Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 11
konar safn og þeir sem hafa viljað halda henni við hafa jafnframt verið á móti nú- tímanum og rokktónlist sem honum fylgir því að þeir hafa séð í honum ógnun við hina þjóðlegu, írsku menningu. Sjónvarpið ógn- ar t.d. tungumálinu — og raunar siðferðinu líka því að þær raddir heyrast innan kaþ- ólsku kirkjunnar að kynlíf hafi borist til írlands með sjónvarpinu! Sömu menning- aríhaldssemi má vitaskuld finna í öðmm löndum. Á síðustu ámm hefur þó gætt vaxandi tilhneigingar til að taka nútímann í sátt og laga írskuna að honum í samræmi við lög- málið um að reyna að hafa eitthvað gott af óvinum sínum ef ekki er hægt að sigrast á þeim. Sjónvarpsefni er í vaxandi mæli unn- ið á írsku og heyrst hefur í rokkurum sem rokka á málinu að velskri fyrirmynd. Ef þessi þróun heldur áfram er örlítil von um að málið lifi kannski áfram, lagi sig að nútímanum og dafni í stað þess að lokast inni í fortíðinni og kennslubókum. Og þar með styrkist staða menningarinnar og þjóð- arvitundarinnar. Þessi von er að vísu veik en leiðin er rétt. Norðurlönd eru jaðarmenningar- svæði — með ísland í miðju Víkjum aftur að vöggu heimsmenningar vorra daga á meginlandi Vestur-Evrópu og lítum í norðurátt. Þar er ein lítil jaðarmenn- ing Norðurlandabúa sem menn sunnar í álfunni líta til með hryllingi og telja vera mikið frystihólf: þar býr skrýtið, ofskipu- lagt fólk sem kann ekki að láta sér líða vel yfir mat og drykk, getur ekki tjáð sig og verið gott hvað við annað en gerir þess í stað „sociale problemer" úr öllu og býr til lang- dregnar kvikmyndir og umræðuþætti sem eru réttlætismál og eiga vissulega rétt á sér sem slfldr — en enginn nennir að horfa á. Nýlegt dæmi um þetta viðhorf til Norður- landa kom fram í ítölskum dagblöðum þeg- ar sagt var frá áfengishneyksli á íslandi. Eins og kunnugt er misnotaði forseti Hæstaréttar og handhafi forsetavalds að- stöðu sína í embætti til að safna brenni- vínsbirgðum í kjallarann heima hjá sér. Þegar þetta komst upp var honum vikið úr embætti og er það í fyrsta sinn sem svo hátt settur embættismaður hefur þurft að víkja úr starfi á Islandi vegna siðferðisbrests. Þetta þótti ítölum ákaflega merkilegt og töluðu um allar Norðurlandaþjóðimar í ein- um hóp. Þama væri þeim rétt lýst í sínum lúterska rétttrúnaði og harðlífi. Meira að segja pólitísk hneyksli gætu ekki verið al- mennileg og snúist um kvennafar, fjárdrátt og samvinnu við glæpafélög eins og þar sem hjarta heimsmenningarinnar slær. Nei — á Norðurlöndum fælust pólitísk hneyksli í því að siðavandir menn og heiðarlegir keyptu of mikið brennivín! Danir hafa að vísu reynt að brjótast út úr þessari ímynd Norðurlandabúa með því að leggja áherslu á matargerð og drykkjuskap, eyða peningum í Óskarsverðlaunamyndir og ganga í Evrópubandalagið enda mesta heimsveldi hinna norrænu þjóða. Þeir hafa til dæmis löngum átt nýlendur út um allt Norður-Atlantshaf og einir Norðurlanda- búa náð svo langt í mannvirðingum á heimsmælikvarða að stunda þrælaverslun í Afríku og eignast þrælanýlendur á 16. og 17. öld undan ströndum Suður-Ameríku þar sem svartir menn nota nú dönsku sem sitt hversdagsmál. Það foma píningarbæli heitir því virðulega nafni Dönsku Jómfrúr- eyjar eða Virgin Islands því að eyjamar vom seldar Bandaríkjum Norður-Ameríku TMM 1990:4 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.