Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014
✝ Egill ÞórólfurSæmundsson
fæddist í Brekku-
koti í Óslandshlíð,
Skag., 19. október
1914. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Hlévangi í
Keflavík 23. nóv-
ember 2014
Foreldrar hans
voru Sæmundur
Rögnvaldsson sjó-
maður, fæddur 17. mars 1885,
látinn 6. júlí 1932, og Petrea
Aðalheiður Jóhannsdóttir, ljós-
móðir, fædd 24. nóvember 1882,
látin 16. apríl 1966. Systkini
hans eru Rögnvaldur Jóhann
Sæmundsson, f. 1916, Ingibjörg
Róslaug Sæmundsdóttir, f.
1918, d. 2012. Á heimilinu ólust
líka upp: Björg og Jóhann sem
eru látin og Reynir sem er bú-
settur í Keflavík. Þann 21 des-
ember 1940 kvæntist Þórólfur
Guðrúnu Valgerði Sigurð-
ardóttur, f. 2 maí 1921 en hún
lést 18. maí 2001 Dætur þeirra:
1) stúlka, f. árið 1941, lést
þriggja daga gömul 2) Sigríður
Ágústa, f. 9. september 1944,
maki. Friðrik Jensen, fæddur
grét Sigrún, f. 20. janúar 1961.
Börn hennar eru a) Þórólfur
Júlían Dagsson, f. 9. október
1987, og á hann eina dóttur. b)
Ágúst Einar Ágústsson, f. 6. maí
1997.
Þórólfur ólst upp í Ólafsfirði,
þar gekk hann í barnaskóla
Ólafsfjarðar til 14 ára aldurs.
Þegar hann var 18 ára fór hann
í héraðsskólann að Laugum í
Reykjadal í Þingeyjarsýslu og
var þar tvo vetur. Þórólfur og
Guðrún gengu í hjónaband í
Ólafsfirði árið 1940 en fluttu til
Keflavíkur árið 1942 og bjuggu
þar síðan. Þórólfur stofnaði út-
gerð og gerði út mótorbátinn
Ver KE 45 ásamt Erlendi Sig-
urðssyni mági sínum og Svein-
birni Eiríkssyni. Hann var einn
af stofnendum Útvegsmanna-
félags Suðurnesja árið 1963 og
sat í varastjórn og í stjórn Sjó-
mannadagsráðs. Hann kom al-
komin í land árið 1968 og starf-
aði fyrst hjá Olíusamlagi
Keflavíkur en síðan sem bensín-
afgreiðslumaður hjá Essó á Að-
alstöðinni. Þórólfur var hress
og ern fram eftir aldri og söng
með Karlakór Keflavíkur til 93
ára aldurs og einnig með Eldey,
kór eldriborgara. Hann var
mikið fyrir útivist og fór í
stangveiði meðan heilsan leyfði.
Útför Þórólfs fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 12. des.
2014, og hefst athöfnin klukkan
13.
25. apríl 1936.
Börn þeirra: a)
Gunnar Þór Frið-
riksson, f. 17. mars
1964, maki Sig-
urbjörg Jónsdóttir,
f. 18. október 1964
og eiga þau þrjú
börn. b) Aðalheiður
Friðriksdóttir Jen-
sen, f. 9. júní 1965,
d. 30. júní 2013,
hún lætur eftir sig
fjórar dætur og fjögur barna-
börn. c) Sigrún Friðriksdóttir
Jensen, f. 6.ágúst 1968, maki
Rudy Cornelis van Doorn, f. 3.
janúar 1960, og eiga þau tvö
börn d) Laeila Jensen Friðriks-
dóttir, f. 17. júní 1974, maki Vil-
mundur Rúnar Halldórsson, f.
3. október 1976, eiga þau fjögur
börn. 3) Petrea Sæunn, f. 1.maí
1954, börn hennar eru a) Rúnar
Þór Guðmundsson, f. 16. apríl
1972, maki Kristín Þórunn
Kristinsdóttir, f. 13. maí 1976,
og eiga þau 5 börn b) María
Hauksdóttir, f. 30. apríl 1982,
maki Óskar Ingi Víglundsson, f.
