Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er oft lærdómsríkt að vera bak-
sviðs og fylgjast með því sem gerist á bak
við tjöldin. Taktu eitt skref í einu.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú skalt ekki bregða út af vananum
nema þú hafir það á hreinu að slíkt sé þér til
framdráttar. Gefðu þér tíma til að skoða
samskipti þín við þína nánustu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Kauphugleiðingar þínar eða áætl-
anir um hvernig verja á tilteknum fjármunum
verða ekki að veruleika vegna einhverra eða
einhvers. Notaðu þetta tækifæri út í ystu
æsar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú gætir þurft að gera breytingar á
langtímaáætlunum þínum. Léttu af þér
áhyggjunum með því að leita til fagfólks sem
getur gefið þér góð ráð.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Njóttu lífsins sem best þú getur en
mundu að hóf er best á hverjum hlut. Stað-
fastir einstaklingar hafa breytt gömlum og
úreltum hefðum með því að neita að fara
eftir þeim.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Vonandi getur þú glaðst á þessum
degi og litið framtíðina björtum augum.
Komdu til dyranna eins og þú ert klæddur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú tileinkar sér hugarástand og fram-
komu þeirra sem eru í kringum þig. Líttu
heldur á björtu hliðarnar; þær gefa lífinu
gleði. Geymdu uppástungur þínar þar til
síðar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú er að grípa tækifærið og
gera tilboð í það sem þú hefur lengi haft
augastað á. Manni líkar bara við einhvern
eða ekki, líklega af efnafræðilegum ástæð-
um.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft ekki að hafa minnimátt-
arkennd gagnvart samstarfsmanni þínum.
Hann kemur á óvart, en er ekki augljós.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert eitthvað viðkvæmur og
þarft umfram allt að halda sjálfsstjórn innan
um aðra. Njóttu athyglinnar en láttu allt of-
læti lönd og leið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er ekki hægt að gera svo að
öllum líki og því skaltu halda þínu striki
ótrauður. Viðskipti og samskipti um praktísk
atriði við einhvern í útlöndum ganga vel.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Kröfur fjölskyldunnar eru í þann
mund að yfirbuga þig, þú ert jú límið sem
heldur öllu saman. En þú átt viðurkenningu
skilið.
Eins og við var að búast hefurverið vísnafok á Leirnum út
af veðrinu. Pétur Stefánsson orti
á mánudag:
Hér þó geisi hríðin ein,
og hrollkalt illskuveður,
veit ég stakan stuðlahrein
styrkir allt og gleður.
Hversu dimmt sem úti er,
þó á mig vilji hríða,
í huga bæði og hjarta mér
er heiðrík sumarblíða.
Ármann Þorgrímsson orti út af
erjum í Hörgárdal:
Náttúrunnar neyðar val
nærri mörgum gengur.
Heyrðist mér í Hörgárdal
hrökkva „gleði“ strengur.
Og um niðurstöður rannsókna
Hafró segir hann:
Á flestum miðum framtíð björt,
fátt sem veldur okkur grandi.
Feitum ýsum fjölgar ört
og fullt af þorski uppi á landi.
Fram hefur komið að forsætis-
ráðherra hafi sjö aðstoðarmenn.
Davíð Hjálmar Haraldsson orti:
Aðstoðarmanns skal auka starf,
undir hann flestar skyldur heyri
og geri hann mest af því sem þarf
þjóðhagkvæmt væri að ráða fleiri.
Fía á Sandi sá ástæðu til að
spyrja: „Eigum við annars ekki að
treysta stjórnvöldum?
Heillaráð í hug mér datt
heilmiklu mundi það breyta.
Ráða einn til að segja satt
svo mega hinir neita.
Hér fer Davíð Hjálmar út í aðra
sálma: „Dóttir mín er hjúkka, ég
var að hjálpa hjúkkunum að semja
bækling um verki sem fylgja oft
skurðaðgerð. Þar eð margir kvíða
uppskurði, lagði ég til að þær lífg-
uðu aðeins upp á bæklinginn með
smá spaugi. Þeim líst vel á, hafa
þetta vonandi með.
