Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 Snjóvirki Nokkur atorkumikil og kappsöm börn réðust í stórframkvæmdir í snjónum á lóð Laugarnesskóla í gær og reistu þar vandað og traust virki til að verjast hugsanlegum snjóboltaárásum. Golli Svo virðist sem ég hafi unnið mér þrennt til óhelgi hjá stjórnar- formanni Ríkis- útvarpsins ohf og stjórnarandstöðunni:  Ég hef, sem varafor- maður fjárlaganefndar og alþingismaður, talið að sömu kröfur eigi að gera til Ríkisútvarpsins ohf. og til allra annarra ríkisfyrirtækja og -stofnana; að vel sé farið með almannafé, aðhalds sé gætt og leitað sé allra leiða til að hagræða.  Ég hef bent á rangfærslur hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins í um- fjöllun um fjárhagsleg málefni hins opinbera hlutafélags. Í grein sem birtist hér í Morgunblaðinu síðast- liðinn þriðjudag sagðist ég bíða og vona „að fréttastofa Ríkisútvarpsins leiðrétti frétt sína síðastliðinn föstu- dag með áberandi hætti“. Hélt ég því fram að ábyrgir og metn- aðarfullir fjölmiðlar hefðu „beðist velvirðingar af minna tilefni“.  Ég hef leyft mér að draga fram til vitnis fyrrverandi fjármálaráð- herra og mennta- og menningar- málaráðherra – Steingrím J. Sigfús- son og Katrínu Jakobsdóttur. Óheppilegt Ingvi Hrafn Óskarsson, stjórnar- formaður Ríkisútvarpsins ohf. sér sig knúinn til þess að senda mér tóninn vegna þessarar óhelgi í grein hér í Morgunblaðinu 11. desember. Ég ætla ekki að elta ólar við dylgjur og lítilsigldar glósur í minn garð. Það er hins vegar óheppilegt að stjórnarformað- urinn skuli saka mig um rangfærslur dag- inn eftir að frétta- stofa Ríkisútvarpsins birti frétt þar sem segir að ég hafi „réttilega bent á að árin 2009 og 2010 hafi RÚV í raun fengið samtals 160 milljónir króna umfram það sem á endanum innheimtist af útvarps- gjaldi og því fengið framlag sem nemur útvarpsgjaldinu og gott bet- ur“. Rétt er að taka fram að allar töl- ur sem ég hef dregið fram um rekstur og efnahag Ríkisútvarpsins og fjárframlaga ríkissjóðs, byggjast á opinberum gögnum. Nánar til- tekið ríkisreikningi sem er áritaður af Ríkisendurskoðanda. Einnig hef ég sótt upplýsingar í fjárlög 2014 og 2015 vegna þess að ekki er kominn ríkisreikningur fyrir þau ár. Ef stjórnarformaður RÚV og stjórnar- andstaðan er með upplýsingar um villur í þessum reikningum er mjög mikilvægt að það komi fram. Ekk- ert slíkt hefur komið fram sem bendir til þess þrátt fyrir mikinn fyrirgang fyrrnefndra aðila. Í röngu liði Daginn áður en grein stjórnarfor- mannsins birtist samþykkti meiri- hluti Alþingis að auka fjárveitingar til Ríkisútvarpsins. Þá hafa árlegar fjárveitingar til stofnunarinnar auk- ist um 485 milljónir króna frá fjár- lögum 2013. Það þýðir að framlög til RÚV hafa hækkað um 15% frá síð- asta fjárlagaári vinstri stjórn- arinnar. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6%. Þessa aukningu kallar stjórnarandstaðan niðurskurð. Krafa stjórnarandstöðunnar var að auka árleg framlög um nær eitt þúsund milljónir – allt á kostnað skattgreiðenda sem myndi þýða hækkun um 30% frá árinu 2013. Hækkun til Landspítalans nemur 20% á sama tímabili. En þannig á forgangsröðunin að vera í ríkisfjár- málum í hugum vinstri manna. Satt að segja átti ég ekki von á því að þurfa að standa í opinberum deilum við fyrrverandi formann Sambands ungra sjálfstæðismanna. Allra síst um nauðsyn þess að aga sé beitt í ríkisfjármálum eða að hagsmuna skattgreiðenda sé gætt og forgangsraðað sé í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins í velferð- armálum. Ingvi Hrafn Óskarsson hefur því miður villst (en vonandi tímabundið) inn í lið þeirra sem hvetja til hærri skatta og a.m.k. að sum ríkisfyrirtæki séu undanþegin kröfum um aðhald og sparsemi. Ingvi Hrafn gerir sérstakar at- hugasemdir við að ég skuli vitna til bréfs sem Steingrímur J. Sigfússon ásamt Katrínu Jakobsdóttur skrif- aði stjórn Ríkisútvarpsins í febrúar 2011. Þar var sýnt fram á að fullyrð- ingar um skerðingar á fjárveit- ingum til hins opinbera hlutafélags ættu ekki við rök að styðjast. „Hlýtur að teljast nokkurt ný- næmi að þingmaður Sjálfstæðis- flokksins leggi slíkt traust á yfirlýs- ingar og upplýsingar frá Steingrími J.,“ skrifar stjórnarformaðurinn. Það er rétt að ég hef ekki oft sótt í smiðju Steingríms J. Sigfússonar en merkilegt er að stjórnarformað- ur Ríkisútvarpsins hrekur í engu þær upplýsingar sem fjármála- ráðherrann fyrrverandi setti fram. Gerir ekki einu sinni tilraun til þess, ekki frekar en þeir stjórnarand- stæðingar sem hæst hrópa. Kannski getum við orðið sammála En fyrst það virðist nálgast póli- tíska dauðasynd að vitna í ráðherra Vinstri grænna, er spurning hvort Ingvi Hrafn sættir sig betur við að aðrir fyrrverandi ráðherrar séu dregnir fram til vitnis. Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, skrifar á heimasíðu sína miðvikudaginn 10. desember síðastliðinn: „Í stað þess að færa fram rök setja menn sig í frekjulegar stell- ingar. Það sæmir ekki stöðu ríkis- útvarpsins í samfélaginu og er til þess eins fallið að veikja ímynd þess. Ný yfirstjórn ríkisútvarpsins fór illa af stað. Breytingar sem gerðar voru á dagskrá rásar 1 mæltust illa fyrir hjá traustustu hlustendum hennar. Gagnrýni var svarað af yf- irlæti sem mátti í sumum tilvikum jafna við hroka. Sambærilegt við- horf setur svip sinn á kröfugerðina um hækkun nefskatts í þágu rík- isútvarpsins. Hlustun og áhorf dregst saman og svarið af hálfu stofnunarinnar er að heimta meira fé af þeim sem hafa lítinn og minnk- andi áhuga á því sem hún hefur fram að færa.“ Björn kemst að þeirri niðurstöðu að „lemja á stjórnmálamönnum til að bæta stöðu ríkisútvarpsins í stað þess að ræða aðlögun starfsemi og dagskrár þess að nýjum aðstæðum er ekki annað en veruleikaflótti“. Kannski við Ingvi Hrafn getum orðið sammála um að greining fyrr- verandi menntamálaráðherra okkar sjálfstæðismanna sé rétt og sann- gjörn. Pólitísk dauðasynd og óhelgi? Eftir Guðlaug Þór Þórðarson » Ingvi Hrafn Óskars- son hefur því miður villst (en vonandi tíma- bundið) inn í lið þeirra sem hvetja til hærri skatta og a.m.k. að sum ríkisfyrirtæki séu und- anþegin kröfum um að- hald og sparsemi. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.