13. nóvember 1982, og eiga þau
3 börn c) Bjarki Freyr Óm-
arsson, f. 29. júní 1997, 4) Mar-
Elskulegur afi minn er allur.
Já, 100 ára afmælið þitt, fyrir
rétt rúmum mánuði. Það eru ekki
margir sem fá að lifa í 100 ár. Og
við vissum að tíminn þinn var
kominn.
Andlátið kom ekki óvænt, við
vorum undir það búin, en það þýð-
ir ekki að það sé ekki sárt. Afi lifði
góðu lífi, giftist konunni sem hann
elskaði, eignaðist 3 heilbrigðar
dætur sem hann var stoltur af,
eignaðist 9 barnabörn og 22 aðra
afkomendur. Afi var blessaður
með góðri heilsu. Hann hugsaði
vel um heilsuna og gerði sínar æf-
ingar alla tíð. Hann elskaði sjóinn,
stangveiði, sönginn og börn. Ég á
heilan hafsjó af minningum um
afa. Að sitja í fanginu á honum og
syngja með honum, eða hlusta á
hann syngja, segja ævintýri og
fara með ýmsar vísur er vissulega
stór hluti af þeim og held ég að við
öll, afkomendurnir, höfum fengið
að upplifa það. Ég var líka svo
heppin að fá að fara með afa í
vinnuna þegar hann var að rukka
olíu. Það var gaman, og mikið var
nú spjallað við kúnnana við hverj-
ar dyr. Mikið eru nú breyttir
tímar. Og já, hann fékk sko að
upplifa margar breytingarnar á
þessari öld sem hann lifði. Ég
gleymi aldrei þegar við fjölskyld-
an vorum flutt út til Noregs og ein
fyrstu jólin hringdum til mömmu í
tölvunni. Honum fannst þetta
hálfskuggalegt. Að sjá hvort ann-
að og heyra í einhverju smátæki
eins og tölvu, enda ekki skrítið.
Ég man að hann talaði um að
þetta væri nú eins og úr 1001 nótt.
Enda var ekki einu sinni til sími
þegar hann var að vaxa úr grasi.
Nú er hann komin til ömmu,
Heiðu og Silvíu og allra sinna ætt-
ingja sem á undan fóru. Ég er viss
um að það hafa verið fagnaðar-
fundir þegar hann mætti á svæðið
og er ekki frá því að það hafi verið
sungið eitt lag eða tvö. Ég er
þakklát fyrir að hann var afi minn
og fyrir þær minningar sem ég á.
En ég kem til með að sakna hans
og ömmu.
Ég var svo heppin að fyrir al-
gjöra tilviljun var ég heima á Ís-
landi þegar hann dó. Og fékk mitt
tækifæri til að kveðja hann og
eiga við hann smá spjall í einrúmi
áður en hann kvaddi. Fyrir það er
ég líka þakklát.
Nú húmi slær á hópinn þinn,
nú hljóðnar allur dalurinn
og það, sem greri á þinni leið
um því nær heillar aldar skeið.
Vor héraðsprýði horfin er:
öll heiðríkjan, sem fylgdi þér.
Og allt er grárra en áður var
og opnar vakir hér og þar.
Þér kær var þessi bændabyggð,
þú battst við hana ævitryggð.
Til árs og friðar – ekki í stríð –
á undan gekkstu í háa tíð.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
En styrrinn aldrei stóð um þig,
– hver stormur varð að lægja sig,
er sólskin þinnar sálar skein
á satt og rétt í hverri grein.
Loks beygði þreytan þína dáð,
hið þýða fjör og augnaráð;
sú þraut var hörð – en hljóður nú
í hinsta draumi brosir þú.
Svo hvíl þig, vinur, hvíld er góð,
– vor hjörtu blessa þína slóð.
(Jóhannes úr Kötlum)
Samúðarkveðjur sendum við
dætrum hans, tengdasyni, barna-
börnum, barnabarnabörnum og
barnabarnabarnabörnum.
Sigrún, Ruud, Friðrik Jensen
og Sigríður Ósk, Noregi.
Nú skil ég stráin, sem fönnin felur
og fann þeirra vetrarkvíða.
Þeir vita það best, sem vin sinn þrá,
hve vorsins er langt að bíða.
