Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 23
Kjartan Ólafsson Síðustu 40 dagar Jónasar Hallgrímssonar Jónasar Hallgrímssonar hefur hingað til umfram allt verið minnst sem skálds og náttúrufræðings. í þessari grein um síðasta vorið sem Jónas lifði er dregin upp mynd af starfi hans að stjórnmálum, sem var meira en margir gera sér grein fyrir. Oft hefur verið gert mikið úr drykkjuskap Jónasar en heimildir um mikla þátttöku hans ífélögum Hafnaríslendinga vorið 1845 benda til annars. í lok greinarinnar er sagt frá skjölum um útför Jónasar. Þann 16. aprfl árið 1845 voru fjórir dagar liðnir frá því Jónas Hallgrímsson kom í síðasta sinn á fund í Fjölnisfélaginu. Hann skrifar þennan dag seðil til Finns Magn- ússonar, forseta Hafnardeildar Hins ís- lenska bókmenntafélags. Erindi Jónasar við Finn var að biðja hann að borga sér marsgreiðsluna af þeim 200 ríkisdala styrk á ári, sem Jónas naut hjá Bókmenntafé- laginu vegna starfa sinna að fyrsta hluta fyrirhugaðrar íslandslýsingar. A seðilinn skrifar Jónas m.a.: ,£g er nú sem óðast að flytja mig í St. Pétursstræti 140, 3. hæð og á ekki mjög gott þvf allir kalla að mér sem geta.“ Skuldimar voru víða og kreditoramir að- gangsharðir við félítinn mann. Þegar Jónas skrifar þennan seðil eru dagar hans uppi, allir nema þeir 40 síðustu. A seðlinum þeim ama sjáum við meðal annars að í húsinu við St. Pétursstræti, sem var síðasti bústaður Jónasar, hefur hann ekki búið nema í rúman mánuð en þar geymir minningarplata á vegg nafn hans. Hann er að flytja þangað þann 16. apríl á sínu hinsta vori. Manntal frá 1. febrúar 1845 sýnir að Jón- as átti þá heima á efstu hæð í Lille Lars- bjömsstræde 181, húsi sem enn stendur örskammt frá hinsta bústað Jónasar og ber nú númerið 19 við stræti Larsbjöms.1 Ætla má að þaðan hafi Jónas verið að flytja þann 16. apríl er hann hripaði á miðann til Finns. Á þessu foma húsi er enginn minningar- skjöldur en frá götunni kynni langt að kom- inn vegfarandi að sjá fyrir sér mann sem stendur þar innan við gluggann hinn skemmsta dag ársins 1844. Hann er gildur meðalmaður á hæð, þrekvaxinn, feitlaginn nokkuð en limaður vel, herðamikill en bar- axlaður og nokkuð hálsstuttur, jarpur á hár TMM 1990:4 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.