Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 11
konar safn og þeir sem hafa viljað halda
henni við hafa jafnframt verið á móti nú-
tímanum og rokktónlist sem honum fylgir
því að þeir hafa séð í honum ógnun við hina
þjóðlegu, írsku menningu. Sjónvarpið ógn-
ar t.d. tungumálinu — og raunar siðferðinu
líka því að þær raddir heyrast innan kaþ-
ólsku kirkjunnar að kynlíf hafi borist til
írlands með sjónvarpinu! Sömu menning-
aríhaldssemi má vitaskuld finna í öðmm
löndum.
Á síðustu ámm hefur þó gætt vaxandi
tilhneigingar til að taka nútímann í sátt og
laga írskuna að honum í samræmi við lög-
málið um að reyna að hafa eitthvað gott af
óvinum sínum ef ekki er hægt að sigrast á
þeim. Sjónvarpsefni er í vaxandi mæli unn-
ið á írsku og heyrst hefur í rokkurum sem
rokka á málinu að velskri fyrirmynd. Ef
þessi þróun heldur áfram er örlítil von um
að málið lifi kannski áfram, lagi sig að
nútímanum og dafni í stað þess að lokast
inni í fortíðinni og kennslubókum. Og þar
með styrkist staða menningarinnar og þjóð-
arvitundarinnar. Þessi von er að vísu veik
en leiðin er rétt.
Norðurlönd eru jaðarmenningar-
svæði — með ísland í miðju
Víkjum aftur að vöggu heimsmenningar
vorra daga á meginlandi Vestur-Evrópu og
lítum í norðurátt. Þar er ein lítil jaðarmenn-
ing Norðurlandabúa sem menn sunnar í
álfunni líta til með hryllingi og telja vera
mikið frystihólf: þar býr skrýtið, ofskipu-
lagt fólk sem kann ekki að láta sér líða vel
yfir mat og drykk, getur ekki tjáð sig og
verið gott hvað við annað en gerir þess í stað
„sociale problemer" úr öllu og býr til lang-
dregnar kvikmyndir og umræðuþætti sem
eru réttlætismál og eiga vissulega rétt á sér
sem slfldr — en enginn nennir að horfa á.
Nýlegt dæmi um þetta viðhorf til Norður-
landa kom fram í ítölskum dagblöðum þeg-
ar sagt var frá áfengishneyksli á íslandi.
Eins og kunnugt er misnotaði forseti
Hæstaréttar og handhafi forsetavalds að-
stöðu sína í embætti til að safna brenni-
vínsbirgðum í kjallarann heima hjá sér.
Þegar þetta komst upp var honum vikið úr
embætti og er það í fyrsta sinn sem svo hátt
settur embættismaður hefur þurft að víkja
úr starfi á Islandi vegna siðferðisbrests.
Þetta þótti ítölum ákaflega merkilegt og
töluðu um allar Norðurlandaþjóðimar í ein-
um hóp. Þama væri þeim rétt lýst í sínum
lúterska rétttrúnaði og harðlífi. Meira að
segja pólitísk hneyksli gætu ekki verið al-
mennileg og snúist um kvennafar, fjárdrátt
og samvinnu við glæpafélög eins og þar
sem hjarta heimsmenningarinnar slær. Nei
— á Norðurlöndum fælust pólitísk hneyksli
í því að siðavandir menn og heiðarlegir
keyptu of mikið brennivín!
Danir hafa að vísu reynt að brjótast út úr
þessari ímynd Norðurlandabúa með því að
leggja áherslu á matargerð og drykkjuskap,
eyða peningum í Óskarsverðlaunamyndir
og ganga í Evrópubandalagið enda mesta
heimsveldi hinna norrænu þjóða. Þeir hafa
til dæmis löngum átt nýlendur út um allt
Norður-Atlantshaf og einir Norðurlanda-
búa náð svo langt í mannvirðingum á
heimsmælikvarða að stunda þrælaverslun í
Afríku og eignast þrælanýlendur á 16. og
17. öld undan ströndum Suður-Ameríku
þar sem svartir menn nota nú dönsku sem
sitt hversdagsmál. Það foma píningarbæli
heitir því virðulega nafni Dönsku Jómfrúr-
eyjar eða Virgin Islands því að eyjamar
vom seldar Bandaríkjum Norður-Ameríku
TMM 1990:4
9