Að haustnóttum sá ég þig sigla burtu,
og svo kom hinn langi vetur.
Þótt vald hans sé mikið, veit ég þó,
að vorið, það má sín betur.
Minningin talar máli hins liðna,
og margt hefur hrunið til grunna …
Þeir vita það best, hvað vetur er,
sem vorinu heitast unna.
En svo fór loksins að líða að vori
og leysa mjallir og klaka.
Ég fann, að þú varst að hugsa heim
og hlaust að koma til baka.
Þú hlýtur að vera á heimleið og koma
með heita og rjóða vanga,
því sólin guðar á gluggann minn,
og grasið er farið að anga.
(Davíð Stefánsson)
Elsku afi, takk fyrir allt. Hvíl í
friði.
Rúnar Þór, Kristín,
Eyþór, Hafsteinn Egill,
Logi Geir, Brimar Ingi
og Guðrún Valdís.
Elsku afi minn er látinn, hann
varð hundrað ára. Afi var fimm-
tugur þegar hann eignaðist fyrsta
barnabarnið og það var ég. Hann
leyfði mér og öllum börnum yf-
irleitt að njóta skemmtilegra frá-
sagnarhæfileika sinna og söng
mikið af vísum sem komu, að
manni fannst, endalaust upp úr
honum. Afi var sjómaður en eftir
að hann hætti á sjónum fór hann
að rukka fyrir olíufélag sem seldi
olíu á húsin, fyrir daga Hitaveitu
Suðurnesja. Þá fengum við afa-
börnin oft að rúnta með honum
um bæinn. Það voru skemmtileg
ævintýri í barnshuganum að fá að
sitja aftast í farangursrými sta-
tion-bílsins. Afi var mikill banda-
maður minn þegar ég var barn.
Ég átti það til að gera ýmsar
gloríur sem enduðu með einhverj-
um refsingum. Þá kom afi og
bjargaði stráknum og tók hann
með sér á rúntinn. Afi var mikill
veiðimaður og kveikti á veiðieðl-
inu í unglingnum svo um munaði
með skemmtilegum veiðisögum
bæði af sjó og með stöng í ám og
vötnum. Þessi samvera mín með
afa átti örugglega stóran þátt í því
að ég gerðist sjómaður og síðar
skipstjóri og með sæmilega veiði-
dellu. Afi Þórólfur var mjög virk-
ur í störfum Karlakórs Keflavíkur
og kórs Eldri borgara en síðustu
æviár sín var hann hættur að geta
stundað þetta áhugamál sitt.
Elsku afi minn, ég minnist þín
með miklu þakklæti fyrir allt.
Gunnar Þór Friðriksson.
Elsku pabbi minn er látinn 100
ára að aldri. Það eru vissulega
forréttindi að hafa foreldra sína
hjá sér svona lengi, mömmu í 59
ár og pabba í 70 ár. Þau ættleiddu
mig 10 daga gamla og svo sann-
arlega hefði ég ekki getað átt
betri foreldra og fjölskyldu. Pabbi
var sjómaður þegar ég var að
alast upp og stundum lengi í
burtu, en þegar hann var í landi
var hann óendanlega umhyggju-
samur, ég man hvað mér fannst
gott þegar hann kom og settist á
rúmstokkin hjá mér og kenndi
mér bænir eða sagði mér sögur.
Hann hafði líka mjög gaman af
því að lesa og ég á ótal minningar
um okkur þrjú, mömmu að sauma
út, mig að teikna og pabba að lesa
uppúr þjóðsögum Jóns Árnason-
ar, þá var ekki sjónvarp og í minn-
ingunni var oftast bandbrjálað
veður, rafmagnslaust og kveikt á
kertum. Pabbi var frá Ólafsfirði
og hélt mikilli tryggð við frændur
sína þaðan og fóru þau mamma
ófáa veiðitúra með þeim.Þau áttu
mörg góð ár á Laugarvatni í hjól-
hýsinu sínu, nutu þess að gera
þetta annað heimili sitt hlýlegt að
utan sem innan. Þegar pabbi kom
í land þá fór hann í karlakórinn
með Friðrik tengdasyni sínum.
