Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! HREINSI- OG SMUR- EFNI, GÍROLÍUR, SMUROLÍUR OG RÚÐUVÖKVI FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. Jólaskreytingar Við seljum og setjum upp jólaseríur Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Ég las nýlega að 70 börn alkóhólista væru á biðlista eftir sálfræðiaðstoð hjá SÁÁ. Eftir rannsókn er talið að 20.000 börn á Íslandi þurfi að líða vegna óreglu á heimilum sínum. Þetta er dapurlegt. Er ekki tímabært að komið verði upp barnaathvarfi eins og gert var á Grænlandi, þangað sem börn geta leitað þegar foreldrarnir eru á fylleríi? Drykkjufólk er eigingjarnt og lætur oft flöskuna ganga fyrir þörfum heimilisins og barna sinna. Þá eru pening- arnir fljótir að fjúka. Sem betur fer koma þá ýmis hjálparsamtök til hjálpar en þau lækna ekki sálarsárin sem börnin hljóta sem þurfa að búa við langvar- andi óreglu heima fyrir. Börn eiga betra skilið. Guðrún Magnúsdóttir. Vínbúðir Hóf er best í öllu. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Biðlistar Formaður Lands- sambands veiðifélaga ritaði grein í Morg- unblaðið 8. desember sl. Þar snýr hann mál- inu á haus, nafn- greinir ranglega fyr- irtæki og slær fram fullyrðingum, t.d. um fjölda fiska sem hann áætlar sjálfur því eng- ar opinberar tölur hafa verið birtar, og svo segir hann m.a.: „Talsmenn laxeldisins hafa jafnan haldið því fram að lítil hætta sé á að eldislax sleppi úr kvíum og ef svo ólíklega vilji til að slíkt gerist þá muni hann ekki lifa af sjáv- arvistina. Þá hafa þeir (eldismenn) sagt að sökum þess að laxinn sé kynbættur muni hann ekki leita í ferskvatn til hrygningar. Sleppi lax- inn úr netkvíum mun hann einfald- lega synda til hafs og drepast.“ Og enn heldur formaðurinn áfram og segir: „Við stöndum frammi fyrir sömu náttúruspjöllum og aðrar þjóðir verði sjókvíaeldi á norska lax- inum aukið eins og áform eru um.“ Hvað hafa svo talsmenn fiskeld- isins sagt um laxeldi! „Fiskeldi í sjó verður mest stundað á Vestfjörðum og Austfjörðum, langt frá helstu náttúrulegum laxastofnum. Áður fyrr var eldið stundað í Faxaflóa og Hvalfirði en í dag er í gildi reglu- gerð sem bannar eldi á helstu far- svæðum náttúrulegra laxastofna.“ „Helsta ógn af laxfiskaeldi er hugsanleg slysaslepping sem gæti haft áhrif á náttúrulega laxastofna ef kynþroska laxfiskar sleppa úr kvíum og ganga í ár til hrygningar. Þá er hætta á að hann blandist við villta stofna með pörun á hrygning- artíma. Mjög skiptar skoðanir eru milli vísindamanna um áhrif þess- arar blöndunar og helst er talið að hún sé óæskileg til lengri tíma litið.“ „Í dag er álitið að hættan sé mest á erfðablöndun þegar eldisseiði sleppa úr kvíum stuttu eftir flutn- ing. Sum seiðanna læra að éta lif- andi fæðu, vaxa og snúa til baka á sleppistað þegar kynþroska er náð og ganga þá í nærliggjandi ár. Á Ís- landi er áhættan mest í upphafi sumars þegar veðurblíðan er mest og lítil áhætta að fiskur sleppi vegna veðurs.