Aust og vest og út og suðrum lönd
allir verkir fylgja sama mynstri
og ef þú finnur til í hægri hönd
er heillaráð að klípa fast í vinstri.
Árni Björnsson spyr: „Hvað
með þessa gömlu sjúkdómslýs-
ingu?
Vond er gigt í vinstri öxl
verri þó í hægri mjöðm
einsog skáldið Aldous Huxl-
ey er verri en Kristmann Gvöðm.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Um veðrið, þorska, aðstoð-
armenn og skurðaðgerðir
Í klípu
„ÞAÐ VAR DÁLÍTIÐ ERFITT AÐ FYLGJA
EFTIR DRAUMNUM – EN ÞAÐ HJÁLPAÐI
AÐ VERA MEÐ HANN TEXTAÐAN.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG VEIT AÐ ÉG MUN EKKI GLATA DÓTTUR.
ÞÚ MUNT EIGNAST TENGDAMÓÐUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að komast frá annríki
dagsins saman.
EINHVERN DAGINN GÆTUM
VIÐ FENGIÐ HEIMSÓKN FRÁ
VERUM FRÁ ANNARRI PLÁNETU
ÉG FALDI
KÖKUKRÚSINA.
ÞAÐ ER AFMÆLIÐ MITT! TÍMI TIL ÞESS
AÐ HUGSA UM ALLT ÞAÐ MERKILEGA SEM ÉG
HEF KOMIÐ Í VERK Á ÁRINU!
ÞAÐ TÓK EKKI
LANGAN TÍMA...
Víkverji gerir sitt og vel það til þessað halda lambakjötsneyslunni í
hæstu hæðum. Lærin stinn eru alltaf
tilbúin í kistunni og hryggirnir gleðja
líka reglulega. Þessi mikla neysla
skilar sínu í borgarkassann í formi
skatta, en borgaryfirvöld kæra sig
kollótt og halda áfram að hryggja
Víkverja og jafnvel lærbrjóta aðra
borgara með skelfilegum afleið-
ingum.
x x x
Tilfellið er að þegar snjóar tekstborgaryfirvöldum alltaf að eyði-
leggja góða drauminn um lambakjöt-
ið og upplifunina að njóta þess með
því að láta kyrrt liggja með þeim af-
leiðingum að hryggir einkenna götur
í úthverfum öllum til ama og leiðinda.
x x x
Víkverji telur sig vera mikinngöngugarp en það sem skilur
hann helst frá þeim sem stöðugt eru í
fréttum, vegna þess að þeir ætla að
klífa þennan tind eða hinn, komust á
toppinn eða þurftu frá að hverfa, er
að hann heldur sig á sléttum göngu-
stígum eða gangstéttum í borginni.
x x x
Í rokinu um daginn gekk Víkverji tildæmis út götuna, þar sem hann
býr, undan vindinum og mátti hafa
sig allan við að missa ekki fótanna
vegna þess að hundurinn fauk af svo
miklum krafti að við lá að báðir féllu
um koll. Þetta þrekvirki komst ekki í
fréttir.
x x x
Bakaleiðin var þrautin þyngri.Hundurinn stóð ekki í lappirnar
og eina ráðið var að taka hann í fang-
ið. Þannig gekk Víkverji aftur á bak
með rokið og slydduna í bakið götuna
á enda og var nær dauða en lífi þegar
hann náði loks heim.
x x x
Víkverji nefnir þetta hér svo að at-vikið komist á prent og gleymist
ekki vegna þess að í hans huga er það
miklu meira afrek og meiri frétt að
Víkverji gangi með hund í fangi aftur
á bak og báðir í peysu en að göngu-
garpur, sem hefur göngu að atvinnu,
ætli í blíðunni að ganga í peysu aftur
á bak upp Esjuna. víkverji@mbl.is
Víkverji
Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann
er góður, því að miskunn hans varir
að eilífu. (Sálmarnir 106:1)
DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ
A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is
Tæki til
vetrarþjónustu
Stofnað 1957