Eftir að hann hætti að vinna þá
var kórinn honum allt, þau
mamma fóru í nokkrar utanlands-
ferðir með kórnum og þegar
mamma féll frá hjálpaði það hon-
um mikið að geta farið á æfingar
og kóramót, og eins og það væri
ekki nóg þá gekk hann líka í kór
eldri borgara, Eldey, og söng í
nokkur ár í tveimur kórum. Hann
var gerður að heiðursfélaga í
Karlakór Keflavíkur og var elsti
kórfélagi landsins, 93 ára gamall.
Á 100 ára afmælinu var hann orð-
inn lasburða. Kórinn kom og söng
honum til heiðurs en það sem mér
er minnisstæðast er þegar hann
lá fyrir í rúmi sínu og þrír félagar
komu og sungu fyrir hann og
hann söng með, það var ógleym-
anleg stund og vil ég nota þetta
tækifæri til að þakka félögum í
Karlakór Keflavíkur fyrir mikla
tryggð og væntumþykju við
pabba minn. Við fjölskyldan met-
um það mikils og vil ég líka þakka
starfsfólkinu á Hlévangi fyrir
góða umönnun og hlýju, sérstak-
lega þessa síðustu daga sem hann
lifði.
Elsku pabbi minn, nú ertu
kominn til allra þeirra sem farnir
voru á undan þér, ég veit það hef-
ur verið stór hópur sem tók á móti
þér, mamma, litla dóttir ykkar,
Heiða mín og Sylvía Lind ásamt
foreldrum þínum og systur. Ég vil
þakka þér fyrir yndislegu æskuna
mína og hvað þú varst börnum,
barnabörnum mínum mikill afi,
Friðrik biður fyrir hlýjar kveðjur
og þakkar vináttu ykkar síðustu
50 árin.
Guð blessi þig, elsku besti
pabbi minn. Þín dóttir,
Sigríður.
Elsku afi minn, núna ertu far-
inn yfir í betri heim og færð loks
að hitta ömmu eftir 13 ára bið.
Minningarnar sem ég á með þér,
eru mér mikils virði og eru þær
óendanlegar. Ég var aðeins 4 ára
þegar amma dó en með þér fékk
ég 17 ár ævi minnar þrátt fyrir að
þú værir 83 þegar ég fæddist og
varst þú svo hress eftir aldri að
mér fannst þú ekki gamall. Þú
sóttir mig á leikskólann þegar
mamma komst ekki og geri aðrir
betur. En nokkrar minningar
man ég betur en aðrar, eins og
Þórólfur
Sæmundsson
✝ HöskuldurJónsson síma-
verkstjóri fæddist í
Sólgarði í Vopna-
firði 9. nóvember
1926 og ólst þar
upp. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Sólvangi í
Hafnarfirði 1. des-
ember 2014.
Foreldrar hans
voru Lilja Sveins-
dóttir, f. 10. júní 1895 á Gnýstöð-
um í Vopnafirði, d. 1970, og Jón
Höskuldsson, f. 2. september
1893 í Blöndugerði á Héraði, d.
1972. Systkini hans eru Ólafur,
f. 1923, d. 1990, Sveinn, f. 1925,
d. 1990, Anna, f. 1929, og Gunn-
ar, f. 1932, d. 1997.
Höskuldur kvæntist, 22. febr-
úar 1953, Guðríði Jónsdóttur frá
Skeggjastöðum á Jökuldal, f. 4.
maí 1931, d. 28. desember 2013.
Foreldrar hennar voru Anna
Grímsdóttir, f. 21. ágúst 1904 á
Galtastöðum í Hróarstungu, d.
1996, og Jón Björnsson, f. 19.
júní 1903 í Hnefilsdal á Jök-
uldal, d. 1986. Börn Guðríðar og
Höskuldar eru: 1) Fjóla, f. 1953.
Maki Jón Guðmundsson, f. 1951.
Sonur hennar er a) Höskuldur
A. Friðgeirsdóttir, f. 1987. Son-
ur þeirra er Markús Axel, f.
2012. b) Friðrik Freyr, f. 1986.
Maki María Óskarsdóttir, f.
1987. Synir þeirra eru Hallmar
Gauti, f. 2010, og Kári, f. 2012.
4) Anna Höskuldsdóttir, f. 1964.
Maki Árni Jón Þorgeirsson, f.
