Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Ýmislegt
Ódýr blekhylki og tónerar
Verslun í Hagkaup, Smáralind og
Fjarðargötu 11, Hafnarfirði
Blekhylki.is, sími 517 0150
Klapparstíg 44 • Sími 562 3614
Jólaóróar
frá PLUTO
Margar gerðir
Verð kr. 1.795
Teg. 2975 Einstaklega vandaðir og
þægilegir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41.
Verð: 16.800
Teg. 2921 Einstaklega vandaðir og
þægilegir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41.
Verð: 15.670
Teg. 2921 Einstaklega vandaðir og
þægilegir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41.
Verð: 15.670
Teg. 2881 Einstaklega vandaðir og
þægilegir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41.
Verð: 15.800
Teg. 2942 Einstaklega vandaðir og
þægilegir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41.
Verð: 15.800
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
!
" Smáauglýsingar
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR
ÞÚ.
Hálsmen úr silfri 5.900 kr., gulli
49.500. Silfur m. demanti 11.500, gull
m. demanti 55.000, silfurhúð 3.500.
Póstsendum.
ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775,
i
Verslun
✝ Ólafur ÓskarLárusson
myndlistarmaður
fæddist á Selfossi
10. september 1951.
Hann lést á Land-
spítalanum 4. des-
ember 2014. Ólafur
var sonur Ásdísar
Lárusdóttur, f.
1925, d. 2006, og
Lárusar Óskars
Ólafssonar, f. 1911,
d. 1987. Bróðir Ólafs er Hannes
Óskar Lárusson, f. 1955,
myndlistarmaður. Eiginkona
Ólafs er Sigrún Bára Friðfinns-
dóttir, f. 3. janúar 1950. Dóttir
sonur þeirra er Baltasar Tinni, f.
2009. Börn Sigrúnar Báru af
fyrra hjónabandi eru: Stefán
Hrafn Hagalín, f. 1971, Frið-
finnur Örn Hagalín, f. 1973, Guð-
mundur Már Hagalín, f. 1977,
Halldóra Anna Hagalín, f. 1981,
og þrettán barnabörn.
Ólafur ólst upp í
Austur-Meðalholtum og í Hlíðun-
um í Reykjavík. Hann lauk námi
úr Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands og lá leiðin þaðan til Hol-
lands þar sem hann lauk námi frá
Atelier ’63, Haarlem. Ólafur kom
víða við en ásamt myndlist fékkst
hann meðal annars við kennslu,
grafíska hönnun og var einn af
stofnendum Nýlistasafnsins.
Ólafur sýndi víða um heim, bæði
með einkasýningum sem og tók
hann þátt í ýmsum samsýningum.
Útför Ólafs fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag, 12. desember
2014, og hefst athöfnin kl. 13.
Ólafs með Steinunni
Svavarsdóttur, f.
1950, er Ásdís
Hrund Ólafsdóttir,
f. 1973, dætur henn-
ar eru Steinunn, f.
2002, og María, f.
2004. Dóttir Stein-
unnar og stjúpdótt-
ir Ólafs er Svava
Ingimarsdóttir, f.
1970, synir hennar
eru Steinar, f. 1994,
og Guðjón Árni, f. 1999. Sonur
Ólafs með Valdísi Björk Ósk-
arsdóttur, f. 1959, er Davíð Ósk-
ar Ólafsson, f. 1982, maki hans
Marta Sigmarsdóttir, f. 1982, og
Ólafur Lárusson myndlistar-
maður lést hinn 4. desember á
Landspítalanum eftir erfið veik-
indi.
Þegar við kynntumst var hann
starfsmaður á Kleppsspítalanum
og hóf jafnframt nám í Myndlista-
og handíðaskólanum. Við bjugg-
um síðan í kjallaranum á Kirkju-
teignum og eignuðumst eina dótt-
ur, Ásdísi Hrund, og fyrir átti ég
Svövu. Kirkjuteigurinn var nokk-
urs konar félagsmiðstöð ungra
myndlistarnema og manna. Var
oft margt um manninn, mikið
skrafað, hlustað á tónlist og glatt á
hjalla. Ólafur vildi afla sér frekari
menntunar og lá leiðin til Hol-
lands. Hann hlaut styrk þaðan eft-
ir að hafa sótt um skóla, Atelier ’63
í Haarlem, og var þar við nám í tvö
ár. Seinna árið dvöldum ég og
dæturnar þar líka.
