Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 8
bandalaginu, Nýjum vettvangi og Kvenna-
lista, látum nú líklega yfir aukinni alþjóða-
hyggju, rétt eins og Guðmundur Magnús-
son og Hannes Hólmsteinn, en vitum samt
ekki fyrir víst hvemig hægt er að samræma
hana þeim grundvallarsjónarmiðum sem
við teljum réttust. Það er eitthvað bogið við
það að sitja sömu megin við borðið og
þessir tveir fóstbræður. Við höldum nefni-
lega enn í þá hugmynd að þjóðfélagið beri
sameiginlega ábyrgð á velferð þegnanna og
vitum sem er að launafólk verður hér eftir
sem hingað til að beijast fyrir launum sín-
um og rétti gagnvart atvinnurekendum sem
sækjast hér eftir sem hingað til eftir há-
marksgróða. Eðli auðvaldsins hefur ekkert
breyst þó að jámtjaldið sé fallið. Þess vegna
hefur gildi félagshyggju í stjórnmálum ekk-
ert minnkað. Og við megum ekki sofna á
verðinum um lýðræði, almenna velferð og
mannréttindi í þeirri falstrú að heilbrigð
skynsemi hafi skyndilega tekið völdin í
Evrópu og menntaðir embættismenn muni
í framtíðinni sjá um öll okkar mál í fijálsu
markaðskerfi.
Við höldum nefnilega enn í
þá hugmynd að þjóðfélagið
beri sameiginlega ábyrgð á
velferð þegnanna og vitum
sem er að launafólk verður
hér eftir sem hingað til að
berjast fyrir launum sínum
og rétti gagnvart atvinnu-
rekendum sem sœkjast hér
eftir sem hingað til eftir há-
marksgróða.
Þess vegna höfum við ekki fulla trú á því
að nú sé kominn tími til að leggja niður
lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt þjóða og
fela okkur samevrópskri markaðshyggju á
vald. Frjáls markaður hlýtur alltaf að valta
yfir launafólk en hampa atvinnurekendum
og hjálpa svokölluðum fjármagnseigend-
um til að frílysta sig í heimsreisum fyrir
rentumar sínar. Enn sem fyrr er þörf á að
halda á loft öðrum lífsgildum, styðja við
mannréttindabaráttu og efla menningar-
starfsemi sem skilar ekki mælanlegum hag-
vexti strax í dag. Af aldalangri reynslu ætti
líka að vera nokkuð ljóst að það hentar ekki
smáþjóð sem er bara til af sérvisku að taka
við tilskipunum og náðargjöfum frá vald-
höfum utanlands.
Annað áhyggjumál smáþjóðar út við ysta
haf er hvernig hún og hennar menning getur
lifað af þegar sameiginleg menningar-
neysla í ljósvakamiðlum verður ráðandi;
þegar fólk í íslenskri sveit fer að horfa beint
á sendingar Breska útsendingarfélagsins
eða himnarásarinnar án þess að hirða um
hvað landsfeðumir í Reykjavík kvaka í
Sjónvarpinu eða hvort einhverjir gróða- og
auglýsingapungar í borginni eru að reyna
að senda út þriðja flokks myndbönd sem
þeir hafa leigt frá útlöndum. Ef menningar-
miðstöð landsmanna flyst þannig úr landi
er stutt í endalok sjálfstæðrar menningar.
Og þá er von að við spyijum hvort eitthvað
sé til ráða.
Jaðarmenning er víðar en á
íslandi
í alþjóðlegri umræðu er menningu okkar
jafnan skipað á bekk sem jaðarmenningu.
Okkur líkar að vonum slík hugsun illa en
þó er ráðlegt að athuga hana ögn nánar. í
6
TMM 1990:4