1961. Synir þeirra eru a) Logi, f.
1988. Maki Sigurbjörg Sandra
Pétursdóttir, f. 1994. b) Hösk-
uldur, f. 1990. Maki Margrét Eir
Árnadóttir, f. 1994. c) Þorgeir, f.
1997.
Höskuldur ólst upp á Vopna-
firði. Hann var í sveit á sumrin,
m.a. mörg sumur á Vakurs-
stöðum. Hann var við nám í Hér-
aðsskólanum á Laugum í
Reykjadal, veturna 1944-1946.
Upp úr miðri síðustu öld hóf
hann störf í símavinnu hjá Pósti
og síma. Símavinnan hófst
snemma vors við Hornafjörð og
unnið var langt fram eftir
hausti. Vinnusvæðið náði frá
Skeiðará í suðri og allt norður í
Námaskarð. Vinnuflokkurinn
bjó í tjöldum og síðar skúrum
sem fluttir voru úr stað eftir því
sem verkinu vatt fram. Hann
þurfti því að dvelja langdvölum
fjarri fjölskyldunni. Hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir árið
1996.
Útför Höskulds fer fram frá
Áskirkju í Reykjavík í dag, 12.
desember 2014, kl. 13.
Daði Magnússon, f.
1977. Maki Þórunn
Rafnar Þorsteins-
dóttir, f. 1979. Börn
þeirra eru Dagur, f.
2009, og Hrefna, f.
2011. Börn þeirra
Jóns eru b) Finn-
bogi Rafn, f. 1982.
Maki Hulda Sigurð-
ardóttir, f. 1987.
Dóttir þeirra er
Þórhildur, f. 2012.
c) Ingibjörg Lilja, f. 1987. Maki
Hlynur Jens Smith, f. 1990.
Dóttir þeirra er Viktoría, f.
2012. 2) Jón Höskuldsson, f.
1956. Maki Svanhildur Þeng-
ilsdóttir, f. 1964. Þau slitu sam-
vistir. Dætur þeirra eru a) Krist-
ín, f. 1988. Maki Heiðar Ingi
Ólafsson, f. 1984. Þeirra börn
eru Mikael Bjarki, f. 2009, og
Karen Antonía, f. 2013. b) Guð-
ríður, f. 1991. Maki Egill Ein-
arsson, f. 1980. Dóttir þeirra er
Eva Malen, f. 2014. Maki Jóns
var Magnea Hrönn Stef-
ánsdóttir, f. 1958, d. 2012. Maki
Jóns er Lára Sverrisdóttir, f.
1964. 3) Gauti Höskuldsson, f.
1961. Maki Hafrún Friðriks-
dóttir, f. 1961. Synir þeirra eru
a) Óðinn, f. 1982. Maki Guðrún
Elsku besti pabbi minn. Það
er komið að kveðjustund. Það
kom ekkert á óvart að ekki væri
liðið ár frá andláti mömmu, þið
voruð samrýmd og er garðurinn
ykkar dæmi um það. Þú náðir
að verða 88 ára gamall en þá
var komið nóg. Heilsu þinni
hrakaði síðastliðin ár. Við feng-
um að hafa þig nálægt okkur
síðasta árið. Fyrir það þakka
ég.
Við pabbi vorum afar náin og
allt frá því að ég flutti til
Reykjavíkur, svo vestur, heyrð-
umst við í síma daglega, alveg
þangað til að þú misstir málið
fyrir um fjórum árum. Það var
sárt, þig langaði svo oft að
segja mér eitthvað en gast það
ekki og mikið saknaði ég þess
að heyra ekki röddina þína. Síð-
ustu heilu setninguna sem þú
sagðir við mig, geymi ég fyrir
mig. Ég veit ekki um betri
mann en þig. Alltaf svo lund-
góður, blíður, hjálpsamur og
bara svo innilega hjartahlýr
maður. Þú helgaðir starfsævina
Pósti og síma. Samviskusamur
og duglegur. Ég var svo lánsöm
að fá alltaf að vera með þér. Ég
vildi bara alltaf vera með þér.