Á efri hæðinni á Bichop Callier-
straat bjó ungur myndlistarmaður
að nafni Kees Visser og tókst með
okkur góð vinátta. Má segja að
hann hafi elt okkur heim til Ís-
lands, en þangað hafði hann aldrei
komið. Hann var kominn með ís-
lenska kærustu og má segja að
þau hafi búið í tjaldi í kartöflu-
garðinum hjá okkur Óla um sum-
arið. Við ferðuðumst mikið með
þeim og fórum í veiðiferðir á Snæ-
fellsnes, ferðir í Krýsu- og Herdís-
arvík, alltaf með tjald, sex saman á
Austin Mini og þótti ekkert til-
tökumál, enda vorum við með
góða toppgrind.
Óli hlaut þann heiður fyrir Ís-
lands hönd að taka þátt í Parísar-
tvíæringnum fljótlega eftir nám.
Ekki fannst honum lítill heiður
heldur að því þegar við vorum við
stödd í Chicago, heyrðum djass-
tónlist og fórum inn á staðinn.
Kom í ljós að uppáhaldsdjassleik-
arinn hans Óla, Oscar Peterson,
var að spila ásamt Nils Henning.
Settist Oscar þar hjá nafna sínum
og bauð okkur upp á einn.
Leiðir okkar Óla lágu síðar
hvors í sína áttina, þótt alltaf væri
tenging, bæði vegna vina, við-
burða og fjölskyldu. Ég kveð Ólaf
Óskar Lárusson og votta Sigrúnu
og börnum hennar mína dýpstu
samúð.
Steinunn Svavarsdóttir.
Ólafur Lárusson var fram eftir
aldri, og ef til vill alla tíð, feiminn
og hlédrægur, en leitaði þó ákveð-
inn eftir því sem hugur hans stóð
til hverju sinni og vílaði ekki fyrir
sér kröpp kjör ef efni stóðu lágt.
Hann stefndi ákveðið að því marki
að verða eftirtektarverður lista-
maður og hreif félaga sína strax
með sér í stundarhrifningu,
snarsnúningi tímaskortsins, á
villtu flugi vímunnar með arnsúg í
vængjum og eld í augum. Hann
var brautryðjandi í listfengri
framsetningu með ljósmyndavél-
ina í hlutverki skrásetjarans,
þvert á kyrralíf, uppstillinguna,
hann notaði líkama sinn til að ná
óvæntum niðurstöðum, rannsak-
aði samspil ljóss og skugga í svart-
hvítum myndaseríum, stundum í
herbergi þar sem ekkert truflaði
andrýmið sem hann sóttist eftir.
Að sumu leyti var þetta meinlæta-
full sköpun, hreinsandi, en jafn-
framt frjó. Þetta var á námsárun-
um í Haarlem í Hollandi þar sem
Ólafur nam við frægan listaskóla,
Atelier ’63. Ég á stórt verk eftir
hann frá þeim tíma, gert af 12 ljós-
myndum, þar sem hann veltir sér
á gólfi fram og til baka, frá einum
vegg til annars, með salarhornið í
baksýn, inn og út úr myndinni, en
líkamsformið er ekki í fókus því
linsan náði ekki sveiflunni svo út-
koman varð mismunandi hallandi
hringform eins og ærlsadraugur
hefði stokkið fram til að ljá honum
framandi blæ. Límið á bakhliðum
sumra myndanna hefur sýrt í
gegn og gefur framhliðunum gull-
ið yfirbragð, leyndardómsfulla
slikju, sem er ekki síðri ferskri
hugmyndinni. Litróf listamanns-
ins var einfalt, frumlitirnir, sá
rauði þó ívíð frekari til fjörsins en
hinir. Hann málaði fágaðar svart-
hvítar ljósmyndaraðir, aðrar voru
með áfestum rauðum rósum,
sjálfsmyndir, hann stillti saman í
syrpu filmum af andlitum vina og
kunningja. Nefni líka til sögunnar
hættulega gjörninga þar sem
hann gekk á upphengda röð af
glerjum og skallaði af afli svo þau
hrukku sundur á gólfið, en stjarf-
ur óhugur í andlitum nærstaddra,
blandinn aðdáun. Eitt sinn erlend-
is vafinn sárabindi svo hann sá
ekkert frá sér, hvarf inn í tíma-
leysið, sagði bara eitt orð á stangli
og makaði málningu framan í sig.
Ókunnugt fólkið í salnum var
hissa, allt í einu viðstatt svo heim-
ullega athöfn, næstum því trúar-
lega, persónulega, en dró sig samt
sífellt nær, heillað af frumleik
listamannsins, og ákaft lófaklapp í
lokin, sem var óþarft því það trufl-
aði stemninguna og rauf galdur
stundarinnar. Ég vil biðja nær-
stadda og fjarstadda listunnend-
ur, og alla þá sem tjá sig í einlægni
og horfa til framtíðar, að lyfta
staupi fyrir indælum vini og fé-
laga, nú þegar hann hefur dregið
sig í hlé og yfirgefið sviðið. Megi
sú stund rísa sem fyrst að við
fáum litið framúrstefnu Ólafs Lár-
ussonar á einum stað, annaðhvort
í Listasafni Íslands eða Listasafni
Reykjavíkur, þó ekki væri nema
til að minnast við þau og kynna
fyrir ungum myndlistarmönnum.