“ Erlendar rannsóknir hafa sýnt að sleppi lax að hausti eða vetri eigi hann litla möguleika á að læra að afla sér náttúrulegrar fæðu, drepist fljótlega eða verði fyrir afráni. Lax slapp úr kvíum Fjarðarlax í nóvember árið 2013 eins og marg- oft hefur komið fram. Aðstæður fyrir vestan sýna að þessi lax drapst ekki og varð kynþroska sumarið 2014. Líklegasta skýr- ingin er sú að laxinn hafi hangið við kvíarn- ar um veturinn og lifað fram á sumar. Þetta dæmi sýnir nauðsyn þess að hefja veiðar á laxi strax og ljóst er að lax hefur slopp- ið. Á Íslandi vill svo heppilega til að allur klakfiskur er alinn í landstöðv- um og hætta á slysasleppingum í lágmarki. Með breytingu á lögum um fisk- eldi, sem var samþykkt á Alþingi í vor, var að frumkvæði fiskeld- ismanna sett í lögin ákvæði um stofnun Umhverfissjóðs sjókvíaeld- is. Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Með sjóðnum skal greiða kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður. Fiskeldið á Íslandi er í einstakri stöðu sem er öðruvísi en í ná- grannalöndunum sem hafa verið lengst í laxfiskaeldi. Val á staðsetn- ingu fyrir sjókvíaeldi er langt frá helstu laxveiðiám. Til stendur að herða enn frekar á kröfum um sjó- kvíaeldisbúnað. Með stofnun Um- hverfissjóðs sjókvíaeldis er skapað verkfæri til að taka á umhverf- ismálum og þ.m.t. strokufiski og öðrum hugsanlegum áföllum. Reynslan frá slysasleppingunni í Norðfirði 2003, en þá sluppu 2.900 fiskar en 109 veiddust, er sú að þá fóru sérfræðingar Veiðimálastofn- unar til Austfjarða og drógu á í fjór- um ám án þess að verða varir við eldislax. Veiðimálastofnun tók sam- an endurheimtur á eldislaxi í stang- veiði og klakveiði í veiðiám á Aust- urlandi á árinu 2003. Þrír örmerktir eldislaxar endurheimtust og skoðun á hreistri benti sérstaklega til að sex laxar sem ekki voru örmerktir væru ættaðir úr sjókvíum. Þessir fiskar veiddust í Breiðdalsá, Hofsá og Selá. Á árinu 2004 veiddust engir örmerktir eldislaxar í laxveiðiám á Íslandi. Nokkrir fiskar greindust með eldisuppruna en ekki varð skorið úr um svo óyggjandi væri, hvort um væri að ræða eldislax úr sjókvíum eða lax úr fiskrækt- arsleppingum. Það er því langlíkleg- ast að um 2800 eldislaxar sem end- urheimtust ekki í veiði hafi mætt örlögum sínum í hafinu við Ísland. Fyrir byggðir landsins er eldi á laxfiskum í sjó mikið hagsmunamál og er m.a. ein helsta mótvæg- isaðgerð í atvinnumálum á sunn- anverðum Vestfjörðum og Aust- fjörðum. Um þau mál hefur verið fjallað mikið í fréttamiðlum lands- manna og er ráð fyrir formann LV að kynna sér það aðeins betur, en ég vil jafnframt taka fram að fisk- eldismenn með eldi á landi eða í sjó eru miklir umhverfissinnar og stefna á langtíma nýtingu vatns og sjávar og sjálfbært eldi. Laxeldi og úrtölu- menn atvinnutæki- færa í fiskeldi Eftir Guðberg Rúnarsson Guðbergur Rúnarsson » Staðsetningar fyrir sjókvíaeldi á Íslandi eru langt frá helstu lax- veiðiám og farleiðum laxfiska og fiskeldið hér í mun betri stöðu en ná- grannalöndunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Bridsfélag Reykjavíkur Eins og að líkum lét fyrir síðustu umferðina í aðaltvímenningi BR sigruðu Jón Baldursson og Sigur- björn Haraldsson en lokastaðan varð þessi: Jón Baldursson - Sigurbjörn Haraldss. 2506 Snorri Karlsson - Þorlákur Jónsson 2300 Björn Eysteinss. - Hermann Friðrikss. 2297 Næsta þriðjudag verður spilaður jólasveinatvímenningur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.