Eitt sinn varstu að stússa undir
þeim „hvíta“ á planinu og ég um
það bil fjögurra ára, settist inn í
bílinn, gerði mér lítið fyrir og
ýtti á startarann, þá varstu
snöggur undan bílnum og kippt-
ir mér út. Ef ég gerði eitthvað
af mér var skammaryrðið „álf-
urinn þinn“. Ekki verra en það.
Síðan þurfti að draga silung-
anetin í Lónunum með Olla,
kartöfluræktin var árleg. Einn-
ig fórum við í línutúra, en það
þurfti að sinna loftlínum fyrir
Póst og síma. Ég hékk í talíunni
ásamt Gunnari og auðvitað
reyndi ég að fara upp staurinn í
símaskónum, en þeir voru of
þungir fyrir svona stelpuskott.
Gamla pósthúsið, Hjallurinn og
Tengigrindin voru viðkomustað-
ir. Alltaf á Land Rover sem
mér þótti bæði ljótur og leið-
inlegur en þú tókst alltaf upp
hanskann fyrir greyið. Sumarið
1972 vorum við öll í símavinnu-
skúrum og mamma var mat-
ráðskona þetta sumar. Það var
gaman. Söknuðurinn var nefni-
lega svo mikill fyrir pabba-
stelpu þegar þú fórst á vorin í
símavinnuna. Ég á fallegu bréf-
in frá þér sem oft voru rituð um
borð í MS Heklu eða Esju. Sem
betur fer var símaskúraútgerð-
inni lokið á mínum unglings-
árum.
Þú varst einstaklega góður
pabbi, þú fórst með okkur á
skauta upp á Buslu og varst af-
ar laginn að renna þér. Þú
smíðaðir kofa handa mér í ein-
um grænum hvelli, það varð nú
að ganga, þú smíðaðir tré-
dúkkuvagn sem málaður var
ljósblár. Öllu var reddað. Heima
ryksugaðir þú og skúraðir þeg-
ar mamma var að vinna á laug-
ardögum í frystihúsinu, þetta
var ekki algengt á þessum tíma.
Þú gerðir við allt og nýttir vel,
það kenndir þú mér líka. Þú
hafðir yndi af útiveru, stundaðir
rjúpnaveiðar og laxveiði og að
ógleymdum öllum gönguferðun-
um. Þú varst einnig góður afi,
strákarnir mínir héldu svo upp
á ykkur mömmu, þeir minnast
oft ferðanna út í bílskúr til að
skera af hákarlabeitunni. Þeir
voru aðeins tveggja ára þegar
þessi athöfn hófst. Nafnið „afi
síns“ kemur frá nafna þínum
Höskuldi, því þú sagðir alltaf
„elsku litli vinurinn hans afa
síns“. Við gerðum oft grín, hlóg-
um og sögðum sögur. Þú tókst
þig aldrei hátíðlega, og tróðst
engum um tær. Hæverskur,
hæglátur og prúður að eðlisfari.
Þannig vil ég vera vitandi það
að nú ert þú kominn til mömmu
og í góðu formi. Sætti ég mig
við orðinn hlut þó ég hafi oft
haldið að þú yrðir alltaf hér.
Elsku pabbi minn, það breytir
því ekki að ég sakna þín sárt og
verð alltaf pabbastelpa.
Þín
Anna.
Kæri Höskuldur,
Nú er kominn tími til þess að
kveðja, í bili allavega. Takk fyr-
ir að vera það einstaka ljúf-
menni sem þú varst.
Höskuldur var ekki maður
margra orða en markmið hans í
lífinu virtist vera að allir aðrir
hefðu það sem best. Hann var
fjölskyldumaður og hans nán-
ustu voru alltaf í fyrsta sæti,
ekki hann. Ég kom fyrst í heim-
sókn til hans og Guðríðar í
Snæfell þegar ég var 18 ára.
Eins og ég átti eftir að venjast
var tekið vel á móti manni með
mat og drykk. Enginn skyldi
líða skort þegar kom að eldhús-
inu í Snæfelli og virtist búrið
ótæmandi. Ekki var óalgengt að
útí bílskúr hengi hákarlsbiti og
kannski reykt læri til þess að
narta í.
Höskuldur hafði gaman af
útivist, hann var göngugarpur
og naut þess að vera úti í nátt-
Höskuldur Jónsson