En þó einkum til þess að listasaga
þjóðarinnar fái loksins hlutdeild í
þeim brothætta draumi sem er
ígildi snilldarinnar.
Níels Hafstein.
Ólafur Óskar Lárusson mynd-
listarmaður, eða Óli Lár eins og
hann var kallaður af félögum í list-
inni, var strax sem nemandi í
Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands áberandi. Á þeim árum var
ekki komin til sögunnar kennsla í
listfræði samtímans, en Óli Lár
sankaði að sér bókum um nútíma-
list og las þær spjaldanna á milli
og var ólatur að miðla úr þeim
brunni til samnemenda sinna.
Hann fór ekki troðnar slóðir, en
var bæði djarfur og kraftmikill í
sköpun sinni.
Hann hætti námi við Mynd-
lista- og handíðaskólann árið 1974,
um leið og við undirrituð, eftir að-
eins þriggja ára nám því skólinn
bauð ekki upp á það nám sem
hann þráði. Hugur hans stóð
hærra og hélt hann rakleitt til
náms í akademíunni Atelier 63
sem var þá meðal eftirsóttustu
listaskóla í Hollandi.
Óli Lár var ötull við alls kyns
tilraunir og var framarlega í flokki
þeirra sem unnu með nýja miðla,
gjörningalist og innsetningar.
Hann notaði ljósmyndir mikið í
verkum sínum og fór þar ótroðnar
slóðir. Verkin vöktu eftirtekt og
sýndi hann í kjölfarið víða. Árið
1977 var honum boðið að sýna á
Biennale de Paris. Á þeim tíma
var Parísar Bíennallinn, eins og
við kölluðum hann, mikilvægasta
sýning sem ungir listamenn gátu
látið sig dreyma um að taka þátt í.
Og í framhaldinu fékk hann mörg
sýningartækifæri erlendis.
Hann var félagslyndur og héld-
um við nokkur samnemenda hans
hópinn og stóðum fyrir sýningum
saman um nokkurt skeið. Hann
tók mikinn þátt í starfi myndlist-
armanna og uppbyggingu mynd-
listarvettvangs. Þegar hann kom
heim frá námi kenndi hann einnig
við Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands við nýlistadeildina sem þá
var verið að setja á stofn, og hann
átti þátt í stofnun Nýlistasafnsins
og var þar formaður stjórnar um
tíma og var einnig félagi í Mynd-
höggvarafélaginu í Reykjavík.
Óli hafði ríka sköpunargáfu og
margt í list hans var nýlunda, hvort
heldur var hér á landi eða erlendis.
Minnisstæður er einn af gjörning-
um hans sem hann flutti í stóra
salnum í Nýlistasafninu í kringum
1980. Salurinn var myrkvaður, en
lýstist upp með óreglulegu millibili
með strópóskópísku ljósi og há-
vært abstrakt hljóð fyllti hann.
Fyrir miðjum endavegg var glært
plast strengt yfir ferkantaða timb-
urgrind líkt og búr. Sjálfur var
hann inni í búrinu og hóf að mála á
plastið, og skvetta litum á það allt
um kring þannig að úr varð nokk-
urs konar þrívítt expressionískt
málverk sem þróaðist yfir í lifandi
málverk og Óli varð eins og lifandi
hluti þess. Sjónrænt áreitið var yf-
irþyrmandi.
Áberandi þáttur í list Óla á fyrri
hluta ferils hans er ögrun, en líka
hefting og sundrun. Sum ljós-
myndaverk sín risti hann í gegn
með beittum hníf, og í gjörningum
lagði hann talsvert á líkama sinn,
eins og þegar hann braut stórar
glerplötur með höfðinu. Í nokkr-
um verkum lét hann vefja sig inn í
grisju eða pappírslengjur ásamt
öðrum elementum eins og smáum
trjágreinum eða plöntum þar til
hann líktist helst púpu. Svo hófst
hann handa að brjótast úr viðjun-
um, oft eins og hæglát barátta
ætti sér stað.
Óli var í senn ljúflingur og upp-
reisnarmaður. Lífsferill hans var
að sumu leyti líkur verkum hans.
Hann missti smám saman heilsu
og háði það honum við myndlist-
arstörf hin síðari ár. Hægfara bar-
átta varð hans hlutskipti.
Við kveðjum félaga okkar með
virðingu og færum ættingjum hans
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Þór Vigfússon, Rúrí.
Ólafur Óskar
Lárusson