Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Eigendur metanólverksmiðju Car-
bon Recycling International (CRI) í
Svartsengi á Reykjanesi hafa ásamt
samstarfsaðilum fengið styrk úr
rannsóknaáætlun ESB til að reisa
verksmiðju í Þýskalandi sem bygg-
ist á tækni CRI til að framleiða vist-
vænt eldsneyti. Er verksmiðjunni
ætlað að framleiða metanól úr raf-
magni og koltvísýringi úr útblæstri
kolaorkuvers í Ruhr-héraði. Áætlað
er að verkefnið kosti um 11 milljónir
evra, jafnvirði um 1,7 milljarða
króna.
Frá þessu var fyrst greint í Við-
skiptablaðinu í gær en í kjölfarið
sendi CRI út tilkynningu á aðra fjöl-
miðla. Meðal samstarfsaðila CRI í
verkefninu eru Mitsubishi Hitachi
Power Systems í Evrópu, evrópskir
háskólar og rannsóknarstofnanir.
Carbon Recycling hóf starfsemi
hér á landi árið 2006 með rann-
sóknum og þróun aðferða til fram-
leiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti.
Fyrirtækið er í meirihlutaeigu inn-
lendra fjárfesta en einnig koma er-
lendir fjárfestar að því, einkum frá
Bandaríkjunum. Alls eru hluthafar
um 60 talsins.
Ómar Freyr Sveinbjörnsson,
rannsóknastjóri CRI, segir í samtali
við Morgunblaðið að það hafi verið
hugmyndin frá upphafi að flytja út
tækniþekkinguna og aðferðina við
framleiðslu á metanóli. Verksmiðjan
í Þýskalandi sé hugsuð sem
tækniþróunarverkefni og geti verið
gluggi fyrir CRI inn á evrópskan
markað. Þjóðverjar og fleiri Evr-
ópuþjóðir búi við sveiflukenndan
raforkumarkað, þar sem eftirspurn
er mikil eftir nýjum og vistvænum
orkugjöfum. Þannig hafa Þjóðverjar
sett sér það markmið að endurnýj-
anlegir orkugjafar anni allt að helm-
ingi orkuþarfar heimila og iðnaðar.
Þá verða innleidd ströng viðmið í
losun frá kolaorkuverum.
„Þessi tækni okkar getur geng-
ið í mismunandi iðnaði, hvort sem
það eru fyrirtæki í orkugeiranum,
efnaframleiðslu eða stáliðnaði. Við
seljum tæknilausnir og þjónustu fyr-
ir aðila sem þurfa að leysa vandamál
varðandi útblástur eða eru með um-
framorku sem þarf að koma í verð,“
segir Ómar Freyr.
Starfsmenn CRI á Íslandi eru í
dag í kringum 35. Um þriðjungur
þeirra mun koma að undirbúningi
verkefnisins í Þýskalandi og aðstoða
við að koma upp tæknibúnaði, ásamt
starfsmönnum þýskra samstarfs-
aðila.
Tvöfalda framleiðsluna hér
Á sama tíma og þetta fer fram
er CRI að stækka metanólverk-
smiðjuna í Svartsengi, þar sem hægt
verður að tvöfalda framleiðsluna. Í
dag framleiðir verksmiðjan, að sögn
Ómars, 4-5 tonn á dag en mun geta
framleitt daglega um 12 tonn að lok-
inni stækkun. Áætlað er að þeim
framkvæmdum ljúki næsta vor en á
meðan er framleiðsla CRI minni en
ella.
Ómar Freyr segir góða reynslu
komna á framleiðslutæknina og af
þeim sökum hafi verið ákveðið að
fara í stækkun hér heima og útrás á
erlendum mörkuðum.
Verksmiðja í Þýska-
landi fyrsta skref út
Ljósmynd/Mannvík
Metanól Verksmiðja Carbon Recycling International í Svartsengi á Reykjanesi, sem verið er að stækka.
CRI reisir metanólverksmiðju fyrir 1,7 milljarða króna
Metanól í lífdísilolíu
» CRI framleiðir metanól úr
vetni og koltvísýringi, sem
kemur frá jarðvarmavirkjun HS
Orku í Svartsengi.
» Metanólið er notað til líf-
dísilframleiðslu hér á landi og
erlendis og til íblöndunar í
bensín. Mest er flutt út til Sví-
þjóðar og Hollands.
Sigurður Ingi Jó-
hannsson, um-
hverfis- og auð-
lindaráðherra,
hefur fyrir hönd
umhverfis-
ráðherra á
Norðurlöndum,
sent fram-
kvæmdastjórum
umhverfis-,
heilsu- og neyt-
endamála hjá ESB hvatningu um að
móta aðgerðir til að stemma stigu
við hormónaraskandi efnum í vinnu
við áætlun um eiturefnalaust um-
hverfi árið 2018. Þetta er gert til að
fylgja eftir nýrri skýrslu Norrænu
ráðherranefndarinnar þar sem áhrif
efnanna eru greind og mat lagt á
hvað það kostar samfélagið að hafast
ekki að. Í skýrslunni kemur fram að
árlegur kostnaður ríkja ESB af
veikindaleyfum og auknu álagi á
heilbrigðiskerfið vegna áhrifa horm-
ónaraskandi efna nemi að minnsta
kosti 4,5 milljörðum danskra króna.
Eiturefnalaust
umhverfi 2018
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Erum byrjaðir að afhenda
2015 árgerðina!
Við sérpöntumallar gerðirbíla frá USA
og Evrópu
Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430
isband@isband.is - www.isband.is
• Nýr og enn öflugri
en áður
• Dísel 440hö
• Öflugur pallbíll
Nýr Ford F350
Verð frá kr. 8.650.000
• Nýtt útlit að utan
sem innan
• Stórglæsilegur pallbíll
Verð frá kr. 9.350.000
Komdu til okkar og kynntu þér málið,
erum að taka niður pantanir.
Verð frá kr. 9.350.000
Nýr Dodge
Ram 3500
• Nýtt útlit og flottari
innrétting
• Dísel 390 hö
• Öflugur pallbíll
Opið alla virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-15
Nýr GMC 3500
Jólagjafir fyrir dýrin
Orbilo
c ljós
kr. 5.6
12.-
Jólahú
fur
frá kr
. 884.
-
Plastbúrfrá kr. 2.987.-
Jólabúningarfrá kr. 3.876.-
Katta
klórur
frá kr
. 2.99
5.-
Rúmfrá kr. 2.997.-
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín
Smád
ýrabú
r
frá kr
. 3.59
5.-