Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 Tilnefningar til bandarísku Golden Globe kvikmynda- og sjónvarps- verðlaunanna voru kynntar í gær og er Jóhann Jóhannsson tónskáld meðal tilnefndra. Tilnefninguna hlýtur hann sem höfundur tónlistar í kvikmyndinni The Theory of Every- thing. Í henni er rakin saga eðils- fræðingsins Stephens Hawkings og eiginkonu hans, Jane. „Það er mikill heiður og gleði að vera tilnefndur og fá viðurkenningu á þessari vinnu og þessu samstarfi mínu við leikstjóra myndarinnar, James Marsh. Allir sem komu nálægt myndinni eru stoltir af þessari vinnu og af mynd- inni þannig að það er rosalega gam- an að fá viðurkenningu á því með svona verðlaunatilnefningu,“ segir Jóhann. „Fyrir mig er vinnan alveg næg verðlaun, að fá að taka þátt í svona sterku verkefni og fá að vera með í svona kvikmynd. Allt annað er bónus.“ Myndin er fyrst og fremst ástar- saga Stephens og Jane, að sögn Jó- hanns. „Fókusinn í tónlistinni er mjög mikið á tilfinningar, þetta er tilfinningarík mynd án þess að vera tilfinn- ingasöm,“ segir Jóhann. „Í raun- inni er myndin svolítið um spennuna milli mannsins og vís- indamannsins Hawkings. Hún fjallar meira um manninn en vísindamanninn. En vissulega eru vísindin þarna á bak við, eðlisfræðin og stjarneðlisfræðin, og það eru senur þar sem við reyn- um að koma til skila þessum undrum og þessari andakt sem menn finna gagnvart alheiminum og sköp- unarverkinu.“ Aðrir sem tilnefndir eru í sama flokki eru óskarsverð- launahafinn Hanz Zimmer fyrir tón- list við kvikmyndina Interstellar, Alexandre Desplat fyrir tónlistina í The Imitation Game, Trent Reznor og Atticus Ross fyrir Gone Girl og Antonio Sanchez fyrir Birdman. helgisnaer@mbl.is „Mikill heiður og gleði“ Jóhann Jóhansson  Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna 2015 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég er búin að vera viðloðandi tón- listarbransann lengi og hef oft verið spurð hvenær ég ætlaði að gefa út minn eigin disk. Svar mitt var að ég myndi gefa út disk þegar ég hefði eitthvað segja og svo kom hug- myndin til mín,“ segir Hrönn Svans- dóttir um plötu sína Hljóður – við spegilsléttan fjörð. „Ég fann að mig langaði til að gera plötu sem inni- héldi bara rólega tónlist. Markmið mitt er að lögin renni saman í eitt og þess vegna tengi ég tíu af lögum plötunnar saman í fimm tvennur,“ segir Hrönn og tekur fram að þar sé um að ræða lög með sömu stemn- ingu. Hrönn hefur um alllangt skeið tekið virkan þátt í tónlistarstarfi Fíladelfíu þar sem hún hefur starfað náið með Óskari Einarssyni og Fanny Kristínu Tryggvadóttur, m.a. við rekstur tónlistarfyrirtækisins Hljóma frá árinu 1999. „Síðastliðin 15 ár höfum við t.d. farið um allt land og boðið upp á gospelnámskeið. Við myndum auk þess tríó sem heitir Gospeltónar og gerum mikið af því að syngja við jarðarfarir. Mér finnst mjög gefandi og mikil forréttindi að fá að taka þátt í slíkum athöfnum,“ segir Hrönn og tekur fram að í slík- um aðstæðum snúist allt um að flytja tónlistina og textana vel. „Sá mjúki og friðsæli tónn sem einkennir flutn- ing minn undir slíkum kring- umstæðum skilar sér að nokkru inn á plötuna,“ segir Hrönn. Um hluti sem skipta máli Plata Hrannar inniheldur tólf lög, en þeirra á meðal eru „Kærleik- urinn“ eftir Jóhann G. Jóhannsson við texta úr fyrra Korintubréfi 13. kafla, „Vetrarsól“ eftir Gunnar Þórðarson við texta Ólafs Hauks Símonarsonar, „Umvafinn englum“ eftir Sarah McLachlan við texta Val- geirs Skagfjörð, „Líttu sérhvert sól- arlag“ eftir Braga Valdimar Skúla- son, „Á himnum“ eftir Hjalta Gunnlaugsson og „Stingum af“ eftir Mugison. Aðspurð segir Hrönn lagavalið al- farið stjórnast af textum laganna. „Mér fannst lykilatriðið að textarnir fjölluðu um eitthvað sem skipti máli. Það þarf að vera einhver kjarni eins og t.d. birtist í „Kærleikanum“ sem byggist á einum fallegasta texta Biblíunnar, en kærleikurinn er lyk- illinn að því að vegna vel í lífinu. Þess vegna tengi ég „Kærleikann“ og „Vetrarsól“, því seinna lagið fjallar um hvers virði lífið og allt er ef eng- inn vill deila því með manni. Lagið „Líttu sérhvert sólarlag“ felur í sér mikinn sannleika, því við höfum bara núið og þurfum að nýta það vel. Við vitum ekkert hverjir verða með okk- ur á morgun. Þetta lag tengi ég síðan saman við „Á himnum“, sem fjallar um þá von að á himnum hittum við ástvini okkar á ný. Alla tíð hef ég verið trúuð og trúin er grunnurinn í lífi mínu. Ég nálgast öll lögin á þeim forsendum, hvort sem þau hafa verið hugsuð þannig frá höfundanna hendi. Ég veit ekki hvort lagið „Ómissandi fólk“ eftir Magnús Ei- ríksson hefur verið samið sem trúar- söngur, en ég upplifi textann sem trúarlegan. Eins er lagið „Stingum af“ eftir Mugison hvatning til að verja meiri tíma með börnunum okk- ar og njóta náttúrunnar og fyrir mér er slíkur boðskapur kristilegur, enda í anda þess sem Biblían boðar. Samspil texta og tónlistarlegrar nálgunar er róandi og endurnærandi og er það von mín að hlustandinn upplifi hvatningu, uppörvun og ró. Ég hitti konu á förnum vegi í dag sem þakkaði mér fyrir diskinn og sagði að eftir annasaman vinnudag þá hlusti hún á diskinn í bílnum á leiðinni heim og það er sem tónlistin núllstilli huga og líkama og hún kem- ur endurnærð heim. Annar sagði að söngurinn á disknum væri eins og ferskur blær inn í sálina. Ég er þakklát og mjög ánægð með við- brögðin sem diskurinn hefur fengið.“ Umslagið eins og ljóðabók Athygli vekur að kápan á disknum er sett upp eins og ljóðabók með myndum, en svarti liturinn er allt- umlykjandi. „Mér finnst svartur fal- legur litur og ég vildi hafa umslagið stílhreint og fallegt,“ segir Hrönn og tekur fram að hún hafi fengið mjög góð viðbrögð jafnt við gripnum sem bók og sem plötu. „Ég hugsa um- slagið sem ljóðabók sem hægt sé að lesa samhliða hlustun eða eina og sér.“ Spurð um titil plötunnar bendir Hrönn á að hann vísi annars vegar í lagið „Hljóður“ eftir Reuben Morg- an við texta Árnýjar Jóhannsdóttur og hins vegar í ljóðlínuna „speg- ilsléttan fjörð“ úr lagi Mugisons. „Mér fannst þessi titill og undirtitill gefa vel til kynna þá kyrrð sem er á plötunni.“ „Ferskur blær inn í sálina“  Hrönn Svansdóttir syngur róleg lög á diski sínum Hljóð- ur – við spegilsléttan fjörð  Valdi lögin út frá textunum Morgunblaðið/Þórður Kyrrð „Mér fannst þessi titill og undirtitill gefa vel til kynna þá kyrrð sem er á plötunni,“ segir Hrönn Svansdóttir um nýútkomna plötu sína. Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju býður upp á jólaorgeltónleika í kvöld kl. 20 með orgelstjörnunni Christian Schmitt. Schmitt hlaut Echo-verðlaunin í fyrra, ein helstu verðlaun tónlistarmanna í Þýska- landi, og er hann einn eftirsóttasti konsertorganisti heimsins í dag, að því er fram kemur í tilkynningu. Schmitt hefur áður leikið á Ís- landi, kom hingað á vegum þýska sendiráðsins árið 2001 til að leika á 10 ára afmæli Klais-orgelsins í Hall- grímskirkju og var meðal erlendra gestaorganista á Alþjóðlegu orgel- sumri í kirkjunni í fyrra. Að þessu sinni heldur hann jólatónleika með fjölbreyttri orgeltónlist, á efnis- skránni eru verk eftir feðgana J.S. Bach og C. Ph. E. Bach, Dietrich Buxtehude, Charles Marie Widor, Charles Frost og Olivier Messiaen. Tónleikarnir eru samvinnuverk- efni Listvinafélags Hallgrímskirkju og þýska sendiráðsins á Íslandi og er aðgangur að þeim ókeypis. Orgelstjarna á jólatónlistarhátíð Verðlaunaorganisti Christian Schmitt leikur í Hallgrímskirkju. 12 16 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar L L EXODUS Sýnd kl. 7 - 11 BIG HERO 6 2D Sýnd kl. 3:30 - 5:45 MOCKINGJAY PART 1 Sýnd kl. 10 MÖRGÆSIRNAR 2D Sýnd kl. 4 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.