Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 38
Þetta er fróðleg ogskemmtileg bók um geð-þekkan mann. Sérstakaánægju munu þeir hafa af lestri hennar sem muna tíma þeirra verslunarhátta sem tíðkuðust í Reykjavík eftir stríð og fram á átt- unda áratuginn og jafnvel lengur. Um 200 matvörubúðir voru í borg- inni þegar íbúar voru innan við 70 þúsund. Stórmarkaðir þekktust ekki heldur voru smáverslanir regl- an, auk „kaupmannsins á horninu“ var aragrúi af mjólkurbúðum, brauðbúðum og fiskbúðum í göngu- færi frá heimilum fólks, enda fólks- bílar ekki á hverju heimili. Kaup- maðurinn hafði ekki aðeins það hlutverk að útvega vörur á tíma skömmtunar og margs konar við- skiptahafta, en það gat verið ærinn starfi, heldur var verslunin fé- lagsmiðstöð í hverfinu og meira að segja lánastofnun. Algengt var að einstaklingar og fjölskyldur væru í reikningi sem yfirleitt var greiddur mánaðarlega. Stundum þurfti að lána vöruúttekt til lengri tíma. „Var það oft mikilvæg aðstoð fyrir barn- margar fjölskyldur, sem jafnframt voru að koma sér upp þaki yfir höf- uðið, þegar enga fyrirgreiðslu var að fá í bönkunum,“ hefur höfund- urinn, Jakob F. Ásgeirsson, eftir sögumanni bókarinnar, Óskari Jó- hannssyni (f. 1928) í Sunnubúðinni. Matvara var á þessum árum stærri þáttur í heimilisútgjöldum hjá flest- um fjölskyldum en nú er. Óskar hóf verslunarferil sinn hjá samvinnuhreyfingunni, en Kaup- félag Reykjavíkur og nágrennis (KRON) rak um langt árabil fjölda verslana í borginni. Athyglisvert er að lesa hve þessi versl- unarkeðja var um margt nútímaleg í starfsháttum, innleiddi til dæmis kjör- búðarfyrirkomulagið, og hve annt forystumenn hreyfingarinnar létu sér um ungt og mannvænlegt starfsfólk sitt. Naut Óskar þess og hefði líklega getað átt talsverðan frama á þeim vett- vangi ef hann hefði ekki kosið að hasla sér völl sem sjálfstæður kaup- maður. Lýsingar Óskars á haftatímanum eru forvitnilegar og sama er að segja um frásögn hans af tíma verð- lagseftirlitsins sem lifði fram á ní- unda áratuginn. Allt verð á vöru og þjónustu var þá háð ákvörðunum og eftirliti opinberra nefnda. Eru lýs- ingar Óskars á viðskiptum við þær og erindreka þeirra á köflum grát- broslegar, en hafa vafalaust ekki verið jafn skemmtilegar á sinni tíð. Gaman er að lesa um snúnings- pilta Óskars, sendisveinana sem fluttu vörurnar úr búðunum heim til fólks á reiðhjólum. Urðu sumir þeirra síðar þjóðkunnir menn, þing- menn, ráðherrar og borg- arstjórar. Sendlastarfið „var eftirsótt starf en oft var erf- itt að ráða við stór og þung hjólin með stórum vörusend- ingum sem þurfti að bera, jafnvel upp á þriðju hæð,“ segir í bókinni. Þá er fróðlegt að lesa um samskipti Óskars og annarra kaupmanna við ýmsa stórlaxa í við- skiptalífinu sem í krafti stjórnmála- tengsla og bankasambanda komust upp með ýmsa hluti. Kemur þarna fram önnur hlið á nokkrum nafn- kunnum mönnum en við höfum áður heyrt. Óskar var umsvifamikill. Á tíma- bili rak hann fjórar verslanir undir nafni Sunnubúðarinnar. Hin upp- runalega og þekktasta er Sunnu- búðin á horni Mávahlíðar og Lönguhlíðar. Þar voru höf- uðstöðvar Óskars. Þar man ég eftir honum þegar ég bjó í Hlíðunum. Hann var í miklum metum meðal íbúanna og víst að margir söknuðu hans þegar hann dró sig í hlé fyrir um þrjátíu árum og fann sér annan starfsvettvang. Margþætt hlutverk kaupmannsins Morgunblaðið/Kristinn Umsvifamikill „Þetta er fróðleg og skemmtileg bók um geðþekkan mann,“ segir um sögu Óskars í Sunnubúðinni sem Jakob F. Ásgeirsson hefur skráð. Ævisaga Kaupmaðurinn á horninu – Óskar í Sunnubúðinni segir frá bbbbn Eftir Jakob F. Ásgeirsson. Ugla, 2014. 288 bls. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON BÆKUR 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 Exodus: Gods and Kings Christian Bale leikur Móses í kvik- mynd leikstjórans Ridleys Scotts. Handritið er byggt á frásögn Bibl- íunnar af flótta Ísraelsmanna frá Egyptalandi. Móses fer fyrir upp- reisn gegn faraó Egypta og leiðir 600 þúsund þræla hans til landsins helga. Auk Bales fara með aðal- hlutverk Ben Kingsley, Ben Men- delsohn, Joel Edgerton og Sig- ourney Weaver. Metacritic: 52/100 Big Hero 6 Teiknimynd um táningspiltinn Hiro sem er snillingur í hönnun vélmenna og lendir í spennandi ævintýri með heilsugæsluvélmenni og skólafélögum sínum. Saman þurfa þau að stöðva illmenni sem stolið hefur uppfinningu Hiros. Leikstjórar eru Chris Williams and Don Hall. Metacritic: 75/100 Mommy Framlag Kanada til Óskars- verðlauna 2015. Í myndinni segir af ekkju sem á fullt í fangi með að sjá um 15 ára unglingsson sinn sem er með ofvirkni og athyglisbrest. Leikstjóri er Xavier Dolan og með aðalhlutverk fara Anne Dorval, Antoine-Olivier Pilon og Suzanne Clément. Metacritic:79/100 Bíófrumsýningar Móses, Hiro og ADHD Vígalegur Bale í hlutverk Móses í Exodus: Gods and Kings. Æfingar á söngleiknum Billy Elliot hófust í vikunni í Borgarleikhúsinu og er sýningin sú stærsta sem leik- húsið hefur ráðist í. 68 listamenn taka þátt í henni þar af nær helm- ingur börn. Frumsýning er áætluð 5. mars og munu þrír ungir dansarar deila aðalhlutverkinu. Drengirnir hafa sótt danstíma í átta mánuði. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson. Í söngleiknum segir af ungum dreng, Billy Elliot, sem er á leið í boxtíma en lendir fyrir slysni á dans- æfingu. Hann byrjar að hreyfa sig í takt við tón- listina og upp- götvar sér til furðu að þetta er ekki einungis það skemmtilegasta sem hann hefur gert heldur er hann einfaldlega fæddur til að dansa, eins og segir í tilkynningu. 68 listamenn í Billy Elliot Bergur Þór Ingólfsson Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því. Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri 533 2220 lindesign.is Birki rúmföt Stærð 140x200 Jólatilboð 9.990 kr Áður 13.490 kr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.