Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 15
út fyrir Ásgarð, út í óvissuna til jötna, gegna
líku hlutverki. Ef ekki væru þessar sam-
göngur á milli reiðu og óreiðu með þeirri
togstreitu sem þeim fylgir þá væri fremur
tíðindasnautt og leiðigjamt í heimi goða og
manna. Sams konar ftjóvgandi áhrif vegna
samspils við ytri öfl urðu til þess á miðöld-
um að okkar hefðbundna, innlenda sagna-
og kvæðamenning nýttist til hámenningar-
sköpunar við ritun bókmennta með tilkomu
skipulegrar menntunar rómversku kirkj-
unnar.
Veggjasmiðir sem vilja byggja utan um
mannlífið em á rangri leið. Þeir em óvinir
menningarinnar í dulargervi eins og smið-
urinn sem kemur til Ása og býðst til að reisa
þeim traustan borgvegg. Æsir taka tilboð-
inu en þegar þeim verður ljóst að smiðnum
ætlar að takast að ljúka verkinu á tilsettum
tíma og múra þá inni í Ásgarði þá fer allt
upp í loft því að Loki hefur heitið honum að
fá að launum Freyju, sólina og tunglið —
og hvað gagnast þeim að lifa innan traustra
veggja ef þeir hafa misst það sem gefur
lífinu gildi? Annað áþreifanlegt dæmi um
drepandi innilokun sem menn hafa þó brot-
ist út úr áður en þeir drápust alveg er vita-
skuld Berlínarmúrinn.
Veggjasmiðir sem vilja
byggja utan um mannlífið
eru á rangri leið. Þeir eru
óvinir menningarinnar í
dulargervi eins og smiðurinn
sem kemur til Asa og býðst
til að reisa þeim traustan
borgvegg.
Spumingin um múrveggi og alþjóðleg
samskipti er efst á baugi fyrir þá sem telja
sig til jaðarmenningar. Og hún skiptir máli
fyrir okkur þegar við stöndum frammi fyrir
hugsanlegri inngöngu í Evrópubandalagið
eða sérsamningum við það. Eigum við að
styrkja múrana og varðveita okkar menn-
ingu eins og safngrip eða eigum við að
treysta á lífsmátt hennar í fjörugu samspili
við menningu annarra þjóða? Má kannski
að einhverju leyti bera miðaldakirkjuna
saman við Evrópubandalagið? Hvort
tveggja eru yfírþjóðlegar valdastofnanir
sem fara um löndin og breiða út sína eigin
menningu en verða jafnframt til þess að efla
menningarstarf á hveijum stað. Og hvemig
hefði farið fyrir okkur íslendingum ef við
hefðum ákveðið að hafna kristninni á
Alþingi forðum og rækta í staðinn innlenda
menningu og ásatrú? Þá hefðum við þurft
að beina viðskiptum okkar vestur á bóginn,
til norrænu byggðanna á Grænlandi, og
halda áfram landkönnun á Vínlandi. Hugs-
anlega hefðum við þá orðið herraþjóð í
Norður-Ameríku fimm hundruð ámm áður
en Kólumbus fann álfuna! Nú er leiðin í
vesturátt ekki opin lengur en okkur gefst
kostur á að fljúga yfir norðurpólinn og selja
afurðir okkar á Japansmarkaði ef Græn-
ingjar og Evrópubandalög vilja úthýsa Is-
Iendingum.
Vandi jaðarmenningarsvæða er því
hvemig hægt er að halda opnum samskipta-
leiðum við stærri menningarsvæði án þess
að ganga einhverri einni stórþjóð á hönd
sem gleypir smáþjóðina fyrr en varir. En er
það hægt?
TMM 1990:4
13