upp saumaklúbbi, þó að
saumaskapurinn legðist fljótlega
af. Það var mikill fengur að fá
Ingibjörgu til baka og heyra hvað
hafði á daga hennar drifið. Við
áttum líka margar yndislegar
stundir í Einilundinum á sérstak-
lega notalegu og glæsilegu heimili
þeirra, sem Ingibjörg hugsaði svo
vel um. Hún var líka óþreytandi
að hugsa um barnabörnin, þegar
þau komu til sögunnar, og gladd-
ist yfir hverju og einu þeirra. Það
var ótrúlegt hvað hún hélt sínu
striki þrátt fyrir slæma liðagigt
og lét hana ekki stoppa sig í
neinu. Það er gleðiefni að við
héldum upp á 50 ára útskriftaraf-
mæli okkar með því að vera
nokkra daga á Akureyri þar sem
tvær okkar búa. Síðar fórum við
til Danmerkur þar sem aðrar
tvær búa. Þetta voru yndislegar
ferðir og heimakonurnar báru
okkur á höndum sér. Það var
aðdáunarverðast hvað Ingibjörg
tók veikindum síðustu ára af
miklu æðruleysi og var alltaf
ánægð með allt og alla og kom
glöð og ánægð að hitta okkur þeg-
ar færi gafst, þó að ekki væri það
alltaf auðvelt fyrir hana.
Við erum þakklátar fyrir ynd-
isleg kynni í meira en hálfa öld,
þótt það virðist sannarlega ekki
svo langt eða eins og Jón Helga-
son segir:
Það var eitt kvöld, að mér heyrðist hálf-
vegis barið.
Ég hlustaði um stund og tók af kertinu
skarið.
Ég kallaði fram og kvöldgolan veitti mér
svarið.
Hér kvaddi Lífið sér dyra og nú er það
farið.
Við sendum börnum, tengda-
börnum, barnabörnum, systkin-
um og öðrum aðstandendum Ingi-
bjargar innilegar
samúðarkveðjur.
Skólasysturnar,
Elín Birna, Ingileif, Júlíana,
Auður Ágústsdóttir, Elsa,
Auður Eiríksdóttir, Sig-
urborg, Guðfinna, Ingibjörg
Ólafsdóttir og Kristjana.
Ingibjörg
Pétursdóttir
✝
Ástkær faðir, sonur, bróðir, mágur
og frændi,
BRYNJAR ÞÓR SIGMUNDSSON,
Langholti 18,
Reykjanesbæ,
lést á heimili sínu
miðvikudaginn 3. desember.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 16. desember kl. 13.00.
Kristrún Ósk Brynjarsdóttir,
Sigmundur Brynjar Sigurgeirsson, Arnbjörg Vignisdóttir,
Baldur Arnar Sigmundsson, Erla Arnardóttir,
Ása Karitas Baldursdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR ÁRNI SIGFÚSSON
húsasmíðameistari,
Sléttuvegi 19,
áður Heiðargerði 34,
lést á hjartadeild LSH þann 8. desember.
Útförin fer fram frá Grensáskirkju
miðvikudaginn 17. desember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
.
Margrét Guðvaldsdóttir,
Ólafur S. Guðmundsson, Elísa N. Puangpila,
Sigfús Árni Guðmundsson, Eva Geirsdóttir,
Valdimar G. Guðmundsson, Valgerður Marinósdóttir,
Birgir Guðmundsson, Ágústa María Jónsdóttir,
afa- og langafabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
MAGNÚS ÞÓRSTEINN SIGFÚSSON
húsasmíðameistari,
Suðurgötu 17, Sandgerði,
lést sunnudaginn 7. desember
á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði
miðvikudaginn 17. desember kl. 13.
.
Heiða Sæbjörnsdóttir
Magnús S. Magnússon Kristjana E. Guðmarsdóttir
Margrét J. Magnúsdóttir Sigurjón Jónsson
Rafn Magnússon Hrönn Hilmarsdóttir
Unnar Ástbjörn Magnússon Petra Rós Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.